11.3.2009 | 14:57
Sérkennileg framganga Sjálfstæðisflokksins.
Framganga Sjálfstæðismanna á Alþingi nú, verkur óneitanlega athygli. Afar lítið fer fyrir þjóðhollustu þeirra. Hins vegar virðast þeir berjast eins og óuppaldir ofvirknisjúklingar, fyrir því að fá enn að ráða öllu varðandi stjórnun þjóðfélagsins. Þó þeir hafi sýnt svo rækilega, einkanlega undanfarna mánuði, að þeir beita alls ekki styrk sínum í þágu þjóðarheildarinnar.
Framganga þeirra gegn frumvarpi til stjórnskipunarlaga er svolítið sérstök, þegar tekið er tillit til þess sem farm kemur í þessu tiltekna frumvarpi. Þar er lagt til að þjóðin eigi þær auðlindir sem ekki eru í einkaeigu, og að ekki megi selja þær eða láta þær varanlega af hendi. Þetta virðist fara sérstaklega illa í taugakerfi Sjálfstæðismanna, sem þó hafa lagt í mikinn herkostnað gegn landeigendum, í svonefndum "Þjóðlendumálum", til að ná undir ríkið sem mestu af jarðnæði landsins, með þeim auðlindum sem þar kunni að finnast.
Þarna er svo einkennileg þverstæða í rökfræði Sjálfstæðismanna að það jaðrar við geðklofa. Auðlindir þjóðarinnar sem fáeinir "vildarvinir" Flokksins arðræna og misnota, án nokkurra traustra lagaheimilda, má alls ekki kveða á um með skýrum hætti að séu, og skuli um alla framtíð vera sameign þjóðarinnar. Hins vegar eyða þeir hundruðum milljóna af fjármunum ríkisins, í greiðslur til lögfræðinga, til rökstuðnings við að ríkið (þjóðin) eigi rétt á auðlindum sem hingað til hefur verið sátt um að tilheyri eignarrétti lögbýla.
Því verður ekki neitað að það er á ákveðinn máta sorglegt að lesa um framgöngu Sjálfstæðismanna á Alþingi, allt aftur til stofnunar lýðveldis okkar á árinu 1944. Starx við gerð fyrstu stjórnarskrár lýðveldisins, gengu þeir fram af hörku til að ná öllum völdum lýðveldisins undir sinn vilja, með því að ræna völdum æðsta valdsins (forsetans/áður konungsins) inn til Alþingis, og gera þjóðina þannig háða vilja alþingismanna.
Sem stærsti stjórnmálaflokkurinn, sáu þeir auðvitað hve miklar líkur væru á því að þeir væru oftast í stjórn, en sjaldan í stjórnarandstöðu. Þeirra framganga hefur ævinlega verið með þeim hætti að þeir ávaxta ekki pund þjóðarheildarinnar. Þeirra aðalsmerki hefur ævinlega verið sérhagsmunir útvalinna fylgismanna þeirra.
Fyrstu áratugi lýðveldisins, gekk Sjálfstæðismönnum frekar illa að fá langvarandi samstarf við aðra stjórnmálaflokka, því hinir flokkarnir voru allir félagslega hugsandi. Það er því fyrst með stofnun Viðreisnarstjórnarinnar 1959, sem myndast langtímasamband, er Alþýðuflokkurinn gekk til samstarfs við Sjálfstæðismenn. Það tímabil varð 12 ár.
Segja má að Alþýðuflokki hafi tekist að koma ýmsu góðu til leiðar á þessu tímabili, en Sjálfstæðismenn unnu einnig ötullega á sínum hagsmunavetvangi. Þeir voru þá, ekki síður en nú, kolfnir í fylkingar undir kápunni. Innan Flokksins var hópur sem hafði heildarhagsmuni sem forgangsatriði, en sá hópur þynntist með árunum, þegar eldri menn viku fyrir hinum yngri, sem ekki skildu hagsmuni þjóðarheildarinnar.
Vegna allrar þessarar forsögu Sjálfstæðismanna er vel skiljanlegt hve harkalega þeir leggjast gegn setningu laga um Stjórnlagaþing, þar sem stjórnarskrá lýðveldisins verði breytt, án beinnar aðkomu Alþingis eða sjórnmálaflokkanna. Með þeirri aðferð sem nú er boðuð, er beinlínis verið að taka af þeim neitunarvald gegn breytingum stjórnarskrár, sem þeim finnast hagsmunum sínum óhagstæð. En á þessu neitunarvaldi hafa ævinlega strandað þær breytingar stjórnarskrár, sem mest þörf hefur verið á að koma í framkvæmd.
Með ákveðnum hroka tókst þeim að komast upp með, á Alþingi 1944, að telja sjálfgefið að alþingismenn væru þeir einu sem treystandi væri til að bera hagsmuni þjóðarheildarinnar fyrir brjósti. Þeir ljáðu því ekki máls, utan einstaka þingmanna þeirra, að hægt væri að treysta þeim einstakling sem þjóðin mundi kjósa fyrir forseta, til að hafa að leiðarljósi hagsmuni sem þeir gætu sætt sig við. Hvers vegna skildi það hafa verið?
Á þessum tíma voru tiltölulega fáir Íslendingar sem töldust efnaðir menn. Meginþorri þjóðarinnar var svona rétt sjálfbjarga með nauðþurftir. Mjög margir áttu sér þó þann draum að verða efnahagslega sjálfstæðir, en það var einmitt grunnhugtak Sjálfstæðisflokksins í öndverðu. Hugtak sem veiddi vel, meðan margir áttu "sjálfstæðisdrauminn" í framtíðarsýn sinni.
Þegar Sjálfstæðismenn sáu hve auðveldlega þeir gátu blekkt stóran hluta þjóðarinnar til að kjósa stefnu Flokksins, þó grundvallargildum þeirrar stefnu væri ekki framfylkt í framkvæmdinni, var eðlilegt að þeir ályktuðu sem svo að einhver snjall einstaklingur gæti blekkt þjóðina til að kjósa sig sem forseta, en koma svo í ljós, eftir kosningar, sem harður andstæðingur þeirrar sniðgöngu stefnuskrár sinnar, sem Sjálfstæðismenn hafa alla tíð stundað. Þetta var hætta sem Sjálfstæðismenn gátu ekki tekið. Þess vegna mátti forsetinn ALLS EKKI hafa óumdeild völd.
Greinilega er innri hugmydafræði um vegtyllur innan Sjálfstæðisflokksins, enn undir sömu áhrifunum. Það sýnir glöggt framganga þeirra nú í stjórnarandstöðu, eftir að hafa hrakist úr stjórnarráðinu vegna hræðslu við að takast á við spillt yfirgangsöfl í innri hring valdakerfis Flokksins.
Nú reynir því á þjóðina, hvort hún hafi þroskast nóg, til að hugsa sjálfstætt og í löngu samhengi, hvað það sé í raun sem hafi valdið því hruni sem við erum að ganga í gegnum.
Umræðu um stjórnarskrárfrumvarp frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 165584
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.