Það eru einmitt svona skrif sem gera menn ótrúverðuga

Með hliðsjón af því sem Jón Sigurðsson skrifar í þessum pistli sínum, má þjóðin greinilega þakka fyrir hve stuttan tíma hann gengdi starfi Seðlabankastjóra. Annað hvort beitir hann í skrifum þessum vísvitandi ósannindum, eða að vit hans á fjármálum þjóðar er ekki boðlegt því starfi sem hann tók að sér, er hann gerðist Seðlabankastjóri.

Jón er greinilega reiður. Líklegasta skýringin á því er að með breytingum á lögum um Seðlabankann var kippt undan valdsþætti Framsóknarflokksins, að velja "sinn" fulltrúa, sem einn af þremur bankastjórum bankans. Þetta er náttúrlega gífurleg skerðing á valdsstjórnun í peningaumhverfi þjóðarinnar, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir ákveðinn hóp "vildarvina".

Það er einmitt svona óheiðarleiki í skrifum og vinnubrögðum sem þjóðin þarf að losa sig frá, til að eðlileg og heiðarleg uppbygging geti hafist, og traust skapist að nýju, til þeirra einstaklinga sem gegna munu mikilvægustu störfum við stjórnun þjóðfélagsins.

Þarna talaði greinilega gamli Framsóknarflokkurinn. Nú er vert að taka eftir viðbrögðum hinnar nýkjörnu forystu þess flokks, hvort hún tekur undir óheiðarleika og ósannindi fyrrverandi formanns flokksins, eða hvort nýja forystan vísar svona vinnubrögðum alfarið á bug.              


mbl.is „Hvað er faglegt við þetta?"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Skrif Jóns Sigurðssonar minna mig á þá staðreynd sem amma Davíðs kenndi mér á sínum tíma, að úr rotþró kemur alltaf skítur.

corvus corax, 4.3.2009 kl. 12:58

2 identicon

Samfylkingin er spilltasti flokkur landsins með ÓRG í farabroddi fylkingar.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 14:14

3 identicon

Ég held að almennt hafi fólk andað léttar eftir að ljóst var að útlendingur tók við seðlabankastöðunni. Þá getur maður verið viss um að hann er ekki flæktur í einhverja hópa og klíkur. Aumingja Jón, alveg búinn á því.....

Ína (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 15:19

4 Smámynd: gummih

Tvær auðveldar spurningar.

1. Hvaða ósannindi ertu að tala um?

2. Hver af Seðlabankastjórunum þremur sem nú eru farnir var fulltrúi framsóknar?

gummih, 6.3.2009 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 165584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband