26.5.2009 | 11:38
Er Mats Josefsson of hreinskilinn ? Hvað segir það okkar ?
Niðurlag þessarar fréttar er einkar athyglisvert. Einn þeirra sem sitja vinnufundi með Josefsson er sagður segja að: Ekki væru allir vanir slíkri hreinskilni þegar kæmi að vinnu sem þessari innan stjórnsýslunnar.
Getur verið að þarna hafi blessaður maðurinn einmitt sagt ástæðuna fyrir því að sú spilling sem nú virðist innan stjórsýslunnar, hefur blómstrað í langan tíma? Getur verið að óheiðarleiki og meðvirkni hafi verið vegabréf velgengni innan stjórnsýslunnar? Getur það verið ástæðan fyrir því að menn verða svona skelfdir þegar við þá er tala af fullri hreinskilni, sem fullþroska og menntaða menn, en ekki sem hirð hins fatalausa keisara.
Það sem ég hef heyrt til þessa Josefssons, hefur mér fundist vera þjóðfélagi okkar til framdráttar. Greining hans í Fréttablaðinu í dag 26/5 2009 er afar skýr, heiðarleg og raunsæ, en líklega of beinskeitt til þess að hrið hins fatalausa keisara fallist á hana. Geri þeir það opinberast einnig að menn sátu rólegir við veisluborðið, meðan þjóðin var rænd flestum verðmætum sínum.
Og hvernig lýsir Josefsson aðstæðum á Íslandi. Í Fréttablaðinu segir hann:
"Ég hef tekist á við margar bankakreppur en enga eins og þessa á Íslandi." Hann segir að eftir einkavæðinguna hér árið 2003 hafi bankarnir byrjað að kaupa fyrirtæki út um allt. Ekkert þessu líkt hafi nokkru sinni átt sér stað.
Hvað gerðist? Fannst einhver gullnáma á Íslandi eða jukust tekjur þjóðarbúsins einhver ósköp, sem gerðu bönkunum kleift að fara í stórauknar fjárfestingar?
Nei, ekkert af þessu gerðist. Hins vegar sáu þeir ungu menn sem komu til starfa í bönkunum að svikamilla hlutabréfaviðskipta, sem í smáum stíl, var sett af stað undir lok níunda áratugs síðustu aldar, hafði fengið að þróast í friði, þrátt fyrir að ég hefði bent rækilega á hvernig hún væri framkvæmd og hvaða áhrif hún hefði á eiginfjárstöðu þeirra fyrirtækja sem notuðu hana.
Og hvað sér Josefsson að hafi gerst á þessum árum, frá 2003?
Hlutabréfamarkaðurinn nífaldaðist, segir hann.
Þetta er alveg rétt, því vísitala hlutabréfamarkaðarins fór á þessu árabili í rúm 9000 stig, en er nú kominn niður fyrir 1000. Engin þjóðfélagsleg tekjuaukning, eða raunbreyting á rekstrarumhverfi neinna fyrirtækja, gat gefið eðlilegar skýringar á þessari verðmætaaukningu hlutabréfa. Verðmætaaukningin passað hins vegar fullkomlega inn í þá svikamillu sem ég hafði varað við, undir lok níunda áratugsins.
Ástæður þessarar svikamillu voru fyrst og fremst að fá skráða hærri eiginfjárstöðu fyrirtækjanna, einkanlega bankanna, í því augnamiði að gera þau veðhæfari til töku hærri lána. Bönkunum var þetta afar mikilvægt, því þeir fengu mikið af erlendu fjármagni, gegn afar lágum vöxtum, en gátu aftur lánað þetta fé út gegn hæstu vöxtum í heimi. Með réttri stýringu hefðu þeir geta hagnast umtalsvert á þessu, en greinilegt þekkingarleysi á heildaráhrifum snöggrar veltuaukningar í þjóðfélaginu, varð til þess að þeir festu fjármagnið á vitlausum stöðum.
Til þess að koma sínu mikla lánsfé í vaxtaberandi notkun, var heppilegast leiðin fyrir bankana að pressa á hækkun húsnæðisverðs. Þannig var fljótlegast að auka skuldastöðu fólks, til að fá frá því vaxtagreiðslur. Þetta sér Josefsson einnig og segir í Fréttablaðinu:
..húsnæðisverðið þrefaldaðist, efnahagur fjölskyldnanna þrefaldaðist og ríkið fékk miklar tekjur.
Þetta var það sem fólkinu í landinu var talin trú um að væri GÓÐÆRI. Aukningin á þjóðartekjunum var svo lítil að hún dugði ekki til að greiða aukninguna á innflutningi á neysluvörum, sem aftur varð þess valdandi að viðskiptahalli varð við útlönd. Við gátum ekki borgað nema hluta af því sem við keyptum, þó stjórnmálalegt átrúnaðargoð margra, talaði stöðugt um hið mikla GÓÐÆRI á Ísalndi; og hjörðin bergmálaði heimskuna, líkt og hirð hins fatalausa keisara, dásamaði nýju fötin hans.
Það er greinilega mikið verk fyrir höndum að hreinsa út úr stjórnsýslunni hirðina sem ekki þolir heiðarleikann, ef við eigum að geta vænst varanlegra úrbóða í efnahagsmálum okkar. Hvort það tekst, skal ósagt látið í bila, að minnsta kosti.
Tafir á uppskiptingu milli nýju og gömlu valda titringi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 102
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Að mínum dómi segir þetta okkur að það stóð aldrei til að taka á þessum spillingarmálum, stjórnvöld voru NEYDD til þess að gera þetta af utanaðkomandi fólki t.d að ætla sérstökum saksóknara um bankahrunið EINGÖNGU FJÓRA STARFSMENN er ekkert annað en GRÍN.
Jóhann Elíasson, 26.5.2009 kl. 11:57
Frábærar greinar hjá þér, það er samhljómur í þinni & minni speki... Ég hef ítrekað bent á þá staðreynd að það er þjóðarógæfa hversu LÉLEGA & SPILLTA stjórnmálamenn við eigum.
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.