Vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki eðlilegt lýðræði ?

Það vakti athygli mína við lestur alls sem sagt var og skrifað á Alþingi í sambandi við setningu fyrstu stjórnarskrár Lýðveldis okkar, hve Sjálfstæðismenn voru andvígir því að þjóðin hefði beina aðkomu að gagnrýni á störf Alþingis, í gegnum það ákvæði að forseti hafni undirritun laga og vísi þeim þar með til þjóðarinnar.

Engu var líkara en Sjálfstæðismenn teldu sig þurfa sérstaklega á því að halda að eðlilegur lýðræðislegur vilji þjóðarinnar gæti ekki stöðvað ætlunarverk þeirra við lagasetningu. Marg oft kom fram að þeir treystu ekki á að forsetinn færi að öllu eftir vilja þeirra, þess vegna væru sterkar líkur á að hann tæki vilja þjóðarinnar fram yfir vilja Sjálfstæðismanna og neitaði um staðfestingu laga. Af þessum ástæðum kröfðust Sjálfstæðismenn þeirrar þverstæðu í upphaflegu stjórnarskránni, að lagafrumvarp sem Alþingi samþykkti, yrði að lögum þó forsetinn staðfesti þau ekki, en féllu úr gildi ef þjóðin hafnaði þeim. 

Á þeim tíma sem leið, frá samþykkt lagafrumvarps á Alþingi, þangað til búið var að halda þjóðarakvæðagreiðslu um þau, gat hin umrædda lagasetning verið búin að vinna allan þann skaða sem af slíkum lögum yrði; sem þá yrði ekki bættur því lögin voru í gildi á þeim tíma sem skaðinn varð.

Nú eru Sjálfstæðismenn drulluhræddir um að eðlileg og réttlát stjórnarskrá verði samin af stjórnlagaþingi, án þess að þeir geti beitt sinni alkunnu frekju og klækjabrögðum til að ná fram vilja sínum. Þetta má vel merkja af gjammi stuttbuxnaliðsins, sem einróma gjammar flokkshollustuna af álíka eldmóð og öfgatrúarhópar eru sakaðir um að  boða trúarrit sín.

Berið þið saman eldmóðinn í trúarboðskap gjammaranna hjá Sjálfstæðismönnum og ofsatrúarhópa múslima, gyðinga, eða annara trúarhópa. Sjáið hvað einstrengisnhátturinn er líkur.       

 


mbl.is Tekist á um stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Málflutningur þeirra lýsir ótrúlegum hroka og dónaskap í garð okkar landsmanna

Aðalheiður Ámundadóttir, 18.3.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband