27.5.2009 | 21:51
Heimskulegt og vitlaust að tala um erlendar skuldir þjóðarbúsins, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu
Það vekur stöðugt hjá mér spurningar um raunverulega þekkingu á þjóðfélagslegri hagstjórn, þegar ég heyri svokallaða "fræðimenn" (t. d. hagfræðinga) tala um erlendar skuldir þjóðarbúsins sem ákveðið hlutfall af vergri landsframleiðslu. Ég velti fyrir mér hvort þessir aðilar geri ekki greinarmun hutakinu "landsframleiðsla" og hutakinu "gjaldeyristekjur þjóðfélagsins).
Það er útilokað að greiða erlendar skuldir þjóðarbúsins með landsframleiðslunni, því hún (landsframleiðslan) sýnir fyrst og fremst heildar veltu allrar starfsemi í þjóðfélaginu; sama hvort þar er um að ræða menntun, heilsugæslu, opinbera stjórnsýslu, verslun, eða jafnvel kostnað vegna skemmda af völdum jarskjálfta eða annarra hörmunga sem valda kostnaði í þjóðfélaginu.
Flestir ættu að sjá, að þess er tæplega að vænta að við greiðum erlendar skuldir með þeirri veltu sem fer í kostnaðar vegna hamfara eða slysa. Slíkt á þó að auðvelda okkur greiðslugetuna, að mati þeirra svokölluðu "sérfræðinga" sem stöðugt klifa á því að erlendar skuldir sé einhvert hlutfall af landsframleiðslu.
Við greiðum engar skuldir með öðru en tekjum. Þannig greiðsum við engar erlendar skuldir með öðru en gjaldeyristekjum. Af þeirri einföldu ástæðu á ALDREI að tala um erlendar skuldir á annan hátt en sem hlutfall af gjaldeyristekjum þjóðarinnar.
Uppgjörshugtakið "Verg landsframleiðsla" er komið frá Sameinuðu þjóðunum, til þess ætlað að fá samtóna upplýsingar frá öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, um dreifingu fjármagns um hinar ýmsu greinar þjóðlífs hverrar þjóðar. Með þessari aðferarfræði greina SÞ mismunandi áherslur ríkisstjórna á hina ýmsu þjónustuþætti sem þær veita þegnum sínum og einnig með hve frjálsum og óheftum hætti hið almenna viðskiptalíf þrífst og dafnar. Með því að fá sama uppgjörsformið frá öllum aðildarríkjum, fá SÞ fullkomlega sambærilegar upplýsingar um hlutfall menntunar heilsugæslu, velferðar og fleiri þátta, í öllum sínum aðildarríkjum.
Af þessari ástæðu er hugtakið "verg landsframleiðsla" ekki mælikvarði á efnahagslega eða viðskiptalega hagsmuni þjóðar, í viðskipum við aðrar þjóðir, hvort sem þar er mælt í vöru- eða þjónustuskiptum. Landsframleiðsla mælir ekki heldur með gagnlegum hætti bein eða óbeina áhrif gjaldeyrisskapandi atvinnu- eða þjónustustarfsemi á einstök atvinnusvæði, sem er grundvöllu þess að geta haldið jafnvægi í byggðum landsins.
Þetta hljóta þessir svokölluðu "fræðingar" að vita. Hins vegar virðast hagfræðingar víða í veröldinni, hafa sameinast um að forðast samanburð á erlendum skuldum og gjaldeyristekjum, eftir að skuldabréfa og og önnur verðbréfavelta í heiminum fór það langt út fyrir raunhæf greiðslumörk, að til verulegrar gangrýni horfði.
Ef hagfræðingar okkar, ætla að vinna með NÝJA ÍSLANDI í því að útrýma spillingu, opna og gera skiljanlegt opinbert upplýsingakerfi, verða þeir að þora að tala eðlilegt mannamál (alþýðumál) þegar þeir tala um eðlilega þætti er varða tekjur og útgjöld þjóðfélagsins. Annað gengur ekki til lengdar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Staðlað stofnanamálfar sem segir minna en ekki neitt hæfir ágætlega þeim spaklegu vinnubrögðum sem þjóðin hefur orðið vitni að síðustu missirin hjá hagfræðinga- ogviðskiptaakademiu endurreisnarinnar
Og nú megum við fara að vænta varptímans hjá greiningardeildum fésýslunnar á Íslandi Guðbjörn minn. Undarlegt finnst mér nú allt þetta vesen svona löngu eftir "að botninum var náð!"
Árni Gunnarsson, 27.5.2009 kl. 23:19
Það virðist í mörgum tilfellum ásetningur að hafa umfjöllunina fulla af fræðihugtökum og rangtúlkunum til að sem fæstir greini merg málsins. Þegar reynt er að blekkja almenning td. með villandi framsetningu á afkomu einka og opinberra fyrirtækja sem eru í raun gjaldþrota þá eru notuð fræðiorð, blekkingar og útúrsnúningar, gæðavottað af Endurskoðendum, matreiddar og fram bornar af háskólagengnu fólki með æðstu gráður. Síðustu vikur hafa þessar fölsuðu glansmyndir tröllriðið helstu fjölmiðlum.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.