Að lækna sjúkdóm, eða leysa frá þrautum.

Það mikilvægasta fyrir okkur, er að átta okkur á að í heilbrigðismálum höfum við ekkert heilstætt "kerfi". Af hverju skildi ég segja þetta. Jú ég segi þetta vegna þess að ef hér væri "kerfi", sem miðaði að því að hver sem ekki er heilbrigður og leitar læknis, snúi til baka frá "kerfinu" með lausn á sínu vandamáli, í hvaða formi sem sú lausn er, og sú lausn skili honum aftur heilbrigði sínu, sé þekking og tækjabúnaður til slíks tiltækur, þá gætum við talað um "KERFI".

Þannig er þetta ekki í dag. Sá sem finnur fyrir vanlíðan og leitar á heilsugæslustöð, eða til læknis, fær eftir einhverja bið stutt viðtal við lækni. Þar lýsir hinn sjúki upplifan sinni af því sem hrjáir hann. Læknir veltir lýsingum sjúklings fyrir sér, framkvæmir kannski lauslega skoðun, og skrifar svo resept á líklegt lyf, til að minnka vanlíðnina. Með það er hinn sjúki sendur heim, án þess að fá nokkrar upplýsingar um hvað valdi vanlíðan hans.

Þegar hinn sjúki gengur út frá lækninum á heilsugæslunni, veit læknirinn jafn lítið og sjúklingurinn um hvað olli vanlíðan þess sem hjá honum var. Hann hefur engan tíma til að velta því fyrir sér. Rekstrarafkoma læknastöðvarinnar byggir á því að hver læknir skili í gegn einum sjúkling á hverjum 20 mínútum. Hann losaði sig því við hinn sjúka, og sjúkdóm hans, með því að selja honum einn skammt af framleiðslu einhvers lyfjafyrirtækis, sem hugsanlega léti hann finna minna fyrir þeim sjúkleika sem væri að grassera í líkama hans. Læknirinn hugsar ekki meira um þann sem farinn er, því nú er komið að því taka á móti næsta sjúkling, og losa sig líka við hann með einum skammti af framleiðslu einhvers lyfjafyrirtækis.

Þetta er náttúrlega ekki "heilbrigðiskerfi", heldur sölustofnun lyfjaframleiðenda.

Það sem hér að ofan er lýst, er raunveruleiki sem alltof oft blasi við, í því sem við köllum í daglegu tali "heilsugæslu".  Margir fara ítrekað í svona heimsóknir til lækna, í þeirri von að hitta einhvertíman á lækni sem hafi sannan áhuga á að finna hvað valdi vanlíðan sjúklingisns, og vinni að því að finna lausn á því. Ef vandamálið sé utan þess sviðs sem hann geti sjálfur annast, sendi hann sjúklinginn til einhvers sem hann treystir til að finna orsökina fyrir vanlíðaninni.

Þegar fundið væri, undir hvaða sérsvið sjúkleiki sjúklings heyrir, er honum úthlutað sérfræðilækni á því sviði, sem haldi utan um alla læknismeðferðina, og hafi hina faglegu ábyrgð á að skila sjúklingnum aftur út í lífið, eins heilbrigðum og þekking og tækjabúnaður geta best gert.

Ef það sem lýst er hér í lokin væri óbrigðult ferli, ef leitað væri læknis, væri hægt að tala um "kerfi" í heilsugæslu. En, því miður. Ekkert "kerfi" lækninga er til í dag í heilsugæslunni.

Hins vegar eigum við aldeilis frábært viðgerðarkerfi, sérsveitir skurðstofa og gjörgæslna, sem fyllilega standast samanburð við það besta sem gerist annars staðar í veröldinni. En, því miður er greiningardeildin, þ. e.  heilsugæslan, ómarkviss og nánast ónothæf til "heilsugæslu"       


mbl.is Virðing þegar dauðinn nálgast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Við búum við kerfi sem tekur á afleiðingum en ekki orsök, með þeim hætti verður t.d. hagnaður lyfjaframleiðenda meiri.

Eða eins og maðurinn sagði;  Sjáið hvað við höfum gert, öllu hefur verið snúið á hvolf; læknar skemma heilsu, lögfræðingar hundsa réttlætið, háskólar eyðileggja þekkingu, ríkisstjórnir skerða  frelsið, stærstu fjölmiðlarnir rangtúlka upplýsingar og trúarbrögðin sniðganga anda giftuna.  Michael Ellner.

Magnús Sigurðsson, 3.3.2009 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband