23.5.2009 | 18:50
Fyrning veiðiheimilda er vitlaus hugmynd
Það er ekki hægt að fyrna það sem ekki er til. Það sem kallað hefur verið "varanleg aflahlutdeild" hefur aldrei verið lögformlega til. Alþingi hefur ALDREI samþykkt neitt sem heitir föst aflahlutdeild til ákveðinna skipa. Þess vegna er EKKERT skip með RÉTT á hlutdeild umfram það magn sem skipið hefur veitt að meðaltali á síðastliðnum þremur árum.
Það er forkastanleg þrjóska, sem jaðrar við heimsku, að halda því fram að varanleg aflahlutdeild sé til, en hafa samt ekki geta framvísað lagaheimildum er styðji þá fullyrðingu. Ég hef í meira en áratug, svo tugum skiptir, óskað eftir að þessar lagaheimildir verði lagðar fram, en enginn hefur enn treyst sér til að opinbera þær.
Ég er svo sem vanur þessari þrjósku, því þau öfl sem knýja áfram þetta svífyrðilega ranglæti við framkvæmd fiskveiðistjórnunar, hafa á annan áratug verið á flótta undan rökfræði minni og fjöldamargar breytinga gert á framkvæmdinni þegar yfir vofði kæra frá mér. Þar má nefna fyrstu ábendingu mína um heimildarleysi til hárrar gjaldtöku fyrir veiðiheimildir, en þá var 18. gr. laga um fiskveiðistjórnun felld niður, en þar var gjaldtakan skilgreind.
Næst má nefna margar breytingar á lögunum um nytjastofna sjávar, þar sem hvert mannréttindabrotið tók við af öðru. Rokið var til að breyta þeim lögum eftir að ég hafði óskað eftir við Héraðsdóm Reykjavíkur að fá að höfða mál til ógildingar á lögunum sem heild.
Þá var Kvótaþing lagt niður á einni viku, þegar ég sendi inn kæru vagna ólögmætrar starfsemi. Þá var að ljúka deilunni um að greiða bæri virðisaukaskatt af ALLRI sölu (þar með talið svokallaðri leigu) veiðiheimilda. Sú deila hefur staðið í átta ár, en útkljáðist loks núna í upphafi ársins, þegar skattayfirvöld gáfust upp á þeirri vitleysu að ekki þyrfti að greiða virðisaukaskatt af kvótasölu, eftir 1. janúar 1994, þegar virðisaukaskattur var lagður á fisk. Frá þeim tíma BER að greiða VSK af ÖLLUM kvótaviðskiptum.
Það er í raun undravert, það afl sem kemur í veg fyrir að alþingismenn virði hagsmuni samfélagsins meira en einhvert afl sem heldur þeim í viðjum heimskulegs fáránleika í sambandi við framkvæmd fiskveiðistjórnunar.
Það þarf ekkert útgerðarfélag að fara á hausinn vegna breytinga í fiksveiðistjórnun; eða að sú breyting muni þýða að skip fái minni heimildir til veiða en þau hafi veitt fram til þessa. Að menn skuli halda slíku fram, sýnir fyrst og fremst þekkingarleysi þeirra á heildarmynd núverandi framkvæmdar og hvernig sú mynd passar inn í það lagaumhverfi sem stjórnunin á að fara eftir.
Það er meira en áratugur síðan ég lagði fram raunhæft plan um hvernig þjóðfélagið verði keyrt út úr þessari vitleysu, sem sjávarútvegurinn er kominn í. Það plan hefur sýnt sig að geta gengið upp, með tiltölulega litlum óþægindum, sé miðað við það sem við blasir með núverandi tillögum um fyrningu.
Eigandinn heldur áfram að borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 151
- Frá upphafi: 165757
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 141
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Og enn frekar: Í 1. gr. fiskveiðistjórnunarlaga segir orðrétt: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.
Svo mörg eru þau orð. Hinsvegar viljum við halda bestu útgerðarmönnum í greininni, það gefur augaleið, svo eins og þú segir verðum við að finna lausn sem verður til þess. Hinsvegar viljum við losna við þá verstu, þú veist hvað ég á við. Hinsvegar mun þessi háværi sérhagsmunahópur halda áfram að berjast fyrir sínu máli, enda um mikla peninga að tefla og því mun aldrei verða hægt að semja eitthvað við þá.
Sævar Finnbogason, 24.5.2009 kl. 00:44
Sæll Sævar. Takk fyrir innlitið og innleggið. Ég er sammála þér í því sem kemur fram hjá þér. Í útgerð eru margir snjallir rekstrarmenn sem æskilegt væri að héldu áfram, en svo eru einnig í greininni menn sem þyrftu að vanda sig betur eða hverfa frá svona rekstri.
Við erum í afar erfiðri stöðu, því það hefur verið látið viðgangast svo lengi að menn selji aflaheimildir án lagaheimilda, að mikill fjöldi fólks telur þetta lögleg, eðlileg og rétt viðskipti. Það eru því margir í afar erfirði stöðu, sem af mikilli eljusemi og við nánast ómanneskulegar aðstæður, hafa byggt upp útgerð og fiskvinnslu, sem á fullan rétt á að lifa.
Ég hef hugsað þetta allt afar vandlega og þróað aðferðarfræði til að keyra út úr þessari stöðu okkar, byggðri á aðferðafræði sem ég notaði á árum áður, þegar ég var að endurskipuleggja rekstur sem kominn var í vandræði vegna skulda og annarrar óráðsíu. Þessi aðferðarfræði er að vísu ekki sársaukalaus, en hún er tvímælalaust sanngjörn, sé litið til aðstæðna.
Með því að fara þá leið sem ég hef kynnt, fyrri ráðandi mönnum í stjórnkerfinu, þar á meðal Jóhanni Ársælssyni (höfundi fyriningarleiðarinnar), munu öll útgerðarfyrirtæki halda áfram að veiða það aflamagn sem þau hafa (að meðaltali) verið að fiska undanfarin þrjú ár, og lágt aflagjald greitt til ríkissjóðs BEINT, við sölu aflans á markaði eða frá skipi.
Gamla vitleysan (kvótasukkið) verði síðan gert upp í rólegheitum, með minni aðferð. Þá er næsta víst að öll sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa beina rekstrarlega stöðu til að lifa áfram; þau munu lifa. Í stað þeirra fyrirtækja sem eru svo skuldsett að leiðréttingin, eftir aðferðarfræði minni, gerir þau ekki rekstrarfær, munu koma ný fyrirtæki sem sækja þann afla sem falur verður. Og lífið mun halda áfram að streyma og sólin mun áfram koma upp í austri.
Guðbjörn Jónsson, 24.5.2009 kl. 10:54
Ég get tekið undir að það skiptir í prinsippinu miklu máli að strax verði greidd leiga til ríkissins fyrir allan kvóta til að taka af öll tvímæli um það að þjóðin eigi kvótann. Mér finnst stóra atriðið í þessu einmitt vera það að eyða öllum hugmyndum um einkaeignarrétt á auðlindinni
Sævar Finnbogason, 24.5.2009 kl. 22:52
Já þetta er rosalega Óþægjinlegt fyrir fólkið sem er búinn að fá kvótann að gjöf og græði milljarða án þess að leggja neitt að mörkum
Óli (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.