Var Geir að skrökva að okkur í haust"

Í haust fullyrti Geir margoft í fyrirspurnum hjá fjölmiðlum, að hann gæti ekki upplýst um hvað stæði í tillögum AGS, vegna þess að þeir hefðu krafist trúnaðar um þær upplýsingar.

Nú er svo að heyra, frá Þessum sama Geir, að AGS setji aldrei trúnaðarskyldu á það sem þeir láti frá sér. Það séu viðkomandi ríkisstjórnir sem setji trúnaðarskylduna.

Var það þá hann sem krafðist trúnaðar á samskiptin við AGS í haust, þannig að þjóðin fengi ekkert að vita hvað var í spilunum, fyrr en eftir að samningur hafði verið gerður?

Er þetta heiðarleikinn sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur að bjóða þjóðinni nú, þegar hann er kominn í stjórnarandstöðu?                


mbl.is Davíð og dularfulla bréfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heidarleiki??  ...Nei nú ert thú ad grínast.

Sjálfstaedisflokkurinn hefur ávalt verid thjódinni til ógagns og mikils skada.  Sjálfstaedisflokkurinn eru samtök theirra sem hafa thad ad markmidi ad féfletta íslendinga.  Ekkert annad markmid hefur thessi flokkur.  Ekkert!.

Minnst 90% theirra sem kjósa flokkinn, kjósa gegn hagsmunum sínum.  Og til langtíma litid thá kjósa 98% sjálfstaedisflokkinn sér til ógagns og skada.

Hvad vardar Geir er thad ad segja ad allt yfirbragd hans er yfirbragd manns sem er yfirvegadur og talar sannindi.....en thví midur er thetta bara yfirbragd.  Allt sem hann sagdi á sl. ári var BULL og LAUST vid allt VIT.  Hann virdist vera marklaus rola.

Thad er ekki vid neinu gódu ad búast frá sjálfstaedismönnum.  Hvernig heldur fólk ad thessir sjálfstaedismenn geti haft einhverja sjálfsvirdingu thegar their t.d. stydja kvótakerfid.  Thad eitt gerir thá algörlega ómarktaeka.

Hólmduft Heimski Hanz Gizzurarzen (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 22:20

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessir sjálfstæðismenn eru ekki beinlínis marktækir í pólitískri umræðu eins og öllum má vera ljóst sem lesa þessar bloggsíður.

Blessaðir mennirnir eru svo óskaplega skemmdir. Og það er spurning hvort þeir reyndust vera sakhæfir ef þeir yrðu ákærðir.

Árni Gunnarsson, 16.2.2009 kl. 22:27

3 identicon

Sjálfstæðismenn flestir reyna að verja útrásarvíkingana það eru peningarnir sem skipta greinilega mestu máli ekki fólkið í landinu. Get ekki með nokkru móti skilið hvað margir ætla að kjósa sjálfstæðið samkvæmt könnunum til að viðhalda ranglætinu. Hvenær ætla menn að koma niður á jörðina og skilja að það er meira til en bara peningar og völd þeim tengd.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 23:03

4 identicon

Þetta er einfaldlega rangt.

Í haust mátti ekki birta samninginn þar til stjórn IMF gæti samþykkt hann.  Hann var ekki trúnaðarmál per se, heldur bara tímabundið.  

Nafnlaus (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 165581

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband