Þeir sem kynna sér framgöngu Sjálfstæðismanna við stofnun Lýðveldis á Íslandi; hvernig þeir náðu mikilvægum völdum frá þjóðinni, ættu ekki að vera hissa á ósvífni þeirra nú, gegn eðlilegri framgöngu lýðræðislega tekinnar ákvörðunar.
Engum vafa er undirorpið að það sé vilji mikils meirihluta þjóðarinnar, að gerðar verði gagngerar breytingar á stjórnarskrá okkar. Engum vafa er heldur undirorpið að mikill meirihluti þjóðarinnar vill að aðrir en stjórnmálamenn beri hitann og þungann af því að endursemja stjórnarskrána.
Það eina sem lesið verður út úr hamagangi Sjálfstæðismanna nú, er að þeir telja fullvíst að þjóðin muni taka aftur til sín þau völd sem Sjálfstæðismenn rændu hana við stofnun Lýðveldisins á sínum tíma. Þessi hræðsla er skiljanleg, en sýnir engu að síður afar litla virðingu þessa stjórnmálaflokks fyrir lýðræðislegum vilja, sé sá vilji andsnúinn hagsmunum máttarstólpa Flokks þeirra.
Afar holur er hljómur Sjálfstæðismanna um að það þurfi meiri tíma til að ræða boðaðar stjórnarskrárbreytingar, þegar þess er gætt að ÞEIR SJÁLFIR, stóðu að eyðileggingu atvinnulífs á landsbyggðinni, með setningu laganna um fiskveiðistjórnun. Engin umræða fór fram um þær breytingar og voru mikilvægustu eyðileggingarþættir þeirra laga látin fara hraðferð í gegnum þingið á næturfundum, undir lok þingstarfa að vori.
Hvers vegna tala fjölmiðlar ekki við Sjálfstæðismenn eins og fullorðið fólk, og leggi fyrir þá gagngerar spurningar um fyrri virðingu þeirra fyrir lýðræði og vandaðri umræðu, sem undanfara mikilvægra ákvarðana?
Rætt um stjórnarskrá til klukkan 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Ótti þessa flokks við aukið lýðræði og aukna þátttöku þjóðarinnar við ákvarðanatöku í veigamiklum málum má vera okkur umhugsunarefni í kosningunum nú í vor.
Svo verður fróðlegt að fylgjast með tilteknum bloggsíðum eftir frumsýningu á Draumalandinu þeirra Andra Snæs og Þorfinns Guðnasonar.
Árni Gunnarsson, 4.4.2009 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.