Endurreisn Íslensks trúverðugleika

Mér finnst dálítið óþægilegt að horfast í augu við þá staðreynd, sem stöðugt er að koma betur í ljós, að hugmyndafræði margra hagfræðinga, virðist vera svo óþægilega lík þeirri hugmyndafræði "Ný-frjálshyggju", sem nýlega er búin að jarða meginhluta fjármálaumhverfis veraldarinnar.

Sterk sveifla fer um heiminn, sem gerir kröfu til þess að með afgerandi hætti, verði horfið frá þeirri stefnu sem leiddi til hrunsins. Og aftur verði horfið til gamalla gilda um raunverulega verðmætasköpun og viðskipti með raunveruleg verðmæti, en ekki ímyndaðar væntingar um síðari hagnað og hagsæld.

Á öðrum og þriðja fjórðungi síðust aldar, óx hagsæld á Íslandi meira en áður hafði þekkst. Erlendar lántökur voru þá takmarkaðar við nauðsynlega uppbyggingu þjóðarbúsins, en engar erlendar lántökur stundaðar til að stunda fjárhættuspil, byggingar óþarfra húsa, eða til að stunda lítt þarfa verslun og þjónustu.

Á framangreindu árabili óx upp sú kynslóð þjóðarinnar sem á síðustu árum hefur verið að taka við kyndlinum, til frekari uppbyggingar og velsældar í þjóðlífi okkar. Á s.l. áratug fékk þessi kynslóð að reyna hugmyndafræði sína, til framtíðaruppbyggingar þjóðlífsins, og í dag horfum við yfir árangur þeirrar hugmyndafræði, með þjóðfélagið í molum og hrunið viðskiptatraust.

Það er afar mikill misskilningur hjá Gylfa að viðskiptatraust okkar komi aftur með auknu lánsfjármagni. Enginn ALVÖRU viðskiptamaður í eðlilegu umhverfi, trúir því að viðskiptamenntaðir menn á Íslandi hafi ekki verið meðvitaðir um í hvað stefndi, í það minnsta þremur árum áður en hinar endanlegu þrengingar leiddu til falls bankanna.

Það eru því ekki peningarnir sem munu endurreisa viðskiptatraust okkar, heldur opinber og raunsæ stefnu- og viðhorfsbreyting viðskiptamenntaðra manna, sem og meginþorrar þjóðarainnar, varðandi heiðarleika og opna og falslausa umfjöllun um glæfraverk sem beinlínis stefna þjóðinni í vandræði.

Þjóðin sem slík, skuldar erlendum lánadrottnum ekki mikið fé. Erlendir lánadrottnar eiga hins vegar veruleg verðmæti inni hjá þeim bönkum sem lentu í þroti, vegna barnaskapar og græðgi stjórnenda þeirra. Samningar þessara aðila eru stjórnvöldum óviðkomandi, enda átti ríkið ekkert í þessum bönkum þegar þeir hrundu; og er þar af leiðandi óviðkomandi skuldastaða þeirra.

Við Gylfa vil ég segja þetta.  Það eru sem betur fer margir menn hér á landi, sem hafa fulla trú á getu þjóðarinnar til að endurreisa efnahag sinn og viðskiptaálit á komandi áratugum og þekkingu til að skipuleggja slíkt. Það væri undarleg fyrirhyggja hjá forsjáraðila, sem fengi óvitanum aftur í hendur eldspítur, eftir að hann hefði kveikt í húsinu og brennt það næstum til grunna, með óvitaskap sínum.

Biddu því þjóðina ekki um að verða aftur hleypt í aðstæður til frekari erlendrar lántöku, til endurreisnar á "fjármálamarkaði" hér á landi, meðan fagmenn í rekstrarfræðum eru EKKERT farnir að koma í framkvæmd starfsemi sem skapar atvinnu og gjaldeyrir

Það er ennþá til töluverður fjöldi manna í landinu, sem veit hvernig á að byggja upp raunveruleg verðmæti, velsæld og velferð, án þess að þurfa "fjármálamarkað" til að glata peningunum.           


mbl.is Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hægt að skrifa þetta betur! Mætti ég þó bæta við hæfilegu magni af "auðmýkt". Þar með vildi óska að þessi skrif gætu orðið íslendingum að leiðarljósi um ókomna tíð. Fyrr fáum við ekki eðlileg samskipti við aðrar þjóðir.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:18

2 identicon

Frummælandi skrifar: 

"Biddu því þjóðina ekki um að verða aftur hleypt í aðstæður til frekari erlendrar lántöku, til endurreisnar á "fjármálamarkaði" hér á landi, meðan fagmenn í rekstrarfræðum eru EKKERT farnir að koma í framkvæmd starfsemi sem skapar atvinnu og gjaldeyrir

Það er ennþá til töluverður fjöldi manna í landinu, sem veit hvernig á að byggja upp raunveruleg verðmæti, velsæld og velferð, án þess að þurfa "fjármálamarkað" til að glata peningunum"

 Þetta er útúrsnúningur. Við getum þurft að geta notið lánstraust nágrannaþjóðanna í öðrum tilgangi en til að byrja á sömu vitleysu aftur!

Skuggi (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 00:09

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Vel orðað Guðbjörn.

Magnús Sigurðsson, 22.2.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband