Óttast Sjálfstæðisflokkurinn þjóðina ?

Þeir sem muna hvaða virðingu Sjálfstæðismenn sýndu minnihlutanum á Alþingi, þann tíma sem þeir voru sjálfir í meirihluta, brosa nú góðlátlega að bægslagangi þeirra nú, þegar meirihlutaviljinn er andsnúinn vilja Sjálfstæðismanna.

En Sjálfstæðismenn eru hvorki veikgeðja né heimskir. Þeir eru hins vegar miklir meistarar í að stýra þjóðfélagsumræðum og  hvaða atriði það eru sem þjóðin er upptekin af hverju sinni. Þetta hafa þeir svo iðulega sýnt, og þannig komist hjá að athygli þjóðarinnar og umræða beinist að málefnum sem Sjálfstæðisflokknum eru andsnúnar.

Nú er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sem minnst umræða verði um öll þau mistök sem gerð voru í valdatíð Sjálfstæðisflokksins; frjálshyggjuna, einkavæðinguna og fjármálasukkið. Einnig er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að engin umræða verði um þá skemmdarstarfsemi sem unnin var á lagaumhverfi þjóðarinnar, þann tíma sem þeir sátu við völd.

Sjálfstæðismenn finna ævinlega hentuga leið til að halda umræðunni fjarri þeim málum sem þeir vilja ekki ræða. Svo er einnig nú. Þess vegna beita þeir öllum þingstyrk sínum til að halda gangandi umræðu um stjórnarskrármálið. Uppgefna ástæðan er sú að þeir séu á móti því að slík mál séu afgreidd án samþykkis Sjálfstæðismanna. Raunveruleikinn er hins vegar sá að þarna var til staðar afar heppileg leið til að halda athygli þjóðarinnar fjarri þeim málefnum sem Sjálfstæðismenn vilja EKKI ræða, nú fyrir kosningarnar.

Þeir vita sem er, að þjóðin mun ekki treysta þeim fyrir stjórnarforystu á næsta kjörtímabili og í þeirri stöðu sem flokkur þeirra er í nú, er mikilvægast að lágmarka svo sem hægt er, þann tíma sem kosningabaráttan stendur, því sú umræða getur EKKERT annað en skaðað traust og fylgi Sjálfstæðisflokksins.

Verði þeir trúir þeim viðhorfum sem hér hafa verið kynnt, finnst mér líklegast að þeir haldi Alþingi gangandi fram til 18. apríl n.k., þannig að opin pólitísk stjórnmála- og kosningaumræða standi einungis í eina viku. Sá tími ætti að duga þeim til að koma í veg fyrir vandaða málafylgni andstæðinga sinna og halda umræðunni eingöngu við fjármálaklúðrið, sem þeir geta auðveldlega kennt bönkunum um.           


mbl.is Enn langt í land eftir 36 tíma umræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Enn og aftur er ég 100% sammála því sem þú segir, og það er sorgleg staðreynd að RÁNFUGLINN óttast þjóð sýna, þeir vilja eðlilega ekki að þjóðin hafi áhrif, enda snýst allt orðið um "völd" og því að "halda völdum".  Þeir eru ennþá í vissu áfalli yfir því að vera búnir að missa þessi völd og sjá fram á að frekar líklegt er að þeir komst ekki til valda næstu árin eða svo.  Því leggja þeir ofuráherslu á að stöðva stjórnarskrárbreytingar sem taka frá þeim "völd", þeim hugnast það illa, mjög illa....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 5.4.2009 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband