18.4.2009 | 17:14
Framkallar evran stöðugleika ?
Gamalt máltæki segir: "Árinni kennir illur ræðari". Fullkomlega má heimfæra þetta máltæki upp á þá sem halda því fram að óstöðugleiki í efnahagsmálum okkar sé krónunni að kenna. Krónan er í raun hvorki orsök né afleiðing óstöðugleika í efnahagslífinu.
Óstöðugleikinn á sín eðlilegu upptök í höfði stjórnenda efnahags- atvinnu- og fjármála í þjóðfélagi okkar. Í gamalli speki var þetta kallað "að taka vitlausan pól í hæðina." Sé slík gert, verður stefnan röng og menn komast alls ekki á þann stað sem þeir ætluðu að fara.
Hvað veldur því að menn tali um að krónan sé ónýt. Hún er í fullu gildi á sínu gildissvæði. Utan þess gildissvæðis hefur hún ALDREI verið gjaldmiðill, svo þar hefur engin breyting orðið á. Hvers vegna telja menn krónuna ónýta?
Það helsta sem heyrst hefur, fellur að því að fyrirtæki og bankar í öðrum löndum vilji ekki taka við krónunni sem gjaldmiðli eða greiðslu. Er það krónunni að kenna? Engin önnur stjónrvöld en Íslensk hafa nokkurn tíman viðurkennt krónuna sem gjaldmiðil.
Ef vantraust skapast í viðskiptaumhverfi er það aldrei verðmætis- eða greiðlumiðlinum að kenna. Slíkt er ævinlega afleiðingar af óheiðarleika í viðskiptum, sem orsakar hrun á trausti milli viðskiptaaðila.
Lítum aðeins á hliðstæðu. Eru t. d. hlutabréf í Íslenskum fyrirtækjum almennt ónýtur gjaldmiðill? NEI. Gjaldmiðillinn sem slíkur er ekki ónýtur, sé hann í höndum manna sem viðskiptaumhverfið treystir. Bjóði hins vegar einhver, sem nýlega er búinn að eyðileggja mörg þúsund milljarða verðmæti, slíkan pappír til sölu, verða væntanlega ekki margir kaupendur á biðlista.
Það sem ég er hér að benda á, er að traust okkar út á við mun ekkert aukast þó við getum boðið annan gjaldmiðil. Það munu engir standa í biðröðum til að bjóða okkur að fá þann gjaldmiðil að láni, frekar en nú er í boði, því allar afurðir okkar eru seldar í erlendum gjaldmiðli, sem lánveitandinn gæti tekið veðstöði í.
Hugsunin sem býr að baki hinni ódrengilegu árás á krónuna okkar virðist því miður vera einskonar frjálshyggju heilkenni, sem þekkt er fyrir að loka fyrir dómgreind og skynsemi, jafnvel á ýmsan hátt hinna vönduðustu manna.
Ef við værum viss um að þjóðfélag okkar myndi þrífast og dafna vel í gjaldmiðilsumhverfi evru, væri einfaldasta leiðin fyrir okkur að taka sem fyrst ákvörðun um að íslenska krónan fylgdi gengi evru. Hvort hún yrði jafngild evru eða hlutfallsgildi yrði að koma í ljós. En með því að láta krónuna fylgja evrunni, væri slíkt gjaldmiðilsumhverfi komið á, og við gætum farið að spreyta okkur á því að reka þjóðfélag okkar í stöðugleikaumhverfi, líku því sem evruaðdáendur þrá svo afskaplega heitt, án þess að skilja afleiðingar þess fyrir þjóðfélagið.
Vilja upptöku evru í samvinnu við AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Einsog flestir hafa bent á sem tala af yfirvegun um gjaldmiðlaskipti þá er ekkert að Íslensku krónunni annað en að hún er smámynt og aðeins fær um að gagnast í umhverfi sem er verndað einsog núna. Það að láta hana fljóta gagnvart öðrum gjaldmiðlum og selja hana einsog gert var með jöklabréfum var ekki aðeins háskaleikur heldur vonlaus frá upphafi. Saga krónunnar er saga efnahagskerfis íslendinga. Hráefnaframleiðsluþjóðar til áratuga ef ekki alda. Króna sem endurspeglar einhæft og sveiflukennt hagkerfi hefur því ekki kosti stöðugleikans. Lágvaxtamynt hefur hún ekki verið síðan ég man eftir mér. Ég lifði líka tímann þegar 00 voru af tekin.
Engar svona æfingar breyta eðli myntarinnar vegna þess að undirstöður hennar eru valtar. Þar sem ég lít á peninga sem orkugjafa einsog rafmagn þá tel ég að þeir séu ekki í eðli sínu þjóðlegt fyrir bæri og því sakna ég ekki krónunnar af þeirri ástæðu. Bara af nostalgískum ástæðum einsog Þjóðverjar sakna Deutche Mark og Frakkar Franc. Það að skipta yfir einhliða í aðra mynt myndi ekki breyta undirstöðum hagkerfisins. Því myndi mjög fljótt fara að bera á skorti peninga í umferð vegna þess að við "kaupum þá orkuna en framleiðum hana ekki".
Engin mynt í heiminum leyfir að hún verði tekin upp einhliða í þeim skilningi að myntútgefandinn beri þar nokkra ábyrgð á. Evran er eina myntin sem gefið er kostur á upptöku á með skilyrðum þó. Þetta heitir aðlögun og er ansi skírt og fyrir bráðláta reddara einsog Íslendinga alger óþarfi....!
Aðlögunarferlið er hinsvega skóli og leggur grundvöll að hagkerfi sem verður að hætta að reiða sig á og reikna með óstöðuleikanaum nema með ansi þröngum skekkjumörkum. Þetta mun þýða alveg nýja sýn á verkefnið þjóðhagkerfi. Það verður ekki auðvelt og ef við viljum halda áfram að lifa í hagkerfi sem er ofurþanið og eða ofur slakt Þá fáum við ekki að taka upp Evruna. Já þetta mun taka okkur 10 ár að minnsta kosti vegna þess að við getum ekki breytt hagkerfinu í átt að peningamarkmiðunum nógu hratt. En það að við vinnum í málinu verður mikill ávinningur og fólkinu til lengdar mikil blessun. Amen.
Gísli Ingvarsson, 18.4.2009 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.