Vel skal til þess vanda, sem lengi á að standa

Fyrir tæpum tveimur árum sagði ég að óhugsandi væri að sá vöxtur sem var í verði og sölu áls, gæti staðið nema í eitt til tvö ár. Ef þetta hefði verið í fyrsta skipti sem sú sýn sem ég fæ oft á framtíðina, væri að verða að raunveruleika, væri hægt að tala um ágiskun. En þar sem svona sýnir hafa birst mér í nokkra áratugi, og ævinlega orðið að raunveruleika í fyllingu tímans, er ég löngu hættur að verða hissa.

Heilbrigð dómgreind hefði átt að segja mönnum að í heiminum var ekki svo mikil nýmyndun raunverðmæta, sem útþennsla fjármálamarkaða var. Ákveðin villuljós kveiknuðu með tilkomu tölvuskráningar fjármuna, í stað notkunar raunverulegra peninga eða skuldabréfa. Þetta villuljós lét unga fólkið í fjármálaheiminum halda að ekkert samhengi væri milli talnagilda í tölvukerfum og þeirra raunverðmæta sem þurfa ævinlega að vera undirstaða fjármálalegra gilda.

Af þessum ástæðum voru innihaldslaus fjármunagildi notuð á afar óábyrgan hátt og himinháum fjárhæðum ráðstafað út úr hringrás fjármagnsins, með þeim hætti að það á ALDREI aftur leið inn í hina nauðsynlegu hringrás fjárstreymis.

Útþensla undangengins áratugar í heimsfjármálunum var því að mestu leiti innistæðulaus og útilokað fyrir heimsbyggðina að reyna að halda í þá stöðu sem sá óraunveruleiki bjó til.

Löngu er orðið ljóst, að Ál er á margan hátt á útleið í stóriðnaði, þar sem þegar er komið fram efni sem bæði er sterkara og léttara en Ál og mun líklega yfirtaka stóriðnaðinn á komandi árum.

Gönuhlaup okkar í fjárfestingum eru þegar orðin nokkur. Við fjárfestum langt umfram eðlileg mörk í síldarbræðslum, sem svo stóðu tómar að fáum árum liðnum og skuldir afskrifaðar.  Við fjárfestum með látum í loðdýrarækt, án þess að kunna neitt til slíkrar starfsemi. Þær fjárfestingar skiluðu engu og skuldir afskrifaðar. Við fjárfestum með miklum látum í fiskeldi, líka án þess að kunna nokkuð til slíkra verka. Þær fjárfestingar skiluðu þjóðinni einungis tapi og skuldir afskrifaðar.

Við eyðilögðum tekjugrundvöll sjávarbyggðanna af fiskvinnslu en uppskárum einungis yfirskuldsettar útgerðir. Fyrirsjáanlegt er að þar verður að afskrifa verulegar fjárhæðir. Við stungum okkur á hausinn í fjárhættuspili hlutabréfa og verðbréfa og uppskárum einungis yfirskuldsetningu nokkurra kynslóða og eyðileggingu trausts okkar. Væntanlega verða erlendir fjárfestar og lánastofnanir að afskrifa nokkur þúsund milljarða vegna þessa ábyrgðarleysis stjórnmálamanna okkar, sem við ætlum nú að heiðra fyrir afrekið með endurkosningu eftir fáeina daga.

Og nú stefnum við hraðbyr að nýjustu fjárfestingarvitleysuni; að gera langtímasamninga við sem flesta álframleiðendur, um sem mest af framleiðslugetu okkar á rafmagni, og sitjum því væntanlega uppi með nokkrar álbræðslur lokaðar og verkefnalausar að nokkrum árum liðnum.

Er engin von til þess að áreiðanleiki og skynsemi nái yfirhöndinni við stjórnun þessa þjóðfélags okkar, eða verðum við aftur komin í ánauð innan fárra ára?          


mbl.is Fréttaskýring: Áliðnaðurinn á í vök að verjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hvaða efni munu yfirtaka álið?

Ólafur Þórðarson, 8.4.2009 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 165581

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband