19.2.2009 | 17:31
Hver á Austurhöfn ehf. ?
Í fyrirtækjaskrá er sagt að Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, eig Austurhöfn ehf. Hvergi í gögnum Alþingis er hins vegar að finna heimildir til að stofna þetta einkahlutafélag. Ríkið er því, án allra heimilda, skráð sem eignadi þessa hlutafélags og getur aldrei orðið greiðsluskylt gagnvart þeim skuldbindingum sem félagið hefur gengist undir fram til þessa.
Einnig er hvergi í gögnum Alþingis finnanleg heimild til handa menntamála- og fjármálaráðherrum, til að skuldbinda ríkissjóð vegna byggingar og reksturs tónlistahúss. Sá samningur sem á sínum tíma var gerður, og undirritaður af menntamála- og fjármálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins, er því enn algjörlega á persónulegum ábyrgðum þeirrar, þar sem Alþingi hefur hvorki veitt heimildir til slíkra skuldbindinga eða staðfest hinn gerða samning.
Þá er á það að líta, að viljayfirlýsing ráðherra, um framkvæmdir eða fjárskuldbindingar, hefur ekkert skuldbindandi gildi fyrir ríkissjóð, nema því aðeins að Alþingi hafi veitt ráðherranum heimild til að rita undir slíka skuldbindandi viljayfirlýsingu.
Það verður að segjast, að í þeirri stöðu sem þjóðfélag okkar er nú, og mun verða næsta áratuginn eða svo, er það afar gróf aðför að velferðinni hér í landinu að ætla að henda öllu þessu fjármagni í þetta hús, sem fyrirsjáanlegt er að mun aldrei geta borið sig rekstrarlega. Þegar einnig er til þess litið að samkvæmt áætlun mun í besta falli helmingur ætlaðra starfa verða hér á landi. Einnig mun stór hluti ætlaðra útgjalda verða aðkeypt erlent efni, sem greiða þarf með gjaldeyri sem við eigum ekki og höfum ekki lánstraust fyrir.
Svo virðist sem Alþingi hafi ekki enn tekið á sig neinar skuldbindingar gagnvart þessari húsbygginu. Í ljósi þeirrar stöðu sem fjármál þjóðfélagsins eru nú, væri það hreint brjálæði af alþingismönnum að veita slíka skuldbindingu nú, hvað þá að ljá máls á fjárútlátum vegna þessa óráðsdraums sem þetta hús er.
Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 165580
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Væri ekki viturlegra að byggja eitt stykki áburðarverksmiðju og spara gjaldeyri. Áburður hefur hækkað um 150% á þremur árum.
Þorgeir Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 17:42
Guðbjörn: Er þetta virkilega svona, hefur málið aldrei verið tekið fyrir á Alþingi?, getur það staðist að byggt sé fyrir milljarða án samþykkis kjörinna fulltrúa?, mér hreinlega bergður, ertu ekki að grínast með okkur?.
Magnús Jónsson, 20.2.2009 kl. 11:53
Sæll Magnús! Nei, því miður er ég ekki að grínast. Ég fór að skoða þetta og leitaði í öllum samþykktum Alþingis, aftur fyrir þann tíma sem Austurhöfn ehf. var stofnað og fjármála- og menntamálaráðherrar undirrituðu samning sem sagður var skuldbinda ríkissjóð til greiðslu mikilla fjárhæðar árlega, til nokkurra áratuga, til greiðslu þessarar byggingar og reksturs hennar.
Það kom mér því alveg svakalega á óvart að hvorki hafði verið samþykkt á Alþingi að stofna þetta umrædda félag, Austurhöfn ehf. og ekkert fjármagn samþykkt til greiðslu hlutafjár í slíku félagi. Áðurnefndum ráðherrum hafði heldur ekki verið veitt heimild Alþingis til framangreindrar samningsgerðar og samningurinn aldrei komið til umræðu eða afgreiðslu á Alþingi.
Allt þetta mál segir okkur þau alvarlegu tíðindi að ENGINN stjórnmálamaður á Alþingi virðist hafa skilning á grunnreglum lýðræðis okkar, að þeir einir hafi heimild til að skuldbinda ríkissjóð. Dómgreind þingmanna virðist því orðin afar lítið og skilningur þeirra á gæslustarfi sínu við meðferð ríkisfjármuna, virðist enginn.
Svo mætti alveg taka umræðu um hvort ráðherrar , eða Alþingi, hafi rétt til að skuldbinda ríkissjóð til útgjalda, til margra ára eftir að kjörtímabili líkur.
Guðbjörn Jónsson, 20.2.2009 kl. 13:29
Guðbörn: Ef raðherra hafði ekki heimild Alþingis, hefur þá núverandi ráðherra nokkurt leifi til að halda áfram með framkvæmdina, mér fannst mjög skrítið á sínum tíma þegar ákveðið var að ríki og borg, ætluðu að greiða samtals um 600 miljónir árlega næstu 35 árinn aða svo, taldi þá og tel en að slíkt væri fáránlegur ráðahagur, manst þú hvenær Björn og Ingibjörg skrifuðu undir, langar að kíkja á heimasíðu Björns og lesa skíringar hans á þessu.
Magnús Jónsson, 20.2.2009 kl. 14:10
Magnús! Það er alveg ljóst að ráðherra hefur engar heimildir til ákvaarðana um fjárútlát úr ríkissjóði, eða til ákvörðunar um framkvæmdir sem setja á stofn greiðslukröfu á ríkissjóð, nema hafa til þessa fyrirfram staðfesta heimild Alþingis. Fyrir þessu eru fjölmörg dæmi til viðmiðunar, t. d. vegaáætlun, o.fl. slíkar áætlanir, sem eru undanfari samninga og framkvæmda sem gera á síðar. Slíkar áætlanir veita ráðherra takmarkaða heimild til samninga, innan hverrar áætlunar, en undirritun ráðherra er ævinlega óskuldbindandi fyrir ríkissjóð, þar til Alþingi hefur staðfest það samkomulag sem ráðherra undirritaði.
Allt frá upphafi valdatíðar Davíðs, hafa ráðherrar komist upp með að gera svona samninga, án samráðs við Alþingi, því Davíð hefur alltaf litið á Alþingi sem þjónustustofnun ráðherranna. Og Halldór Ásgríms, var honum sammála að því leiti. Það Alþingi sem ekki vill una þeim ákvörðunum sem þannig eru teknar, getur hafnað þessum samningum, sem þá eru eingöngu á persónuábyrgð þess einstaklings sem undirritaði, þó hann hafi á þeim tíma verið í starfi ráðherra.
Nei, ég man ekki hvenær var skrifað undir, en ég er búinn að óska eftir afritum af öllum umfjöllunum Alþingis um byggingu þessa tónlistarhúss, stofnun einkalutafélagsins Austurhafnar ehf., kjöri í stjórn þess félags og afriti af fjármögnunarsamningnum. Vonandi verður mér ekki neitað um þessi gögn.
Guðbjörn Jónsson, 20.2.2009 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.