Markaðslegt "frelsi" er löngu hrofið vegna glórulausrar skuldsetningar

Það er athyglisvert að sjá og heyra menn tala um "markaðslegt frelsi" í sambandi við verðlagningu á gjaldeyri okkar. Augljóslega horfa menn einungis á hugtakið "frelsi" út frá hugsuninni "mig langar til"

Hugtakið "frelsi" á sér ævinlega tvær hliðar. Annars vegar frelsið til að gera það sem maður vill. Hins vegar frelsi til að skapa sér þær aðstæður að maður geti gert það sem maður vill.

Mikill meirihluti Íslendinga hefur látið af hendi frelsi sitt, með því að skuldsetja sig svo mikið að frelsi þeirra til ráðstöfunar á tekjuöflun sinni er afar lítið; og sumstaðar ekki neitt. Þeir hafa því ekkert frelsi um það með hvaða hætti ráðstafa tekjum sínum. Þeir hafa ekki einu sinni frelsi til þess að ákveða sjálfir hvort þeir afli sér tekna eða ekki. Þeir hafa skuldbundið sig til að afla nægra tekna til að greiða vexti og afborganir af lánum sínum. Þeir eru í raun í ánauð, líkt og þrælarnir forðum.

Frelsi til eyðslu gjadleyris, getur þjóð einungis skapað sér með því að afla sér gjareyrisforða, sem hægt er að eyða. Hægt er að skapa sér svigrúm frá beinni gjaldeyriseign, með því að fá lánaðan gjaldeyri, sem þá þarf að greiða með tekjum sem síðar verður aflað. Með slíku er að vísu búið að skerða frelsið til ráðstöfunar þeirra tekna sem aflað verður á næstunni, því áður en frelsið skapast, þarf að draga frá þann gjaldeyri sem greiða þarf, vegna fyrri eyðslu.

Ég tel að frekar fáir Íslendingar séu það úr takti við það sem hér hefur gerst á undanförnum árum, að þeir álíti okkur hafa einhvert frelsi í gjaldeyrismálum á næstu árum. Þó skera sig þar úr fáeinir hagfræðingar, sem að mesti leiti virðast hafa tengsl við Háskóla Íslands. Hvort það er vísbending um kennslu þessara fagþátta í þeim skóla skal ósagt látið, en óneitanlega vekur athygli venþekking þeirra á hugtakinu "frelsi".

Með algjöru andvaraleysi okkar sjálfra, gagnvart framgöngu stjórnmálamanna okkar og stjórnenda lánastofnana á undanförnum árum, létum við af hendi frelsi okkar til að taka samtímaákvarðanir um ráðstöfun þeirra tekna sem þjóðfélagið aflar. Við leyfðum þessum aðilum, í skjóli þeirra tekna sem þjóðfélagið aflar sér, að skuldsetja fyrirtæki sín og þjóðfélagið allt svo rækilega, að það munu líða mörg ár þangað til við getum talað - af raunveruleika - um að við höfum frelsi til ráðstöfunar á tekjum þjóðarinnar.                         


mbl.is Ekki raunhæft að festa gengið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Málið er [FRELS-E] F-er else.

a) Fair[Ferr]:festival, market, bazaar; exhibition, show or just, equitable; reasonable; average :

b) Fear[Fer]:fright; horror; concern; terror

Íslenskum rúnum er gefin upp röð á [order leitum:>letter] : R, N,M ;K,F.

Í gríni þar sem sagt er í Snorra Eddu að Íslenskir málsmiðir beri sig saman við þá Bresku.

F er fjærsti Rammi: elsi er val eða helsi [fangelsi].  Sá er frjáls sem sættir sig við reglugerða rammanna. Frelsi án skilgreindra ramma hefur enga merkingu hjá mannþjóðum.

Eðlileg banka viðskipti er mjög góð. Ég tek lán í stað þess að háma í mig þunglyndislyf eða þamba áfengi. Banki er góður bakhjarl.

En ósjálfstæðir, atvinnurekendur leppar lánadrottna geta verið stórhættulegir þjóðarhagsmunum. Sér í lagi ef hagsmunir sömu lánadrottna eru aðrir en að Íslenska efnahagseingin fá að uppskera árangur erfiði sína. 

Hvorki Innlendir eða Erlendir Bankar eiga að vera óeðlilega mikið með puttanna í 90 % Íslenskrar atvinnustarfsemi á hverjum tíma. Fyrirtæki tæknilega á hausnum er hægt að setja á uppboð [hausinn] og refsa óábyrgum lánadrottnum. Undarlegt en það getur margborgað sig.

Júlíus Björnsson, 27.5.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband