Yfirtaka erlendra húsnæðislána

Ég hef í nokkuri undran fylgst með umræðunni um erlendu húsnæðislánin sem fólk tók hjá gömlu bönkunum. Sagt er að nú, eftir yfirtöku þessara lána til nýju bankanna, séu þessi lán allt að tvöföldu verðmæti þeirra fasteigna sem þau eru tryggð í.

Öll vitum við að gömlu bankarnir voru hlutafélög og öll vitum við væntanlega að nýju bankarnir eru í eigu ríkisins. Ég spyr mig því þeirrar spurningar. Hvaða tryggingar höfu hinir nýju ríkisbankar, fyrir yfirtöku mikið hærri skuldafjárhæðar frá hlutafélagabönkunum, en nemur raunverulegu söluverðmæti hinnar veðsettu eignar?

Gera menn sér ekki ljóst að óheimilt er að yfirtaka skuld til ríkisbanka, sem er hærri en söluandvirði veðtryggingar, nema slíkt sé sérstaklega samþykkt af meirihluta Alþingis, samanber fjárreiðulög og fleiri lög?

Eru þeir aðilar sem þessi verk vinna, svo vankunnandi um hvaða heimildir þeira hafa til skuldbindingar gagnvart ríkissjóði og ríkisfyrirtæki, að þeir yfirtaki frá hlutafélagabanka, lán sem er hátt í tvöfallt hærra en sú veðtrygging sem fyrir láninu er?  Hafa þeir leitað heimilda til slíkrar áhættu gagnvart ríkissjóði?

Ég hef verið að bíða eftir að ábyrgir aðilar veki athygli á þessari vitleysu, en er farinn að halda að slíkt muni ekki gerast.

Öll sú framvinda sem verið hefur í þessum erlendu húsnæðislánum er rugl, sem brýna nausðyn ber til að leiðrétta sem allra fyrst.                     


mbl.is FME veitir aukinn frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki bara í þessu máli heldur flestöllum málum sem opinberar stofnanir fjalla um í sambandi við hrunið er heilbrigð skynsemi og rökhugsun hunsuð. Stjórnsýslan er þéttsetin af hagsmunagæslumönnum landráðamannana sem komu þjóðinni í gjaldþrot. Réttlætinu mun ekki fullnægt nema hreinsað verði út úr öllu kerfinu. Að öðrum kost er aðeins um tvennt að velja: flýja land eða brogarastyrjöld.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 08:02

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Viðar, og takk fyrir að vilja vera bloggvinur.  Það er ýmislegt til í því sem þú segir þarna, þó ég telji engan ávinning verða af borgarastyrjöld. Slíkt ástand veldur ævinlega meira tjóni en engum ávinning.

Hins vegar er mikil þörf á að þjóðin temji sér meira vakandi aðhald og eftirlit með ráðamönnum og láti ekki blekkjast um of af fagurgala og innihaldslausu skrumi.

Það hefði margt farið betur, ef þjóðin hefði skoðað af meiri athygli hvað fólst á bak við það sem kallað var "góðæri".Þá hefði hún séð hið mikla innflæði af erlendu lánsfé; peninga sem ævinlega voru aðeins fengnir að láni til fárra ára. Ef þjóðin hefði á sama tíma sett samasemmerki á milli þessa innflæðis peninga og þess hve mikið af þessum peningum var steypt fast við landið til áratuga, hefðu kannski fleiri spurt að því hvernig ætti að skila þessum peningum aftur eftir 3 - 5 ár, þegar búið væri að steypa þá fasta?

Það getur verið nauðsynlegt fyrir þjóðfélagið að fá erlent lánsfé, til að byggja upp tekjuskapandi atvinnuvegi; sem skapa þjóðinni gjaldeyri. En það er engin dómgreind að baki því að taka erlend lán til að leika stórlaxa, lána þá út með veðum í hlutabréfum eignalausra fyrirtækja, eða bruðla með þá til að auglýsa eigin glæsileika.

Það voru ekki bara útrásarvíkingarnir sem tóku virkan þátt í þeim sýndarveruleika sem nú er hrofinn. Betur að svo hefði verið, því þeirra heim var frekar einfallt að afmarka og loka, er hrunið varð. Vandi okkar er fyrst og fremst hve margir þegnar þjóðfélagsins kusu að taka þátt í fjárhættuspilinu, án þess að kunna neitt á leikreglur eða hafa þekkingu til að spá í horfur. Það er viðfangsefnið nú, því við getum ekki gert hátt í hálfa þjóðina gjadlþrota.

EN, við getum ekki heldur vænst þess að stjórnmálamenn okkar geti viðhaldið þeirri útþenslu sem þjóðfélagið tók á sig á Davíðstímabilinu, því það "góðæri" var allt tekið að láni, utan það sem Jóhannes í Bónus skapaði hér með stofnun lágvöruverslunar sinnar.

Þjóðin þarf því að fara í álíka endurhæfingu á lífsmunstri, og þeir þurfa að gera sem lenda í gjaldþroti. Þeir þurfa að læra að lif af þeim tekjum sem þeir skapa sér, en geta ekki framfleitt sér með kreditkortum, yfirdrætti eða lánsfé. Slíkt er ekki í boði.

Guðbjörn Jónsson, 17.5.2009 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 165772

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband