17.2.2009 | 21:17
Af hverju er ESB með íslandsnefnd ?
Það vekur mér athygli að ESB skuli vera með Íslandsnefnd í gangi, þegar Ísland er ekki einu sinni farið að sækja um aðild að sambandinu. Er ESB búið að setja af stað áróðurspressu, til að véla hið skammsýna og ístöðulausa stjórnmálalið okkar til inngöngu í klúbbinn, áður en til gjaldþrots hans kemur?
Þessi blessaða austurevrópska kona, sem þessa grein skrifar væri ekki í þeirri stöðu sem hún er, nema vera sérstaklega röggsöm að setja fram tælandi veiðigildrur, því ESB er í sárri þörf fyrir ríki sem skapa mikil verðmæti og við erum nánast eina ríkið í Evrópu, utan ESB, sem hefur möguleika á að skapa meiri verðmæti en þjóðin þarf til framfærslu. Við yrðum því eitt af jákvæðu greiðsluríkjum Evrópu, þar sem við myndum greiða meira til ESB en við fengjum þaðan í styrki.
Í mörg ár hefur ESB gengið ágætlega að veiða til sín unga Íslendinga og gilla svo fyrir þeim sæluríkið, að heiðaþvottur Rússa, hér á árum áður í Gúlaginu, skilaði ekki nærri eins góðum árangri. ESB hefur lagt gífurlegt fjármagn í þennan heilaþvott og ég yrði ekki hissa þó í ljós kæmi að flestir af hörðustu baráttumönnum fyrir inngöngu í ESB, væru í einhverri fjármunalegri tengingu við sambandið, gegnum bein laun eða styrki, eða gegnum hliðarliggjandi stuðningsgreiðslur.
Það er alveg ljóst, að ESB er búið að setja stopp á inngöngu fleiri ríkja sem þýða myndu neikvæða greiðsluflæði fyrir ESB; að þeir þyrftu að greiða meira til inngönguríkisins í formi aðstoðar og styrkja, en þeir fengju þaðan í aðildargjald. Slíkt er eðlilegt í ljósi hinnar þröngu fjárhagsstöðu sambandsins.
Heilbrigð skynsemi ætti að segja okkur, nú þegar við erum að komast niður á jörðina í hugsun um fjármál, að í raun er ESB mun ver á vegi statt efnahagslega en við vorum, rétt fyrir hrun bankanna. Skuldir þeirra eru gífurlegar og að miklum hluta í skammtímalánum. Nú þegar þrengir að á fjármálmarkaði, liggur ekki nýtt lánsfé á lausu, til endurnýjunar á þeim skammtímalánum sem ekki verður hægt að greiða, vegna rekstrarhalla sambandsins, þar sem kostnaður er hærri en tekjur.
Það eru þó nokkur ár síðan ég fékk þá sýn að Evran yrði fyrir alvarlegu áfalli árið 2010 + - eitt ár í hvora átt, og að líklega muni ESB liðast í sundur ári síðar. Ekkert er enn sjáanlegt sem bendir til annars en að þetta muni ganga eftir, svo ég tel ráðlegast fyrir Íslendinga að fara sér hægt við að samningsbinda auðlindir okkar við þetta samband, því lánadrottnar ESB munu skipta á milli sín öllum tekjugefandi samningum þeirra, og þá vitum við ekkert hver verður eigandi að réttindum gagnvart auðlindum okkar.
Það er áreiðanlega betra að vera frjáls og fátækur, en vera alslaus og bjargarlaus þræll. Lýðveldið okkar og sjálfsforræðið er of ungt til að fórna því á ímyndaraltari veldishugsjóna.
Vill Ísland í Evrópusambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Vel mælt! Okkur yrði kannski frekar fagnað við inngöngu en svo vísað til borðs útí horni og beðin um að hljótt um okkur. Eða kannski er ég aðeins of tortrygginn í garð ESB
Ingi litli (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 21:24
Hún fer fyrir tengslanefnd EP við Sviss, Noreg, Ísland og EES (SINEEA)
http://www.europarl.europa.eu/activities/delegations/homeDel.do?language=EN&body=DEEA
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.2.2009 kl. 21:31
" ég yrði ekki hissa þó í ljós kæmi að flestir af hörðustu baráttumönnum fyrir inngöngu í ESB, væru í einhverri fjármunalegri tengingu við sambandið, gegnum bein laun eða styrki, eða gegnum hliðarliggjandi stuðningsgreiðslur."
Hlédís, 17.2.2009 kl. 21:41
Fengjum við ekki 2-3 af 700 þingmönnum á Evrópuþinginu? Efast um að þú sér yfirmáta tortrygginn, Ingi.
Það verður fróðlegt að fylgjast með evrunni á næstunni. Það verða miklir skruðningar og læti ef ESB og evran springa í loft upp. Ég á erfitt með að sjá það, en hver veit. Bretland, Írland, Spánn, Ítalía og Grikkland eru öll á barmi gjaldþrots.
Villi Asgeirsson, 17.2.2009 kl. 21:49
Undirrituð er andvíg EB-aðild Íslands af svipuðum/sömu ástæðum og pistilhöfundur - og leit hér inn á síðuna vegna fyrirsagnarinnar. Síðuhöfundur gerir því skóna að aðildarsinnar þiggi mútur frá EB. það eina sem mér dettur í hug er: "Margur heldur mann að sér"!
Vertu blessaður, Guðbjörn!
Hlédís, 17.2.2009 kl. 21:54
1/4 eða jafnvel allt að 1/3 af tekjum Heymssýnar kemur frá LÍÚ (og afhverju það kemur not á óvart skil eg eigi)
Upplýst hér. http://gbo.blog.is/blog/gbo/entry/798780/
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.2.2009 kl. 22:34
Háskólinn í Reykjavík fékk einhvern brjálaðan pening frá sambandinu um daginn til rannsókna. Við erum ekki sambandinu, en lönd sem eru í sambandinu hafa öskrað sig hás á hjálp. Hvernig stendur á því? Ekki ESB takk. 5 þingmenn af 700? Fuss!
Sigurjón, 18.2.2009 kl. 02:39
Þessi færzla er sprenghlægileg hjá þér Jón.
Hvað gerir það stöðu okkar svo góða með 5 af 750 þingmönnum? Hvað hefur verið svona frábært hjá smáþjóðunum innan ESB?
Að vera í ESB kostar peninga og þar hefur verið viðvarandi atvinnuleysi í mörg ár. Meira en við þekkjum hér á landi. Það sézt bezt með því að sjá hvert atvinnulausir Íslendingar fara: TIL NOREGS! Fjandan ætli fólk getir farið til ESB-landanna, því þar er atvinnuleysið og stöðnunin að ríða öllu á slig.
Hverju skyldu svo þessir ráðherrar Íslands fá ráðið meðal allra hinna? Varla nokkurs.
Sigurjón, 18.2.2009 kl. 03:44
Guðjón: Hver væri ávinningurinn fyrir Ísland af því að ganga í ESB, ekki getum við tekið upp Evruna næstu 10 árin svo mikið er víst, hvað fengjum við sem við höfum ekki í dag við erum með tolla samning gegnum EFTA, ekki færist Ísland nær Evrópu hvað sem Jón Frímann kann að halda um það, atvinuréttindi höfum við um alla Evrópu, við erum í Shengeng þannig að vegabréfsáritun þarf ekki til Evrópu, Íslenskur landbúnaður kæmi líklegast til með að missa styrki sína, orkuverin okkar mættu ekki vera í opinberi eigu, og undanþágu frá fiskveiðistefnu fengjum við aðeins tímabundið, Íslenska ríkið greiðir í gegnum EFTA samningin einhverjar tug milljónir til ESB nú þegar, og þyrfti að öllum líkindum að greiða meira ef við gengjum í ESB, hvað er það sem við gætum sótt til ESB, ég kem bara ekki auga á neitt er ég svona blindur eða hvað.
Magnús Jónsson, 18.2.2009 kl. 21:29
Eg vil þakka umræðurnar sem hér hafa verið og biðjast velvirðingar að hafa ekki geta tekið þátt í þeim, vegna lasleika. Ég er nokkuð sáttur við hve mikið af þessum innslögum eru sama sinnis og ég. Aðallega er það Jón Frímann sem heldur uppi andófi. Hann lætur þess getið að hann fái enga dúsu frá ESB, sem vel getur verið rétt. Það er þá líklegast vegna þess að áróðursdeild ESB álítur hann ekki í vænlegri áhirfastöðu, þannig að hann geti, í gegnum tengsl sín við þjóðina, heilaþvegið marga til fylgis við ESB. Af þeim skrifum sem ég hef lesið eftir Jón Fímann, skil ég vel þessi sjónarmið áróðursdeildarinnar.
Að gerast aðilar að ESB við núverandi aðstæður væru hrapaleg mistök, því allir vaxtabroddar heimsviðskiptanna liggja fyrir utan þetta bandalag. Ef við værum innan þess, værum við ansi aftarlega í röðinni í samningsstöðu um viðskipti við þetta vaxtasvæði, því ÖLL stærri ESB löndin eru í mun meiri þörf en við, fyrir viðskiptasamninga sem gefa gjaldeyri. Þessi staða mun einungis verða ESB óhagstæðari næstu árin, sem einnig þýðir að kaupgeta fólks á ESB svæðinu minnkar verulega. Og þó við seljum nú aðallega matvæli, sem ekki eru framleidd í ESB, mun lítil kaupgeta innan sambandsins valda verðlækkunum, þannig að bestu verð fyrir afurðir okkar, verða á öðrum markaðssvæðum. Værum við innan ESB, gætum við ekki nýtt okkur slík markaðstækifæri, þar sem ESB gerir alla samninga út fyrir svæðið, og við værum svo aftarlega í röðinni, vegna mikilla gjaldeyristekna, miðað við fólksfjölda.
Af væntingum Jóns Frímanns til þessara 5 þingmanna á Evrópuþinginu, eða sætis ráðherra við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar, bendir sterklega til þess að hann hafi ekkert kynnt sér raunveruleikann í svona stórum ferliþáttum. En hann má eiga það að hann er ákafur og trúr sínum málstað.
Guðbjörn Jónsson, 19.2.2009 kl. 18:09
6 fulltrúar er lámark fulltrúa þegar Sameining Evrópu [SE] verður staðfest af Írum?, ESB er löngu úrelt, Samkvæmt þjóðhöfðingjum SE [kannski ekki Írum]. Hámark er 96. Þannig að Frakkar, Þjóðverjar og Bretar hafa um 38,5% . Íslendingar geta verið fullvissir um 0,8% tillögurétt í þinginu. Þetta er ekki Ísland.
Kommission:Stjórn-Nefndin: Forsetinn, Utan-Sameiningar-ráðherrann, ásamt mest 2/3 að ráðherrafulltrúum verða nær einráðir samanber reynslu af almennings hlutafélögum þegar fjöldin er mikill. [Seðlabanki og Endurskoðandi Evrópu þar hjá]
Ráðherrafulltrúarnir er einn frá hverju landi með fullt umboð til að skuldbinda sitt Meðlima-Ríki.
Seðlabanki Evrópu verður yfirbanki Seðlabanka Meðlima-Ríkjanna. Hver um sig æðsta fjármálavald í hverju Meðlima-Ríkjanna. [Lýðurinn hefur valdið til að velja allt hitt]
Þegar Íslenskur lýður hafði langhæstu tekjur í Heimun og margar fjölskyldur fóru tvisvar í til útlanda á ári og sólarferðir vor 4.-5. flokks hótel minnst 3 vikur. Þá Lúxemborg smá sveitasvæði inn í Evrópu og mjög litlar vergar þjóðartekjur þá kom ESB hlið-skipun og Fjárfestingabanki Evrópu og vergu tekjur jukust gífurlega og lýðurinn hafði það aðeins betra. Önnur blásnauð ríki eins og Malta fékk hátækni Lúxus Spítalageira og lýðurinn meira þjórfé. Írland fékk sína hliðskipun og lýðurinn aðeins betri fjárráð.
ESS kom til Íslands með samfélagsgerðar regluverki Sameiningarinnar, ókostirnir sem 2/3 hlutar þjóðarinnar minnst af persónulega reynslu af.
30 ára plan Heimsvaldasinnanna Frakka og Þjóðverja gengur vel, enda miklar kröfur gerðar til greindar í toppstöðum. Aðeins tvær ljótir blettir: Noregur og Sviss.
Íslendingar voru ekki lengi að að elta gulrótina inn í óbeint eignarhald Seðlabanka Evrópu í gegnum þjóna hans. 30% tekjuskerðing 2/3 hluta Íslenska síðan í síðustu þjóðarsátt upphaf ESB var falinn með falskri markaðasamkeppi og lánum.
Fegurðar sjónarmiðið Sameining-Evrópu sem heildar landsvæðis er númer eitt. Það er til lagabálkur um fyrrverandi nýlendur handan hafs, með einhæfan útflutning hrávara.
Ég á ekki vona á að Kommisssion sjá neina ástæðu næstu 10 árinn að láta okkur greiða kostnað við tillögu rétt. Eignarhaldstak hennar á vergum tekjum Íslendinga hámarkar gróða hennar og réttlætir gjafalán síðustu ára. Ódýrlán kallast fjárfestingalán hjá greindum fjármálamönnun. Íslendingu sluppu úr skattpíningu Dönsku sameiningarinnar á sínum tíma. Fína fólkið í Sameiningu Evrópu segir "þeir geta bara farið" [Skuldaþrælarnir].
Kanaríeyjaskeggjar fengu síðast að læra að lesa um 1955; ESB hefur fært þeim mjög ódýr Fræðasetur og hafa þeir nú ná að gera upp á hæðunum.
Það eru núna tillögur að skera niður fjölda í Nefndinni hvað varðar ráðherrafulltrúa.
Þjóðverjar og Frakkar vita að Utanríkis stefna verður sameiginlega innan Sameiningar Evrópu nákvæmlega og fullkomlega. Íslendingar losna við Utanríkisráðherra og utanríkisþjónustu eins og hin Meðlima-Ríkin. Hlið-skipunin vegur þungt í lýðræðislegri sósíalistaískri Kommission Sameiningu; hún er nú bundn í Æðstu stjórnarskrá Evrópu.
Júlíus Björnsson, 23.2.2009 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.