Að örþrifaráðum kemur þegar of lítið er gert til verndar heimilunum.

Á s.l. hausti, skömmu eftir hrun bankanna, ritaði ég forsætis- og viðskiptaráðherrum bréf, þar sem ég varaði við þeirri stöðu sem nú er upp komin. Í þessu bréfi benti ég á hugmyndafræði og leiðir, sem þróuðust í gjaldþrotahrinunni á tíunda áratug síðustu aldar.

Hvað þarf að gera:

Grípa hefði átt strax til lagasetningar, þar sem íbúðarhúsnæði væri verndað fyrir aðför vegna annarra lána en þeirra sem beinlínis voru tekin til fjárfestingar í íbúðinni. Þetta hefði algjörlega afmarkað vanda sem stafaði frá öðrum skuldum en húsnlæðiskaupum.

Setja hefði átt lög um lausafjárviðskipti, á þá leið að óheimilt væri að leita tryggingar í öðrun en því sem selt væri, fyrir þeim lánum sem veitt væru til kaupanna. Þetta hefði tryggt að lánveitendur væru vel meðvitaðir um áhættuna sem þeir væru að taka, í stað þess að oft eru lánin veitt í skjóli þess að viðkomandi lántaki eigi íbúð fyrir fjölskyldu sína.

 Þegar í stað hefði átt leiðrétta vitleysu sem er í útreikniforsendum svokallaðrar "verðtryggingar", þar sem heildarhöfuðstóll lánanna er stöðugt hækkaður, án þess að lánveitandinn greiði út verðbótahækkunina til lántakans. Réttur útreikningur verðbóta á lánsfé felst í því að gjalddagi hverju sinni, er verðbættur með mismun vísitölu frá lántökudegi, til greiðsludags hverrar afborgunar. Þannig var aðferðarfræðin hugsuð í upphafi, enda segir í svokölluðum "Ólafslögum" - að verðbæta skuli greiðslu lánsins - en framkvæmdin hefur alla tíð verið vitlaus.

Þegar búið væri að leiðrétta vitleysurnar í útreikningum "verðtryggingar", væri horfinn á braut stærsti hvatinn til verðbólguvaxtar. Lánin lækkuðu jafnt og þétt við hvern gjalddaga sem greiddur væri, svo engra hækkana væri þörf vegna vitlausra höfuðstólshækkana lána.

Að ráðamenn þjóðarinnar skuli bæði undir rós og beinlínis ódulið, ógna fólki sem beðið hefur vitrænna úrlausna í marga mánuði, er næsta grátlegt. Það - eitt og sér - sýnir glögglega hve lítið ráðamenn hafa lagt á sig til að skilja til hlýtar þann vanda sem að fólkinu steðjar.

Myndrænt er hægt að segja að skuldarinn sé í öðrum enda snörunnar, en tilli enn blátánum á klettabrúnina, en í hinum endanum sé lánveitandinn - en sá endi sé fyrir utan brúnina; yfir hyldýpinu. Skeri skuldarinn sig niður úr snörunni, mun hann geta staðið í fæturna, en lánveitandinn fellur í hyldýpið.

Það var mikið reynt hér í fyrri gjaldþrotahrynunni að beita innheimtulögfræðingum. Lánastofnanir fengu þeim kröfur til innheimtu. Þeir keyrðu ferlið áfram til uppboðs eigna, sem oftast skilaði því að lánastofnunin keypti eignina á uppboðinu. Skuldarinn gat ekkert borgað og var oftast gerður gjaldþrota. Lögfræðikostnaður af þessum hráskinnaleik var gífurlegar, en hann var - að stórum hluta - greiddur af lánveitandanum, sem réði lögfræðinginn til starfans.

Þessi vinnubrögð sýndu sig að því að skila lánveitendum einungis umtalsverðum kostnaði; jafnframt því að skila þeim umtalsvert lægri fjárhæðum til greiðslu hinna veittu lána, því þeir fengu einungis það sem eftir var, þegar lögfræðingurinn var búinn að taka sín laun og útlagðan kostnað.

Ef menn ætla að fara slíka innheimtuleið nú, með allan þennan fjölda sem nú er í erfiðleikum, eru menn ótvírætt að búa sér til illvígan ófrið og jafnvel hatursumhverfi, sem við höfum þó verið blessunarlega laus við fram til þessa.

Það er ekki nóg að vera vinstri maður. Menn verða að hafa vit og kjark til að  ráðast að rótum vandamálanna, ef ætlunin er að leysa þau farsællega til frambúðar. Slíkt er ekki farið að sjást í farveginum ennþá, þó margir mánuðir séu liðnir frá því að vandamálið var í sjónmáli.              


mbl.is Varar við örþrifaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 165583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband