Það er kannski eðlilegt að fulltrúi AGS telji okkur fífl, en samt ókurteisi

Ef litið er til þess hve þjóðin var sofandi meðan óvitarnir í fjármálastofnunum okkar silgdu efnahag okkar í þrot, er þar kannski fundin skýring á hvers vegna fulltrúar AGS, telji þjóðina vera samansafn af heimskum fíflum, sem hægt sé að segja hvað sem er og skilji ekki kurteisireglur í samskiptum.

Ef þessir menn bæru til þjóðarinnar minnsta snefil af kurteisi og virðingu, hefðu þeir haldið hina sjálfsögðu grundvallarreglu erlendra aðila, að tjá sig ekki opinberlega um væntanleg áform stjórnvalda okkar. Þessa grundvallarreglu hafa fulltrúar AGS ekki geta haldið, sem einfaldlega sýnir á áberandi hátt, að þeir telja þjóð okkar ekki verða eðlilegra grundvallarreglna, varðandi sjálfstæði sitt og sjálfsstjórn.

Ég hef hvað eftir annað undrast hvað þessir aðilar tjá sig um áform um stjórnun þjóðfélags okkar; ekki síst í ljósi þess hve stjórnvöld okkar eru í erfiðri stöðu til að gera annað en það sem AGS gerir kröfur til. Rétt er þó að geta þess að AGS hefur enn ekki komið það heiðarlega fram gagnvart þjóðinni, að opinbera að fullu innihald skilyrða sinna fyrir veitingu þeirra lána sem sjóðurinn hefur lánað okkur. Laumaði hann kannski inn í lánaskilmála, í skjóli þeirrar neyðar sem þjóðin stóð frammi fyrir, heimildum til inngripa í stjórnun þjóðfélags okkar? Hafi slíkt verið gert, ber þegar í stað að kæra slíkt til Alþjóðadómstólsins, því þar er um ófyrirgefanlega hegðun að ræða.

Ekki fer á milli mála, að AGS hefur þvingað Seðlabankann til að falla frá áformum sínum um lækkun stýrivaxta, svo að hægt væri að koma atvinnustarfsemi fljótt í gang aftur. Sú þvingun kom opinberlega í ljós þegar fulltrúi AGS tjáði sig opinberlega gegn áformun Seðlabankans, áður en kom að þeim degi sem hin boðaða stýrivaxtalækkun átti að koma fram. Á götumáli heitir þetta að melludólgurinn hafi varað mellurnar sínar við, að gera ekkert sem væri honum á móti skapi.

Ef ég væri á Alþingi, hefði ég hiklaust lagt fram rökstudda kröfu um að þessum mönnum væri þegar vísað úr landi, vegna opinberra afskipta af stjórnun frjáls þjóðfélags, sem þeir hafa enga réttarstöði í, og þess krafist að yfirmenn þeirra ávíttu þá opinberlega, fyrir ókurteisi gagnvart Íslensku þjóðinni.

Ég bíð eftir opinberri afsökunarbeiðni þeirra, eða greinargerð um hvaða réttarheimildir þeir hafa til íhlutunar í Íslensk innanríkismál.            


mbl.is Samstarf við AGS ekki í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mjög góð grein eins og þín er von og vísa.

Jóhann Elíasson, 5.6.2009 kl. 12:19

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

AGS er hér að uppástungu Jóns Baldvins eða frumkvæði ES:EU? Þeir grípa inn í þegar spilltar ríkisstjórnir hafa stolið úr væntingasjóðum alþjóða  fjárfestingasamfélagsins?  Opinber leynd Stjórnvalda á hverjum tíma er ávísun upp á það að sannleikurinn stefni þjóðarhagsmunum í hættu.  AGS lagði til í byrjun að skipta út krónunni. Því var hafnað af "Íslendingum" sem lögðu áherslu á að endurreisa fjármála ófögnuðinn.

ES:EU er okkar langstærsti lánadrottin: Ef  hún vill ekki fjármagna [getur ekki vegna fordæmisins] áframhaldandi óreiðu og hlutfallslega dýra yfirbyggingu hér á landi miðað við höfðatölu á mælikvarða ES, þá skiptir engu máli hvað forustufræðingar skuldaþrælanna álíta. Áframhaldandi lán en ekki aukning höfuðstóls heildarskuldarinnar er örugglega stöðuleika markmið ES: Seðlabankakerfisins eða ES Nefndarinnar. Fast gengi evru: 170 krónur er það ekki markmiðið. Stöðugt gengi er nánast fast.

Það er greinlegt að ES lítur svo á að við föllum undir hennar Miðstýringu til langframa. 

Þjóð sem er inn og úti hvað varðar ES, og hefur í engin önnur hús að leita, á lítið val. Bankar almennt í ES munu ekki lána mikið næstu 5 árin? Stýrivextir bitna ekki á þeim sem eru með fasta vexti á langtímalánum og standa í skilum. Vel rekin fyrirtæki á ES mælikvarða? Við erum 80% minnst inn í ES og alveg ótrúlegt hvað menn eru tregir að skilja að Ísland er ekki einangrað frá ES: 80% áhrifavaldur á Íslensk málefni? Skera niður að borga niður skuldir eru alþjóðaskilaboðin í dag. Semja [til langtíma] og dráttarvextir:stýrivextir skipta ekki máli. ES Seðlabankakerfið er greinilega ekki reiðubúið að lána Íslendingum meira á þeim kjörum sem hafa hingað til tíðkast. 

Ef ríkisstjórn Íslands vill opinbera skilyrði þá gerir hún það ef hún þorir. Hefur ríkisstjórn sýnt fram að meint leynd sé skilyrði að hálfu AGS.

Er ekki yfirbyggingin Íslenska öll eins og hún leggur sig siðspillt að mati alþjóðasamfélagsins þá sér í lagi ES:EU? 

Júlíus Björnsson, 5.6.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband