6.6.2009 | 15:02
Seljendur eru greinilega þjálfaðir í svindlinu
Við eigum greinilega langt í land enn, með ásættanlegt siðferði í viðskiptum. Ég fékk tvö áþreifanleg dæmi um slík nú í morgun, er ég skrapp út í Bónus til að kaupa í matinn. Ég keypti kjúklingalæri frá Ali, og gat ekki varist brosi er ég las af umbúðunum að í þessum lærum væri EKKERT VIÐBÆTT VATN. Mér varð hugsað til þess hvort það gæti verið að siðferði framleiðenda væri orðið svo lélegt, að það þyrfti sérstaklega að taka það fram, að ekki væri verið að selja manni VATN á yfir þúsund krónur kílóið. Erum við virkilega svona illa stödd?
Af því að Fiskbúðin okkar, hefur að undanförnu séð Bónus fyrir nýjum fiski í þægilegum pakkningum, ætlaði ég að fá mér nýja Ýsu í hádeginu. Þess má geta að fyrst þegar þessar pakningar komu á markaðinn, var í þeim ágætis fiskur, á eðlilegu verði. Ég er gamall sjómaður (Vestfirðingur) og horfi því gagnrýnum augum á þann fisk sem ég kaupi. Ég gat hins vegar ekki séð hvernig þessi fiskur leit út, því flöturinn sem roðið var á (áður en flakið var roðdregið) sneri upp. Þar sem ég hafði oft áður keypt svona pakkningu, og fengið þokkalega góða vöru, tók ég pakkninguna og fór heim.
Þegar ég opnaði pakninguna, komu í ljós nokkur smáflök, af undirmálsfiski, en slíkur fiskur er seldur á hálfvirði á Fiskmörkuðum. Þessi fiskur var orðinn svo gamall (þegar honum var pakkað) að flökin toldu ekki saman. Það var komið LOS í fiskinn og vökvi fisksins allur farinn úr honum. Þetta var sem sagt, það sem kallað er "gúanómatur". Þessi vöru seldi Fiskbúðin okkar, á verði fyrsta flokks gæðafisks; þó innkaupsverðið væri líklega 50% af gæðafisksverði. Og því til viðbótar var fiskurinn orðinn svo gamall, áður en honum var pakkað, að hann gat ALLS EKKI flokkast sem mannamatur.
Ég spyr mig hvor það sé hugsanlegt að ég lifi nógu lengi til að upplifa þokkalega heiðarlega framkomu viðskiptalífsins okkar, því það er jú undirstaðan sem við verðum að byggja endurreisn þjóðfélagsins okkar á.
Af því að Fiskbúðin okkar, hefur að undanförnu séð Bónus fyrir nýjum fiski í þægilegum pakkningum, ætlaði ég að fá mér nýja Ýsu í hádeginu. Þess má geta að fyrst þegar þessar pakningar komu á markaðinn, var í þeim ágætis fiskur, á eðlilegu verði. Ég er gamall sjómaður (Vestfirðingur) og horfi því gagnrýnum augum á þann fisk sem ég kaupi. Ég gat hins vegar ekki séð hvernig þessi fiskur leit út, því flöturinn sem roðið var á (áður en flakið var roðdregið) sneri upp. Þar sem ég hafði oft áður keypt svona pakkningu, og fengið þokkalega góða vöru, tók ég pakkninguna og fór heim.
Þegar ég opnaði pakninguna, komu í ljós nokkur smáflök, af undirmálsfiski, en slíkur fiskur er seldur á hálfvirði á Fiskmörkuðum. Þessi fiskur var orðinn svo gamall (þegar honum var pakkað) að flökin toldu ekki saman. Það var komið LOS í fiskinn og vökvi fisksins allur farinn úr honum. Þetta var sem sagt, það sem kallað er "gúanómatur". Þessi vöru seldi Fiskbúðin okkar, á verði fyrsta flokks gæðafisks; þó innkaupsverðið væri líklega 50% af gæðafisksverði. Og því til viðbótar var fiskurinn orðinn svo gamall, áður en honum var pakkað, að hann gat ALLS EKKI flokkast sem mannamatur.
Ég spyr mig hvor það sé hugsanlegt að ég lifi nógu lengi til að upplifa þokkalega heiðarlega framkomu viðskiptalífsins okkar, því það er jú undirstaðan sem við verðum að byggja endurreisn þjóðfélagsins okkar á.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Þetta er búið að tíðkast tel ég lengi er almennt eftir um 1994. Frystihúðun er mjög vinsæl því allt upp í 7 ytri vatnsslög eru ekki áberandi en geta aukið þyngd hráefnis [en ekki leiðrétt fyrir vatnsumbúðum]. Undirmáls rækjur eru líka vinsælar. Léttsaltvatnssprauta vöðva veldur líka þyngdaraukningu. Horkjöt þar sem bein vega hlutfalslega meir er líka sagt selt ódýrra en en holdmikið kjöt þar sem bein vega hlutfallslega minna.
Gæði og heiðarleiki skipta ekki máli þar sem allir vita að samkeppnin gildir um þá sem græða og fákeppni kemur í veg fyrir að skussarnir eða svindlararnir fari á hausinn.
Júlíus Björnsson, 6.6.2009 kl. 23:45
Danskir einokunar kaupmenn gætu verið stoltir af HUGMYNDARFLUGI íslenskra viðskiptamanna - aðrar eins "blekkingar & svik" hafa ekki sést síðan á steinöld...
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 7.6.2009 kl. 22:44
Einn skemmdur tómatur af fjórum er raunverulega 33% hærra kílóverð?
Nútíma raftæki hafa aldur: segjum 5 ár. Ef nýtt tæki kostar 10.000.- þá kosta 4 ára kannski 1.000 kr. Það er hægt að gera gott á því að selja íhluti t.d. í tölvur.
Það er ekki tilviljun að ábyrgð hér er oftast 3 ár ef hún í upprunalandinu er 5 ár.
Er neytendavaktin að þjóna almenningi hvað kostar þess matavara á ársgrunvelli, miðað við verðmæti vörunnar t.d. prótín. Hrísgrjón er misjafnlega þurr og drekka þess vegna misjafnlega mikið af vatn í sig. Mismunandi magn er af koffíni í Kaffi. Hundamatur er verðlagður eftir prótín innihaldi en ekki kalk innihaldi.
Fatnað þolir ákveðinn fjölda hreinsanna. Hvað kostar flík með hreinsunarkostnaði?
Hvað kostar tæki miðað við líftíma?
Hvað eru hagstæðust innkaupin þau auka best varanlegan kaupmátt launþega.
Langskólamenntuð launþegaforusta hefur enga reynslu af taxtalaunum, en 5 ár samfeld vinna á lægstu töxtum er lámarks reynsluskilyrði fyrir fólk til að geta talist hæft að vera í forustu fyrir almenna launþega.
Júlíus Björnsson, 8.6.2009 kl. 02:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.