25.5.2009 | 18:47
Undarlegar forsendur hjá AGS
Maður getur nú ekki annað en undrast þær forsendur sem fulltrúar AGS setja fram á fundi sínum með fulltrúum Samstöðu. Sé það rétt sem sett er fram í Mbl. frétt um fundinn, virðist margt benda til að einhver vanþekking sé á ferðinni varðandi hagsmuni okkar.
Í fréttinni segir að: aðgerðaráætlun AGS og ríkisstjórnarinnar miði að þremur þáttum; endurreisn banka, endurreisn gjaldmiðilsins og að gera ríkisfjárhaginn sjálfbærann, þ.e að ná jafnvægi í ríkismálum.
Í fyrsta lagi er ekki verið að endurreisa bankana. Það voru stofnaðir þrír nýir ríkisbankar út úr rústum hlutafélagabankanna. Þessir nýju ríkisbankar geta einungis yfirtekið skuldir frá hlutafélagabönkunum að jafnvirði söluverðs þeirra veða sem tryggja lánin. Aðrar skuldir hafa þeir ekki heimild til að yfirtaka. Þeir geta hins vegar tekið að sér tímabundna innheimtu lána fyrir hlutafélagabankana (gömlu bankana), meðan efnahagsreikning nýju bankanna er ekki lokað. Mér hefur sýnst að ferlið sé enn í þeim farvegi, fyrst enn er verið að innheimta lánin samkvæmt upphaflegum höfuðstól þeirra, sem nú er sagður vera meira en tvöfallt verðgildi þeirra veða sem til tryggingar eru.
Mikilvægt er, að skilanefndir bankanna átti sig á að langur dráttur á að aðskilja efnahagsreikninga nýju ríkisbankana frá gömlu hlutafélagabönkunum, getur skapað ríkissjóði bótaábyrgð, verði liðinn svo langur tími frá hruninu að kröfuhafar í gömlu bankana nái ekki að leggja löghald á eignir stjórnamanna og stjórnenda gömlu bankana, til tryggingar á kröfum sínum. Þau tímamörk færast óðfluga nær. Af framgöngu AGS virðist augljóst að þeir aðilar eru fyrst og fremst að hugsa um að tryggja hagsmuni kröfueigendanna í gömlu bankana, en ekki hagsmuni atvinnulífs og einstaklinga þessa lands.
Af hverju segi ég þetta. Hvaða tákn sé ég sem bendir til þessara þátta? Þau tákn felast fyrst og fremt í hinum háu stýrivöxtum. Fulltrúar Samstöðu, spurðu AGS um umdeilda stýrivaxtasefnu. Svarið var:
Fulltrúar AGS sögðust telja að til að ná jafnvægi á útflutningstekjum þjóðarinnar og koma í veg fyrir algjört hrun á innflutningi til landsins væri nauðsynlegt að halda stýrivöxtum háum um stundarsakir auk gjaldeyrishafta. (áhersluletur er mitt)
Þessi rök ganga ekki upp og eru beinlínis í hrópandi andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar, en eru fyrst og fremst hagsmunir fjármagnseigendanna, sem í þessu tilfelli eru að mestu erlendar lánastofnanir.
Ríkisbankarnir velta svo til eingöngu endurlánuðu erlendu fjármagni. Með því að halda stýrivöxtum svona háum, fá fjármagnseigendurnir því hæstu vexti sem fáanlegir eru í heiminum, af fé sem þeir eiga hér. Atvinnugreinar Útflutnings, eru afar háðar afurða- og rekstrarlánum til að geta skapað þjóðinni tekjur. Hátt vaxtastig heldur því uppi því háa hlutfalli sem erlendir fjármagsneigendur fá af útflutningstekjum okkar, sem vaxtagreiðslur. Þannig vinna háir stýrivextir beinlínis gegn hagsmunum þjóðarinnar, til umtalsverðra hagsmuna fyrir erlenda fjármagnseigendur.
Það er ótrúleg öfugmæli sem koma fram í svari AGS er þeir segja að háir stýrivextir séu til þess að: koma í veg fyrir algjört hrun á innflutningi til landsins. Ekkert ráð er betra til, til þess að láta allan innflutning hrynja, en að halda stýrivöxtum svo háum að verslanir geti ekki fjármagnað nauðsynlegan innflutning. Að þessu leit er AGS einnig að gæta hagsmuna erlendra fjármagnseigenda, því með því að hindra, og helst stöðva útsreymi gjaldeyris (til greiðslu á innflutningi) tryggja þeir batnandi gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar, sem þeir stefna að svo meira verði til greiðslu skulda hinna erlendi fjármagnseigenda.
Með því að halda stýrivöxtum háum, er því AGS á afar opinskaán hátt Á ALLAN HÁTT, að vinna gegn grundvallarhagsmunum þjóðarinnar og gera efnahagsvanda okkar umtalsvert erfiðari og lengri en eðlilega atburðarás ætti að gefa tilefni til.
Ætti að afþakka ráðgjöf AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Hvernig er hægt að þakka pent fyrir sig og henda þessum gömmum á dyr?
Villi Asgeirsson, 25.5.2009 kl. 19:30
Gott innlegg Guðbjörn....kær kveðja
Katrín!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.5.2009 kl. 19:35
Alveg hárrétt hjá þér Guðbjörn. Við eigum að senda IMF út og segja okkur úr þeirri stofnun.
itg (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 19:54
Góð úttekt hjá þér Guðbjörn. Þetta er það sem landsmenn verða að átta sig á. Ögmundur kom með afdráttarlausa yfirlýsingu um AGS. Hvað öfl eru það sem koma í veg fyrir að sjóðnum sé sparkað úr landi með sína blóðpeninga? Hljóta að vera fleiri en bara erlendir spákaupmenn sem láta AGS blóðmjólka okkur, Kannski hringrásarvíkingarnir! Hvaða öfl sem þetta nú eru þá ráða Íslenskar ríkisstjórnir greinilega ekki við þau.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 20:54
http://www.youtube.com/watch?v=rH6_i8zuffs&feature=PlayList&p=FBD7EFAE8BE4F748&index=0
Þetta er sannleikurinn um AGS í Argentínu er það þetta sem við viljum í boði SF.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.5.2009 kl. 21:14
Mér finnst gott að þú tókst til máls um þetta umdeilda efni sem margir eru ráðvilltir í. Ég tek meira mark á þér en flestum öðrum þegar kemur að skilgreiningu á ýmsu því sem fræðinga og stjórnmálamenn greinir á um. Og það er eiginlega óþolandi hversu dugmiklir hagfræðingar og aðrir greinendur sem mark er tekið á hafa verið í að verða ósammála og tala hver í sína átt.
Og þegar Lilja Mósesdóttir er farin að taka af skarið og sendir frá sér svona yfirlýsingar sem ögra bæði viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra þá sýnist mér tíðinda að vænta frá þessu stjórnarsamstarfi.
Margir tóku þessari nýku stjórn fagnandi og hún náði góðri kosningu. Nú er langlundageð margra að þrotum komið.
Árni Gunnarsson, 25.5.2009 kl. 21:32
Þakka ykkur fyrir undirtektir og ummælin. Það sem mér hefur fundis vanta í umfjöllun hér um AGS, er að landsmenn átti sig á því að AGS er fyrst og fremst alþjóðleg fjármálastofnun, sem fyrst og fremst er beitt til að bjarga fjármagni aftur heim til stóru bankanna. AGS er ekki hjálparstofnun í eðli sínu eða skipuriti. Segja má að þeir séu leitarflokkur, sem leitar að leiðum til að ná til baka sem mestu af þeim útlánum stóru bankanna, sem í eðli sínu og samkvæmt eðlilegum leikreglum er tapað fé. Stærstu fjármálaveldin og nokkur stórríki, fjármagna þennan sjóð, í því augnamiði að mjólka til baka eins mikið og hægt er af þeim útlánum sem ætti að afskrifa.
Það eru hálfgerð öfugmæli að tala um AGS sem hjálparstofnun ríkja í erfiðleikum. Þeir mergsjúga varnarlaus ríki; því varnir hafa ríki ekki þegar stjórnendur þeirra eru haldnir ólæsi á fjármálaleg gildi, og á sama tíma sitja óvita við stjórnun helstu banka þjóðarinnar.
EN, ef við þorum að standa í lappirnar og stappa niður fótunum, þá getur framtíð landsins orðið björt.
Guðbjörn Jónsson, 25.5.2009 kl. 22:16
Undirlægjuháttur Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins gagnvart AGS í firra var alveg óþolandi og stafaði fyrst og fremst af því að ráðherrar þeirrar ríkisstjórnar skyldu bara ekki um hvað málið snérist og höfðu ekki yfirsýn á vandan. það eina sem hefur verið gert af viti síðan Siggi Einars co tóku hálft Stórabretland að láni eru neyðalögin og uppskipting bankana sem var á forræði Seðlabankans sem nú er reyndar búið að gera hálf óstrafhæfan með pólitískum hreinsunum.
Þetta vildi ég gera fyrir hálfu ári síðan.
Ég stend í lappirnar og mín framtíð er björt.
Guðmundur Jónsson, 26.5.2009 kl. 01:01
Þetta var alltaf ljóst hvað varðar AGS. ES:EU sagði innkomu hans forsendu fyrir áframhaldandi skuldsetningu [fjárfestingu, lánafyrirgreiðlum] af hálfu lánkerfis þess. AGS er ekki einn í heiminum og hugsar sín viðskipti í alþjóðlegu samhengi á hverjum tíma. Þjóðverjar og flestir á meginlandinu hjálpa þeim sem hjálpa sér sjálfir. Í fyrstu tillögum AGS var ein af 4. forsendum annar gjaldeyrir. Um leið og komst að því að Íslendingar hefðu fengið 25% af forsendum breytt gerði ég mér grein fyrir að AGS átt erfiða samvinnu fyrir höndum. Það er eðlilegt að illa rekin fyrirtæki [of skuldsett til að vera arðbær í framtíðinni] séu sett á hausinn. Lánadrottnar bera sína ábyrgð á því hvernig þeir lána. Samheldnin úr gamla fjölskyldu samfélagi Íslendinga er nú ekki upp á marga fiska erlendis. Allir telja sig þurfa að græða til langframa sér í lagi AGS. Hver tryggir rekstur AGS í framtíðinni? Varla Íslendingar?
Júlíus Björnsson, 26.5.2009 kl. 02:19
Þetta er kjarni málsins (orð Guðbjörns): "Það sem mér hefur fundis vanta í umfjöllun hér um AGS, er að landsmenn átti sig á því að AGS er fyrst og fremst alþjóðleg fjármálastofnun, sem fyrst og fremst er beitt til að bjarga fjármagni aftur heim til stóru bankanna. AGS er ekki hjálparstofnun í eðli sínu eða skipuriti."
Ef að stjórnvöld og þjóðin áttar sig á þessu og gerir eitthvað í málunum, erum við komin hálfa leið út úr kreppunni.
Villi Asgeirsson, 26.5.2009 kl. 07:12
Ég þakka fyrir mig, Guðbjörn og þið fleiri. Góð og skýr samantekt á flóknum, en þó borðleggjandi, staðreyndum.
Hlédís, 26.5.2009 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.