Bændasamtökin ákveða ekki verð til neytenda

Ég fæ ekki betur séð en Samkeppniseftirlitið hafi með úrskurði sínum á Bændasamtökin sýnt ótrúlegan dómgreindarskort. Ég veit ekki til þess að nein þeirra fyrirtækja sem selja landbúnaðarvörur, taki við fyrirmælum frá Bændasamtökunum um á hvaða verði þau selja afurðir sínar til neytenda.

Til áréttingar þessu langar mig að benda fólki á það sem ítrekað kom fram í fréttum s.l. haust, rétt fyrir sláturtíð, er greint var frá því að bændur væru ósáttir við að fá engar upplýsingar um hvert skilaverð yrði til þeirra, vegna þess að sláturleyfishafar væru ekki enn búnir að ákveða hvað þeir myndu greiða mikið fyrir kílóið af kjötinu.

Þá má geta þess að einungis einn aðili hefur heimild til að selja mjólk og er sá sami aðili í markaðsráðandi stöðu hvað varðar aðrar mjólkurvörur. Þessi aðili, Mjólkursamsalan, gefur út ákveðið verð sem greitt er til bænda, háð próteingæðum og fituinnihaldi mjólkurinnar sem keypt er af bændunum. Einveldi Mjólkursamsölunnar er meira að segja svo mikið, að þar á bæ er einhliða ákveðið hvað greiða skuli fyrir lítrann af þeirri mjólk sem bændur framleiða umfram sinn kvóta.  Umframmjólk hefur ekki verið greidd fullu verði, þó allar afurðir sem unnar eru úr þeirri mjólk, séu seldar neytendum á fullu verði. Þarna skákar Mjólkursamsalan algjörlega í skjóli einveldisstöðu sinnar, þar sem bændur geta ekkert annað en látið hana hafa umframmjólkina, því enginn annar kaupandi er tiltækur.

Þegar horft er á verðlagsmál landbúnaðarvara, ætti flestum skynsömum mönnum að vera ljóst að bændur hafa engin tök á verðlagningu þeirra til neytenda. Af þessu er því ljóst að Samkeppniseftirlitið hefur skilið skynsemina eftir einhvers staðar, því bændur geta ekki haft samráð um þætti sem þeir hafa engin tök á.       

               


mbl.is Ekkert ólöglegt samráð hjá BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Af hverju hefur þú áhyggur af MS?

Farðu og sjáðu verðskránna hjá þeim á heimasíðunni. álagning mjólkurvörum er nokkuð eðlileg.

Veltu fyrir þer, að bændur fá 80 krónur fyrir kg af kartöflum, síðan greiða þeir flutting, ca 4 krónur á kg og pökkun í 2 kg poka kostar um 20 krónur, þeir fá þá ca 56 kall.

Tveggja kílóa poki af kartöflum kostar 189-250 í Bónus.

Ertu ekki sjálfur að benda á rangan sökudólg?

Þar fyrir utan. hver ætti að greiða fyrir umframmjólk þegar ekki tekst að selja hana?

kv.

Jón Þór

jonthorh (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 16:29

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Lög eru lög engin stétt er undanþegin ekki einu sinni bændur

Finnur Bárðarson, 7.3.2009 kl. 16:49

3 identicon

Vona að þú hafir ekki verið ráðgjafi í samkeppnismálum. Ef þú gefur þér smá tíma og lest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins áður en þú tjáir þig um hana opinberlega þá sérðu að ekki er verið að fjalla um mjólkur- og sauðfjárbændur, enda lúta þær búvörur almennt opinberri verðlagningu. Ákvörðunin lýtur m.a. að svínakjöti, kjúklingum og eggjum. Spurning hvar dómgreindarskorturinn liggur?

Maggi (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 17:14

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Þið eruð skemmtilegir strákar.  Þetta er líka afar broslegt með Samkeppniseftirlitið. Það sektaði Bónus um nokkur hundruð milljónir fyrir að selja vörur undir kostnaðarverði.

  Svo sekta þeir bændur fyrir að ræða um að þeir þurfi að fá hækkun á afurðaverði, vegna hækkunar á framleiðslukostnaði. Það þýðir raunverulega að þeir vildu ekki þurfa að selja vörur sínar undir framleiðslukostaðarverði.

Ef þeir hefðu ekki rætt um þessar hækkanir, heldur bara selt vörur sínar undir kostnaðarverði, hefðu þeir líklega, eins og Bónus, fengið sekt fyrir að selja vörur sínar undir kostnaðarverði og raska þar með samkeppnisstöðu á markaðnum.

Mér finnst einhvern veginn að Samkeppniseftirlitið vanti eitthvað jarðfast til að standa á. Þessi rök og framkoma þeirra heldur engu vatni. 

Guðbjörn Jónsson, 7.3.2009 kl. 22:53

5 identicon

Bónus er í markaðsráðandi stöðu en ekki bóndinn, sem er forsenda misnotkunar á markaðsráðandi stöðu (t.d. að selja undir kostnaðarverði).

Maggi (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 10:19

6 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Maggi!  Fáðu þér sterkt kaffi og klóraðu þér aðeins í höfðinu, ef það gæti hreyft sellurnar. (bara djók)  Bónus er með marga samkeppnisaðila, þó þeir séu ef til vill stæstir.

Bændasamtökin hafa hins vegar engan samkeppnisaðila og eru þar af leiðandi einir um markaðinn, fyrir utan innfluttar matvörur.

Svo eiga allir að vera jafnir fyrir lögunum, hvort sem þeir eru stórir eða smáir, þegar um er að ræða sama ætlaða lögbrotið. 

Guðbjörn Jónsson, 8.3.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband