Afnema STRAX fæðingarorlof karla

Eins og nú er ástatt fyrir efnahag þjóðarinnar, hefur hún ekki efni á þeim flottræfilshætti sem felst í því að greiða karlmönnum fæðingarorlof. Slíkt skilar engu til barnsins og karlinn hefur heldur ekkert út úr því hvað varðar tengingu við barnið, því áreiðanlega finnst enginn maður sem man einhver tengsl á fyrsta ári sínu.

Enginn vafi leikur á að tengsl ungabarns á fyrsta ári, eru eingöngu við móður sína, enda byrjar barnið ekki að mynda sjálfstæði einstaklingsins fyrr en á þriðja ári. Þetta er löngu vitað, en því miður lítið fjallað um, af ástæðum sem ekki verða raktar hér.

Skilningur ungabarns á umhverfi sínu er afar takmarkaður. Það getur ekki þekkt umhverfi á sama hátt og við, fullorðna fólkið. Það skynjar umhverfi sitt eftir orkunni sem umhverfið sendir frá sér og þess öryggis sem það finnur fyrir í slíku umhverfi, frá fólki sem orkulega sendir frá sér kærleika og ástúð.

Afar fáir karlar hafa þá tilfinningadýpt að ungabarn finni til þess umvefjandi trausts sem gerir það rólegt og öruggt. Eðli okkar karla er frekar á þeim þætti að vera varðhundur hreiðursins, sem skapar móður og barni frið og öryggi. Þennan eðlisþátt má sjá víða í dýraríkinu, þar sem náttúrutalentur hafa ekki tapast í tilbúnum þörfum.

Fæðingarorlof karla var og er óttaleg sýndarmennska og óafsakanlegt bruðl eð almannafé; uppfundið af aðilum sem ekkert virðast hugsa um hvað þarf til að greiða út háar fjárhæðir úr ríkissjóði, svo ungt og fullfrískt fólk geti gert það sem það langar til. Ekkert er hugsað um hvort séu til peningar til að sinna sjúkum, öryrkjum og öldruðum; já, öldruðum sem hugsanlega lögðu allan sinn lífskraft í að skapa þessu unga fólki viðunandi uppvaxtarskilyrði þegar það var að vaxa og fullorðnast að árum talið.

Við þær aðstæður sem nú eru uppi í þjóðfélagi okkar, finnst mér einn fyrsti niðurskurðurinn eiga að beinast að afnámi á fæðingarorlofi karla, en svo fljótt sem kostur er, vildi ég sjá hugað að lengingu á fæðingarorlofi mæðra, sem mætti alveg ná til tveggja ára aldurs barnsins.              


mbl.is Lækka á hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

er þetta ekki grín hjá þér ?

er það semsagt bara móðir sem að á að fá að umgangast  barnið ?

afhverju ætti barn eingöngu að mynda tengsl við móður en ekki föður á fyrsta ári?

held að (það er ef að þú ert ekki að grínast með þessari færslu) eitthvað aðeins að láta athuga á þér kollinn.

Árni Sigurður Pétursson, 10.6.2009 kl. 11:36

2 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

"

Afar fáir karlar hafa þá tilfinningadýpt að ungabarn finni til þess umvefjandi trausts sem gerir það rólegt og öruggt"

þó svo að þú virðist vera svona grimmilegur að þú þarft að vera eða álíta þig sem varðhund heimilisins, þá gerðu mér greiða að ekki láta þessa andskotans vitleysu út úr þér að aðeins fáir karlar geti látið barn sitt verða rólegt eða öruggt.

Árni Sigurður Pétursson, 10.6.2009 kl. 11:38

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sama "ruglið" kemur alltaf frá honum Árna Sigurði, svei mér þá, þessi "fæðingarhálfviti" ætti ekki að hafa aðgang að skriffærum hvað þá tölvu og nettengingu.

Jóhann Elíasson, 10.6.2009 kl. 11:48

4 identicon

Sammála Guðbjörn þú hittir naglann á höfuðið.Þegar mín  börn fæddust þá fékk maður vikudagvinnulaun hjá verkalýðsfélaginu ("Bolastyrkur").Einn vinnufélagi minn sá ofsjónum yfir vikudagvinnulaunum sem ég náði að kría út,fannst ég hálfgerður styrkjagosi.En menn eru örlátari núna síðustu árin.Sjálfum finnst mér þetta tilgerðarlegt þetta fæðingarorlofsmál og margt brýnna við peningana að gera.

Hörður Halldórssson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 12:01

5 identicon

Væri ekki bara best að loka börnin inná stofnun úr því það man ekkert eftir sínum fyrstu árum, Guðbjörn - eins og gert er við barnaheimilisbörnin í Rúmeníu til dæmis? Það væri þokkalegu sparnaður í því er það ekki?

Helga (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 12:15

6 identicon

Þú telur sumsé sparnað í því að taka þessa 3 mánuði af feðrum barnanna og bæta einu og hálfu ári á mæðurnar?? Mikið er ég fegin að þú sinnir ekki mínu heimilisbókhaldi.

Við ykkur alla sem vilja afnema fæðingarorlof karlmanna hef ég þetta að segja: mikið hljóta börnin ykkar að vera bæði leiðinleg og ljót og konurnar ykkar ömurlegar. Að minnsta kosti þar sem þið viljið ekki umgangast þau sem skyldi. Spurning hvort að þið hefðuð þá bara nokkuð átt að vera að fjölga ykkur? Sú staðhæfing ykkar þess efnis að karlmenn myndi ekki tilfinningatengsl við börn sín virðist eyma af fávisku. Staða feðra á Íslandi er nú þegar slæm miðað við nágrannlönd okkar og það sem verra er: staða barna er slæm miðað við börn á hinum Norðurlöndunum, þið gleymið því nefninlega að það er réttur barns að umgangast foreldra sína hvort heldur sem þeir eru kvennkyns eða karlkyns.

Nína Björg (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 12:28

7 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Jóhann gaman að því að þú virðist lesa hvert einasta komment eftir mig og gagnrýna það á einn eða annan hátt, og oftar en ekki með svona  svörum sem að dæma sig sjálf.

hugsa að þú, ásamt Guðbirni séuð einfaldlega of gamlir til að átta ykkur á því hvað fjölskyldutengs eru mikilvæg, allavega virðist þú vera algerlega ósammála mér og sammála greinarhöfundi.

 ég persónulega er ekkert á móti lækkun á hámarkinu, en að taka þennan rétt algerlega af feðrum er ein sú mesta vitleya sem að til er að mínu mati.

Árni Sigurður Pétursson, 10.6.2009 kl. 12:49

8 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sælt veri fólkið, og takk fyrir innlitin og athugasemdirnar. Ég ætla að reyna að svara sumu, sem mér finnst svara vert, en sleppa skætin og aulagangi.

Árni minn! Mér sýnist af skrifum þínum að þú hafir lítið leitt hugann að andlegri getu ungbarna. Þá virðist þú ekkert hafa leitt hugann að löngu þekktri tilfinningafötlun karlmana, sem ekki hefur batnað á síðustu áratugum í því mikla neyslukapphaupi, sem felstir hafa stundað. Ég get bara vonað að þú þroskist fallega með árunum og öðlist betri skilning á umhverfi og samferðafólki.

Takk fyrir ykkar innlegg, Jóhann og Hörður.

Sæl Sigurbjörg. Ég hef mikið undrast að stéttarfélög láglaunafólks skuli ekki hafa höfðað mál til að hnekkja þeirri mismunun sem er á upphæðum sem ríkissjóður greiðir sem fæðingarorlof. Í stjórnarskrá okkar er AFAR skýrt ákvæði um að ekki megi mismuna þegnum landsins innan sama málefnasviðs. Af þeirri ástæðu hefur alla tíð verið ljóst að mismunandi upphæð ríkissjóðs, sem greiðsla fæðingarorlofs, er ótvírætt brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ef greiða á fæðingarorlof, á að greiða nákvæmlega sömu upphæð til hvers einstaklings fyrir sig, því ÖLL erum við NÁKVÆMLEGA JAFN RÉTTHÁ gagnvart slíkum greiðslum frá ríkissjóði.

Helga mín. Þakka þér fyrir að veita mér svona mikla innsýn í hve lítið þú leiðir hugann að þeim lífverum sem af þér og kynsystrum þínum fæðast.

Nína Björg. Ég get nú ekki annað en vonað, þín vegna, að þú hafir í raun meiri lesskilning en fram kemur í þessu innslagi þínu. Í það minnsta verður þess ekki vart að þú víkir málefnalega að því efni sem ég skrifa í pistlinum. Mér sýnist af skrifum þínum, að þú ert afar reið og meira en tilbúin að henda skít í karlmenn og úthluta þeim gáfnastigi, án nokkurrar röksemdafærslu. Slíkt er afar truflandi fyrir yfirvegun og framsækna hugsun

Gaman væri ef þú gæti fundið EINN EINSTAKLING sem gæti tjáð sig um þau tilfinningatengsl sem hann myndaði við aðra persónu Á FYRSTA ÁRI ÆVI SINNAR. Að leiða hugann að þessu, gæti hjálpað þér að slaka á.

Staða feðra á Íslandi er nú þegar slæm miðað við nágrannlönd okkar. Þessa fullyrðingu styður þú engum ábendingum. Þó er ljóst að yfirgripsmikið ábyrgarleysi á velferð og sálarlífi barna, ásamt óheyrilega löngum vinnutíma mana hér á landi, hafa í könnunum reynst vera stærstu mismunaþætti á aðstæðu feðra hér og í nágrannalöndum okkar. Þessa þætti getum við lagað, en til þess þurfum við að læra að hemja kröfur okkar á hendur hinu opinbera um fjárútlát til ýmissa duttlunga sem okkur dettur í hug. Það gæti stytt vinnutíma karlmanna og hjálplað þeim að fá notið savista með börnum sínum og maka.

...staða barna er slæm miðað við börn á hinum Norðurlöndunum,... Nokkuð er til í þessu, en kannanir hafa leitt í ljós að aðalástæða þess virðist vera sú hve foreldrar barna hér hafa lítið sinnt aga og siðferðislegu uppeldi. Auk þess virðist afar mikill skortur á að börnum hér sé sinnt sem skildi á hinu andlega og huglæga sviða, þannig að þau sýna óþægilega lítinn tilfinninga- og samfélagsþroska.

Ekkert af þessu var reyndar umræðuefni í pistli mínum, en ef þetta gæti hjálpað þér að slaka á og finna jafnvægi og frið gagnvart þinni innri reiði, þá væri það af hinu góða.

Líði þér sem best.

Guðbjörn Jónsson, 10.6.2009 kl. 15:52

9 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

"Árni minn! Mér sýnist af skrifum þínum að þú hafir lítið leitt hugann að andlegri getu ungbarna. Þá virðist þú ekkert hafa leitt hugann að löngu þekktri tilfinningafötlun karlmana"

afhverju ætti barnið frekar að tengjast móðir en föður.

semsagt með öðrum orðum, hver eru rökin fyrir því að það ætti að fella niður feðraorlof, en auka mæðra orlof í 2 ár.

og gerðu mér nú greiða að setja ekki alla karlmenn í sama hóp.

mér sýnist á skrifum þínum að annað hvort virðist þú vera svona svakalega tilfinningalega fatlaður, hugsanlega má vera að það komi til vegna þess að þú sást faðir þinn ekkert í æsku, hvort sem að það var þegar að þú varst undir 2 ára eða seinna.

en ég reyndar sjálfur er ekki faðir, en þekki þá all marga, og eru þeir alls ekki "tilfinninglega fatlaðir"

einnig þekki ég marga sem að urðu feður áður en svo kallað feðra orlof kom á,menn sem að heðfu gjarnan viljað vera heima hjá barni sínu (já og konu) en hreinlega gátu það ekki.

Árni Sigurður Pétursson, 10.6.2009 kl. 16:21

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvers konar andskotans bull er í þessum manni sem ber sama nafn og ég? Þetta samfélag okkar hefur byggst upp á vinnu bóndans utan heimilis og móðirin hefur séð um umönnun barnanna. Í dag eiga feður þess næga kosti að sýna ungbarni ástúð og umhggju þó hann drullist í vinnuna 8-10 klukkustíma á dag. Og þessi verkaskipting er innbyggð í öll dýr jarðarinnar. Femiistar munu ekki breyta eðli lífsins á jörðinni.

Í dag höfum við engin efni á barnaskap á borð við þetta. Burt með þessa djöfuls vitleysu sem kallast feðraorlof.

Árni Gunnarsson, 10.6.2009 kl. 17:16

11 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

merkilegt að allir þeir sem að nefna þetta eru menn sem að eru komnir (svona á að giska) um eða yfir fimmtugt.

Árni Sigurður Pétursson, 10.6.2009 kl. 17:28

12 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll aftur Árni. afhverju ætti barnið frekar að tengjast móðir en föður. Ef þú Googlaðir þessa spurningu, mundir þú væntanlega fá lesefni sem dygði þér næstu árin, og í framhaldi af því vita sitthvað gagnlegt um vöxt og þroska fóstur, ásamt andlegri og líkamlegri getu einstaklingsins fyrstu æviárin. En bara svona þér til fróðleiks, þá er það líkami móðurinnar (í hvaða dýrategund sem er) sem býr afkvæmið til, þó við fáum að leggja til gerið í kökuna.

Andleg og líkamleg tenging móður og afkvæmis er algjör, meðan afkvæmið er tengt móður með naflastrengnum. Þegar klippt er á hann, verður afkvæmið sjálfstæður einstaklingur, en í fyrstu algjörlega án allrar getu til að bjarga sér; hvort sem er andlega eða líkamlega. Sú andlega og huglæga tenging við móðurina, sem upp byggðist í meðgöngu, breytist lítið í fyrstu, þó fóstrið verði að sjálfstæðum einstakling utan líkama móðurinnar. Það er mikið til af vönduðum fræðiritum um þessi efni, þó þessir þættir hafi ekki enn náð mikilli fótfestu í streituumhverfi okkar samfélags. Þú finnur mikið af svona ritum á netinu, en svo gætir þú líka reynt að komast á kyningarfundi, sem ég held að verið haldnir hér á landi innan tíðar, því hér er að fara af stað sérstakt verkefni sem snýst fyrst og fremst um að hjálpa mæðrum að fóta sig á fyrstu árum hlutverksins "að vera móðir", en sú ábyrgð veldur konum iðulega óöryggi og þunglyndi, vegna tilfinningaþátta sem þær eiga erfitt með að skilja.

Hvergi í skrifum mínum getur þú fundið staðhæfingu frá mér um að ALLIR KARLMENN séu svona eða hinsegin. Að þú setjir þetta svona fram, bendir til ákveðinna þátta í þínu hugaarfari, sem rétt væri hjá þér að losa þig við sem fyrst.

Um kjánaskapinn í neðri hluta ummæla þinna hirði ég ekki um að svara, enda fyrst og fremst ábending um hugarfarslega fátækt og efnið langt utan þessarar umræðu.

Lifðu heill og glaður.

Guðbjörn Jónsson, 10.6.2009 kl. 17:36

13 identicon

Þakka þér fyrir svörin. Ég bý yfir mjög góðum lesskilningi þakka þér fyrir en fyrst þú minnist á það þá verð ég að sama skapi að efast um þinn eigin les- og skrifskilning. Þú talar um að börn og feður hafi hvorugt getu til að mynda tilfinningartengsl fyrstu ár ævi sinnar nema þá ef slysast skyldi að barn tengi við móður sína (sem þú villt hlekkja heima nokkur ár eða svo). Það gæti verið þér til fróðleiks að lesa nýútkomna bók Sæunnar Kjartansdóttur (það er að segja ef þú á annað borð bekennir hæfileika kvenna til einhvers annars en eldamennsku og bleyjuskipta). Hún skrifar nákvæmlega um þetta og í útdrætti bókarinnar segir sem svo: "Við munum ekki eftir fyrstu mánuðunum í lífi okkar, jafnvel ekki fyrstu tveimur til þremur árunum. Þó hafa rannsóknir í taugavísindum og athuganir á sálarlífi fullorðinna leitt æ betur í ljós að einmitt þessir mánuðir og ár hafa varanleg áhrif á allt líf okkar þaðan í frá. Þá er heilinn í örustum vexti og galopinn fyrir áhrifum umhverfisins, öll reynsla ungbarnsins hefur bein áhrif á sjálfsmynd þess og samband við aðra. Örvandi umönnun er endurgoldin með ótrúlegum þroska. Samskipti okkar við annað fólk og reynsla síðar á ævinni skiptir líka máli en ekkert jafnast á við fyrstu tengslin því þau veita mikilvæga undirstöðu undir allt lífið framundan."

Þú virðist líka vaða villu er kemur að skilgreiningu á því hvað sé markmið svokallaðs fæðingarorlofs. Í fyrstu málsgrein, annarrar greinar 1.kafla laga 95/2000 um fæðingar-  og foreldraorlof kemur það einmitt fram: "Markmið laga þessara er að tryggja barni samvistir [við báða foreldra]." Það er sumsé réttur BARNS til foreldra sinna en ekki réttur foreldra til barns.

Varðandi það að ég rökstuddi ekki þá staðhæfingu að staða feðra væri slæm á Íslandi miðað við nágranna lönd okkar þá hreinlega taldi ég það almenna vitneskju og sem slíka ekki þurfa sérstaka útskýringu frekar en sú staðhæfing að himininn væri blár. Mjög góðar útlistanir á þessu má finna á www.foreldrajafnretti.is , http://hinhlidin.fafak.org/ og svo hefur Dögg Pálsdóttir http://www.doggpals.blog.is/blog/doggpals/ verið dugleg að reyna að rétta af bága stöðu feðra sem og fjalla opinberlega um hana.

Í svari þínu við að staða barna hér sé slæm miðað við nágrannaríki okkar þá ógildir þú, að mínu mati, með öllu þín fyrri skrif þar sem þú bendir réttilega á að: "Auk þess virðist afar mikill skortur á að börnum hér sé sinnt sem skildi á hinu andlega og huglæga sviða, þannig að þau sýna óþægilega lítinn tilfinninga- og samfélagsþroska." Þarna bendir þú réttilega á að börnum ER ekki sinnt sem skildi en samt villtu afnema jafnan rétt þeirra til föður sem móður fyrstu mánuði ævi þeirra.

Þú aftur á móti svaraðir aldrei því hvernig í ósköpunum hægt væri að spara með afnámi 3 mánaða feðraorlofs og viðbætingu mæðraorlofs að tveimur árum.

Að ég sé reið er af og frá, mér leiðist hins vegar þegar fólk reynir að rífa niður þann littla rétt sem illbjarga einstaklingar fá í þessu samfélagi. Miðað við eigin lýsingu á sjálfum þér tel ég þig eiga vel að skilja slíka afstöðu þótt þú virðist ekki hafa hana sjálfur.

Ég er nýbökuð móðir í slíku orlofi, maðurinn minn er einnig í slíku orlofi og ég myndi ekki vilja fyrir nokkra muni að ekkert okkar þriggja myndi verða af þessum einstaka tíma. Ég þykist nokkuð viss um að þú værir á sama máli hefðir þú upplifað slíkt hið sama.

Ekki reyna að brjóta niður rétt kynbræðra þinna reyndu frekar að byggja hann upp til jafns við það sem kynsystur mínar fá.

Nína Björg (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:03

14 identicon

Tímarnir breytast, herramenn. Og sem betur fer. Sjálfur tók ég feðraorlof og er sannfærður um að sá tími skiptir máli. Fékk reyndar allskyns glósur (og merkilegt nokk allar frá karlmönnum um og yfir sextugt), flestar um að ég væri sko alls ekkert að fara í orlof, heldur væri ég að fara að vinna svart og ég veit ekki hvað og hvað. Vann ekki handtak, heldur reyndi að njóta hverrar mínútu með fjölskyldunni.

Tímarnir breytast. Kannski best að sætta sig við það.

Jóhann (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 20:56

15 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæl aftur Nína Björg. Þessi viðbót hjá þér rennir einungis sterkari stoðum en áður undir það sem ég sagði vegna fyrri athugasemda þinna. Ef ég tek sem dæmi. Þú segir:

Þú talar um að börn og feður hafi hvorugt getu til að mynda tilfinningartengsl fyrstu ár ævi sinnar nema þá ef slysast skyldi að barn tengi við móður sína (sem þú villt hlekkja heima nokkur ár eða svo).

Þessa fullyrðingu finnur þú hvergi í skrifum mínum. Þess má þó til gamans geta að FEÐUR, eru líka börn fyrstu ár ævi sinnar.

Þú vísar í Sæunni Kjartansd. Um skrif hennar segir þú:

Hún skrifar nákvæmlega um þetta og í útdrætti bókarinnar segir sem svo: "Við munum ekki eftir fyrstu mánuðunum í lífi okkar, jafnvel ekki fyrstu tveimur til þremur árunum. Þó hafa rannsóknir í taugavísindum og athuganir á sálarlífi fullorðinna leitt æ betur í ljós að einmitt þessir mánuðir og ár hafa varanleg áhrif á allt líf okkar þaðan í frá.

Það er akkúrat þetta sem ég er að tala um; án þess að fara nánar út í útskýringar á því hvaða þættir það eru sem geta haft varanleg spillandi áhrif á atgjörfi okkar og sálalíf, síðar á lífsleiðinni, fari hið mikilvæga samband móður og barns úr skorðum á þessum fyrstu árum. Sæunn skýrir þetta ekki út í hörgul í bók sinni, en bókin er samt mikilvægt innlegg í þessa umræðu; en einungis bara upphafið af umræðunni.

Örlítils misskilnings virðist gæta, þar sem sagt er að þá sé heilinn í örustum vexti og galopinn fyrir áhrifum umhverfisins, öll reynsla ungbarnsins hefur bein áhrif á sjálfsmynd þess og samband við aðra. Heilinn stækkar ekki svo mikið fyrstu árin, enda sjá flestir að höfuð barnsins stækkar ekkert í líkingu við aðra hluta líkamans. Hins vegar virðist mér þarna ruglast meiningar í því að starfsemi heilans fer af stað í ákveðnum skrefum, í samræmi við það þróunarferli sem börnum er áskapað að þroskast. Fyrsta árið fer alveg í að ná tökum á að stýra ákveðnum tilfinningaþáttunum. Sá kafli stjórnast nánaast alfarið af þekktu samskiptamunstri við móðurina; sem þróaðist í meðgöngunni. Því er mikilvægt að móðirin verði fyrir sem minnstri tilfinningaröskun á fyrsta ári barnsins, svo minni hætta verði á að tilfinningaskilningur barnsins verði raskaður í framtíðinni.

Vísindamenn eru fyrst núna að viðurkenna það sem hægt væri að kalla þrepaskipta gagnsetningu á stjórnstöðvum heilans. Á sama hátt og það er mikilvægt fullorðnum manni að vera ekki undir meira áreiti en hann ræður við, er mikilvægt barninu að skilja ekki nema lítinn hluta af öllu því áreiti fullorðna fólksins, sem það er statt í, meðan ályktanahæfileikinn er að þroskast. Loksins nú, er fólk að viðurkenna þessa tröppun í þroskaþætti barna og ungmenna, sem fram fram á fullorðinsár skiptist í fjögurra ára tímabil. Tímabilið: sjálfsmynd þess og samband við aðra. er frá 8 - 12 ára aldurs. Mikilvægt er að þrýsta ekki þroskaþáttum af stað áður en hæfnisþátturinn er vaknaður til að geta ráðið við aðstæðurnar. Þetta vill oft gleymast.

Ég ætla ekki að elta uppi hugleiðingar þínar um það hvað ég hugsi og hvaða kenndir þú eignar mér; án þess að vita neitt um mig. þær hugrenningar fara með þér og gera mér ekkert; hvorki gott né illt. Nokkrar fullyrðingar eignar þú mér, án þess að ég hafi gefið þær upp sjálfur. Skal hér í lokin vísað til tveggja. Þú segir:

Þarna bendir þú réttilega á að börnum ER ekki sinnt sem skildi en samt villtu afnema jafnan rétt þeirra til föður sem móður fyrstu mánuði ævi þeirra.

Þetta er ekki rétt hjá þér. Mér er mikill metnaður í að börn hafi verndarumhverfi af báðum foreldrum sínum, en eins og staða þjóðfélags okkar er í dag, höfum við ekki efni á að borga fullfrískum karlmanni há laun fyrir að sitja heima og horfa á ungabarn, sem einungis hefur þörf fyrir nærveru móður. Værum við svo rík að við hefðum efni á að veita ungu fólki slíkan lúxus, mundi ég glaður samþykkja slíka ráðstöfun. Þegar ég hins vegar þarf að meta það, hvort ég fallist á launagreiðslu til fullfrísks ungs manns, svo hann geti setið heima og horft á barn sitt, og þurfi af þeim völdum að skerða lífskjör og/eða heilbrigðisþjónustu til heilbrigðisþjónustu, eldri borgara eða öryrkja, er enginn vafi á vali mínu.

Og áframs segir þú: Þú aftur á móti svaraðir aldrei því hvernig í ósköpunum hægt væri að spara með afnámi 3 mánaða feðraorlofs og viðbætingu mæðraorlofs að tveimur árum.

Þetta er enn einn skorturinn á skilning þínum á því sem skrifað var. Þessa fullyrðingu finnur þú hvergi í mínum pistli. Það er búið að taka langan tíma að svara rangfærslum þínum á þeim stutta pistli sem ég skrifaði, svo hér læt ég staðar numið.

Að lokum óska ég þér, og einnig manninum þínum, innilega til hamingju með barnið og óska ykkur velfarnaðar og gæfu í komandi framtíð.

Guðbjörn Jónsson, 10.6.2009 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband