Hvers vegna ríkti þögn um styrkina ?

Ég velti því fyrir mér hverskonar félagsskapur það sé, sem heldur því leyndu fyrir félagsmönnum sínum, að starfsemi félagsins hafi verið styrkt um verulegar fjárhæðir, í þessu tilfelli um 55 milljónir, sem nemur um 16% af ársútgjöldum félagsins. Er það eðlilegt að slíkri stórgjöf sé haldið leyndri fyrir félagsmönnum? Í hverra þágu var slíkri stórgjöf haldið leyndri?

Athugið að með þessu er ég ekki að tala um nafngreiningu gefenda, heldur eðlilega upplýsingagjöf stjóernenda félagsskaparins til félagsmanna. Varla fer á milli mála að hinir umræddu styrkir hafi verið greiddir inn á reikninga félagsins og þar með komið fram í ársreikningum. Var þessarar höfðinglegu gjafar ekkert getið í kynningu ársuppgjörs á aðalfundi, heldur látin falla inn í heildina svo sem minnst bæri á henni?

Hvaða hagsmunum var verið að þjóna með slíkri leynd yfir svo höfðinglegum gjöfum? Greinilega voru það ekki hagsmunir félagsins eða félagsmanna. Þeir hefðu að sjálfsögðu fyllst þakklæti og hlýhug til gefendanna, ef þessara gjafa hefði verið getið á aðalfundi, þó nafn gefenda hefði áfram verið hulið leynd. Og einnig má spyrja hvort félagslegir skoðunarmenn reikninga og endurskoðendur, hafi ekkert getið um þessar stóru færslur inn á reikninga félagsins, svona rétt í lok ársins?

Ljóst er að það voru ekki hagsmunir félagsins sem slíks að þessara höfðinglegu gjafa var hvergi getið.  Svona fjárhæð kemst ekki inn í reikninga félags nema að vera á vitorði formanns og framkvæmdastjóra, en einnig á vitorði þeirra sem sjá um bókhald, fjárreiður og reikningsskil, auk skoðunarmanna reikninga og endurskoðenda, eins og fyrr er getið.  Það er því ljóst að innan félagsins var myndaður þagnarmúr ákveðins hóps fólks, svo engin umræða yrði um þessar höfðinglegu gjafir.

Hvar liggja þá helstu hagsmunir þess að slíkra gjafa sé ekki getið, fyrst þeir eru ekki hjá félaginu sem fékk gjöfina? Voru þessir hagsmunir hugsanlega tengdir valdamiklum einstaklingum innan félagsins, sem þar með voru komnir í erfiða stöðu, með að beita afli félagsins gegn gefendunum, gerðist þess þörf? Er þetta t.d. hugsanlega lítill vísir að þeirri spillingu sem varð að hruni bankakerfisins hjá okkur? Gæti þessi glufa inn í spillingarumhverfið opnað okkur leið að stærri þáttum sannleikans um þau málefni. Gæti falist í þessu ástæðan fyrir því að Landsbankinn var ekki stoppaður með innlánsreikninga sína í Bretlandi og Hollandi, þó aðvaranir hefðu verið gefnar út um slæma stöðu hans?

Margir hagsmunir liggja áreiðanlega að baki svona leyndargjöfum.  Þeir hagsmunir hljóta að verulegu leiti að liggja hjá gefandanum, því þar er ævinlega ágóðans að vænta, sé ekki um félagslega náðargjöf að ræða; sem ekki var í þetta skiptið, því slíkar gjafdir eru ekki huldar leynd í bókhaldi gefanda.

Frá mínum sjónarhóli er því alveg ljóst að enn er EKKERT farið að koma fram sem varpar ljósi á ástæður þeirra ofurupphæða sem voru á þessum gjöfum; langt umfram allt sem áður hafði þekkst um slíkar gjafir og styrki.

Svona spillingarþátt þarf að rannsakast af óháðum og óumdeildum aðila. Fyrr verður aldrei sátt í þjóðfélaginu vegna þessa máls. Allt of margir endar benda til mútugreiðslna, samanber að innlánastarfsemi Landsbankans var ekki stoppuð, þrátt fyrir að vitað væri að þeir gætu ekki greitt þau innlán til baka.

Þetta mál er því langt frá því að vera búið.                        


mbl.is Allt komið fram sem máli skiptir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband