Fyrirtækin sjálf greiða EKKERT til lífeyrissjóðanna

Í þessari frétt virðist Vilhjálmur halda fram fullyrðingu sem hann á að vita að er kolröng. Allar greiðslur sem til lífeyrissjóða fara eru hluta af launakjörum starfsmanns. Ekkert framlag atvinnurekenda er greitt til lífeyrissjóða.

Samtök atvinnurekenda hafa lengst af verið afar hjákátlegur hópur, sem virðist eiga erfitt með að skapa sér, af eigin verðleikum, velvilja og virðingu meðal þjóðarinnar. Eitt skýrasta dæmið um þetta er krafa þeirra um að skipa stjórnarmenn í lífeyrissjóðina, þó engin uppsöfnun fari þar fram undir nafni þeirra eða kennitölu.

Starx við upphaf lífeyrissparnaðar, var ljóst að launafólk yrði að fara milliveg að því 10% marki sem sett var sem skyldugreiðsla til söfnunar lífeyrisréttinda. Eins og venjulega, voru atvinnurekendur ekki reiðubúnir til að fallast á eðlilegar launahækkanir. Millilending varð því sú að launafólk gaf eftir 6% af kröfu um beint reiknuð laun, en í stað þess greiddi atvinnurekandinn, í nafni launamannsins, þessi 6% til þess lífeyrissjóðs sem starfsmaðurinn tilheyrði.

Staðreyndir eru þær, að ENGAR eignauppsafnanir eru í lífeyrissjóðum landsmanna undir nafni neins atvinnurekanda. Allar eignir lífeyrissjóðanna eru tengdar nafni launafólks. Atvinnurekendur hafa því engan rétt til setu í stjórnum söfnunarsjóða lífeyrisréttinda launafólks; og þeir hafa ALDREI haft neinn rétt til stjórnarsetu þar.

Í ljósi þessa segir ég við Vilhjálm okkar blessaðann. Gerðu þig ekki að meiri kjána í augum almennings en nauðsyn krefur. EF atvinnurekendur EIGA innistæðu í einhverjum lífeyrissjóðum launafólks, væri gagnlegt að fá upplýsingar um nafn þeirra sjóða.            


mbl.is Hugmynd um lífeyrissjóði án fulltrúa SA ótæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er rétt athugað.

Jakob Falur Kristinsson, 19.3.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 165770

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband