27.4.2009 | 13:31
Skilja hinir nýkjörnu þingmenn ekki þjóðina ?
Það er ekki nýtt að heilaþvegin öfgaöfl telji sig hafa þjóðina á bak við sig í jarðsambandslausum skýjaborgum sínum. Slíkt hefur oft gerst áður, og virðist vera að gerast einu sinni enn, þrátt fyrir kröfur búsáhaldabyltingarinnar, um að þingmenn - í það minnsta reyni - að skilja þjóðina.
Þegar litið er til þess gífurlega persónufylgis sem Jóhanna hefur hjá þjóðinni, verður það að teljast afar lítil fylgisaukning við Samfylkinguna að komast ekki yfir 30% múrinn og bæta einungis við sig tveimur þingmönnum. Mér er nær að halda að einmitt hin stífa krafa Samfylkingarinnar um aðild að Evrópusambandinu, hafi kostað þá 5 - 8% tap þar sem Sjálfstæðismenn sem flúðu heimahagana vildu ekki kjósa ESB aðild.
Eðlilegra væri að Samfylkingarfólk horfði á hið mikla tap sitt á atkvæðum breytinganna, frekar en missa dómgreindina út af því að hluti þeirra kjósenda sem yfirgáfu Samfylkinguna, eftir kosningarnar 2003 - greiddu öðrum atkvæði 2007 - skildu nú snúa heim aftur, þegar komin var forysta sem þeir gátu sætt sig við. En, gætið að því að það komu ekki allir til baka sem kusu Samfgylkinguna 2003. Gæti það verið vegna hinnar stífu kröfu um aðildarumsókn að ESB?
Það horfir ekki gæfulega fyrir þjóðinni ef hinir nýju þingmenn hennar hafa ekki skarpari dómgreind en birtist í þeirri túlkun sem sést hefur á niðurstöðum kosninganna. Horfum til þess að það er einmitt dómgreind þessara manna sem hafa mun mikið að segja um árangur þjóðarinnar á komandi árum, bæði í samskiptum við ESB, sem og við endurreisn eðlilegrar lífsgleði og lífshamingju meðal þjóðar okkar.
Var fólkið sem bauð sig fram til þingsetu, einungis að afla sér fastrar vinnu og tekna? Heldur það virkilega að einhver framfærsla, gjafafé eða hjálp til viðhalds hugsunaleysi um grundvöll fjárhagslegs sjálfstæðis, komi á færibandi að utan, einungis ef við verðum aðilar að ESB?
Þeir sem þannig hugsa eiga eftir að vakna við mun stærri hrylling en þann sem bankahrunið olli. Það er enginn í ESB að bíða eftir að bjarga efnahag okkar. Þá vantar hins vegar sárlega þær auðlindir sem þjóðin okkar hefur yfir að ráð. Leiðið því hugann að því hvernig grunnt hugsandi fólk er oftast blekkt til að gera það sem - sá sem blekkir - ætlast til af þeim. Við erum greinilega á hraðbraut eftir þeim farvegi á eftir hinum heilaþvegna ESB áróðursher.
Ljóst að kjósendur óska eftir aðildarviðræðum við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
HEYR HEYR!!!!!
Katrín G E, 28.4.2009 kl. 12:13
Heyr, Heyr!
Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfur sögðu frumbyggjar Þýskalands.
Virðing er borin fyrir þeim sem er aflögufær og fyrir honum standa yfirleitt allar dyr opnar.
Þjóðverjum tókst að heilaþvo stóran hluta almennings í Evrópu á árunum milli heimstyrjaldanna með afleiðingum sem engin virtist gera sér grein fyrir þá.
Hver verður útkoman þegar áróðurssérfræðingar Þjóðverja, Frakka og Breta koma saman?
Júlíus Björnsson, 1.5.2009 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.