Hámarka þarf verðmæti úr takmörkuðum auðlindum þjóðarinnar

Líklega byggist afstaða stjórnar Jötuns á því að þeir hafi gleymt því að afrakstur fiskimiða okkar hefur frá öndverðu verið hráefni verðmætasköpunar þjóðarinnar og sú verðmætasköpun hafi einungis að hluta til farið fram með því að sjómenn veiði fisk.

Í sjálfu sér er eðlilegt að menn hafi gleymt þessu, þar sem meira en aldarfjórðungur er síðan útvegsmenn rændu fiskverkafólkið, og um leið þjóðarbúið, hluta af heildartekjum hinna unnu sjávaráfurða, sem þjóðin seldi, áður en útvegsmenn sölsuðu undir sig meginhluta verðmætis fiskimiðanna og seldu úr landi sem hráefni til fullvinnslu í útlöndum.

Við upphaf fiskveiðistjórnunar, eða á árinu 1986, varð heildarafli á Íslandsmiðum 1.651.357 tonn. Heildar söluverðmæti þessa afla varð kr. 35.468.286.000 krónur, eða sem svaraði kr. 145.569 á hvern einasta íbúa landsins. Hlutdeild sjómanna og útvegsmanna í þessari verðmætasköpun, að meðtöldum löndunum og sölum erlendis, var rétt um 52.92% eða kr. 18.770.796.000.

Það sem hér er nefnt, er einungis ein af mörgum birtingarmyndum hins rangláta fiskveiðistjórnunarkerfi, sem varð til nánast án allrar umræðu, vegna þess að útvegsmönnum tókst að skapa sér pólitískan velvilja stjórnmálamanna sem í raun voru óvitar hvað varðar þjóðarhagsmuni. Þeir leyfðu útvegsmönnum að sölsa undir sig meginhluta af hráefni fiskvinnlsunnar í landinu, til að selja það úr landi sem hráefni, til frekari úrvinnslu og neytendapakkningar í öðrum löndum.

Afleiðingarnar urðu, eins og löngu er orðið kunnugt, algjört hrun á atvinnulífi sjávarbyggðanna í kringum landið, en þar hafði fiskvinnsla víða verið 40 - 50% atvinnulífs í byggðunum, og í raun verið undirstaða margra annara atvinnugreina.

Óhjákvæmilegt er, við þá endurskipulagningu á þjóðfélagi okkar, sem nú þarf að fara fram, að tekið verði til gagngerar endurskoðunar og hámörkunar, verðmætasköpunin úr auðlindum fiskimiða okkar. Eigingirni sjómanna og útvegsmanna, sem nánast hafa einokað þessi verðmæti undanfarna áratugi, verða menn að setja niður í kassa og loka vel, svo slíkur hugsunarháttur hvíli í ró og gleymist.

Við lítum þann mann ekki mjög hýru auga, sem vill bara njóta tekna sinna SJÁLFUR, en ekki leyfa konu sinni, börnum eða öðrum fjölskyldumeðlimum að njóta heimilistekanna með sér, vegna Þess að hann sótti tekjur, vann fyrir þeim, og kom með þær inn á heimilið. Hann eigi því EINN rétt á að ráðstafa þeim að eigin vilja.

Í smækkaðri mynd er það einmitt þetta sem stjórn Jötuns er að segja, án þess að þeir geri sér fulla grein fyrir því, vegna skorts á heildarhugsun; hugsun um aðra fjölskyldumeðlimi, þ. e. þjóðfélagsþegna.

Það er eðlilegt að slík heildarhugsun sem hér er vakin athygli á, virki framandi og ókunnuglega fyrir mörgum, þar sem slík hugsun hefur ekki verið kennd í fræðslu eða uppeldismálum í nokkra áratugi. Á sama tíma hefur lífsgæðum verið haldið uppi með sífelldum erlendum lántökum, sem nú verða ekki auknar á næstunni, vegna hruns á fjármálakerfum heimsins.

Við verðum því að endurstilla þjóðfélagsmynd okkar og byggja undirstöður okkar á eigin tekjumyndun þjóðarinnar, en ekki reikna með erlendum lánveitingum til að halda uppi neyslu- eða þjónustustigi. Sá tími er liðinn.         


mbl.is Vilja ekki skerða ferskfisksútflutning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 165584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband