Er hægt að víkja Valtý Sigurðssyni úr starfi Ríkissaksóknara ??

Mig hefur undrað stórlega, þær yfirlýsingar sem hvað eftir annað koma í fjölmiðlum um að enginn geti vikið Valtý Sigurðssyni úr starfi nema hann sjálfur. Líklega er þessari skoðun haldið á lofti vegna þess að margt vel lögfræðimenntað fólk, hefur á undanförnum tveimur áratugum markvisst talað niður völd og áhrif æðstu stjórnenda lýðveldisins okkar.

Eingin sérlög virðast til um embætti Ríkissaksóknara og er þess embættis einungis getið í III kafla laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Í 20. grein þeirra laga er kveðið á um skipan Ríkissaksóknara með eftirfarandi hætti:

Skal hann skipaður ótímabundið í embætti af dómsmálaráðherra og fullnægja lagaskilyrðum til skipunar í dómaraembætti við Hæstarétt.  

Í stjórnarskrá lýðveldis okkar er kveðið afar skýrt á um ábyrgðarþætti stjórnunar ALLRA æðstu mála innan lýðveldisins. Þannig segir alveg skýrt í 13. gr. stjórnarskrár að: Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Þegar til þessa er litið, sem og þess að hver ráðherra er einungis í embætti í 4 ár í senn - til þess valinn af Alþingi - ætti að vera ljóst að ráherrann er EKKI að skipa einhvern í ótímabundið embætti, sem pólitískur flokksmaður. Hann er að sjálfsögðu í því hlutverki sem segir 13. gr. stjórnarskrár, AÐ FRAMKVÆMA VALD FORSETA.

Í 20. gr. stjórnarskrár segir svo í fyrstu málsgr.: Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, er lög mæla.  Í þriðju málsgr. segir einnig svo:  Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það.  

Þegar til þess er litið að í 13. gr. stjórnarskrár segir að Forsetinn láti ráðherra framkvæma vald sitt, er augljóst að hin framkvæmdalega ábyrgð, þegar beita þarf Forsetavaldi, er hjá viðkomandi ráðherra, enda segir skýrt í 14. gr. stjórnarskrár að: Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum.

Í ljósi allra þessara þátta verður ekki fram hjá því gengið að dómsmálaráðherra hafi fullt vald til að víkja Ríkissaksóknara frá starfi, hvort sem væri tímabundið eða til frambúðar. Slík heimild er afar skýr í stjórnarskrá.

Það sem hins vegar virðist þvælast fyrir hinum lögfræðimentuðu mönnum, er fyrsta málsgrein 20. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, en þar segir svo:  Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds og ber ábyrgð á ákvörðunum þeirra sem við embætti hans starfa.

Þetta orðfæri: er æðsti handhafi ákæruvalds  virðast lögfræðingar leggja í þann skilning, að enginn sé honum æðri í valdakerfi lýðveldisins. Það er að sjálfsögðu ekki svo. Sá sem skipaður er til embættis, á alltaf embættisstöðu sína undir þeim aðila sem skipaði hann; eða þeim sem honum er æðri. Sem í þessu tilfelli er Forsetinn, æðsta valdið, þó ekki sé ætlast til að hann hafi ákæruvald; til slíks er annar valinn, sem í þessu tilfelli er Ríkissaksóknari.

Þessi tröppun er víða þekkt í stjórnsýslunni. Hægt er að líta til embætta eins og sveitastjóra, bæjarstjóra eða borgarstjóra, sem hver um sig er æðsta framkvæmdavald síns sveitarfélags, en er þrátt fyrir það EKKI ÆÐSTA VALD sveitarfélagsins. Það er hinn beini fulltrúi eigendanna, þ. e. sveitarstjórn, bæjarstjórn eða borgarstjórn.  Þessa tröppun er fólk oftast með glöggan skilning á. Því er undarlegt, að þegar sumir hafa lært lögfræði, virðast þeir tapa áttum í þessari afar augljósu tröppun í efstu valdastigum lýðveldis okkar.            


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góð grein, athyglisverð og rökrétt greining á "vandamálinu."

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.6.2009 kl. 12:14

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er sem sagt á HREINUFORSETINN getur komið honum úr embætti en það er bara spurningin hvort hann hafi MANNDÓM í sér til að framkvæma það.

Jóhann Elíasson, 14.6.2009 kl. 14:42

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Er það ekki embætti Dómsmálráðherra sem segir upp vanhæfum Ríkssaksókurum.  Það sem réði það rekur.  Embættisskyldur flestra opinberra starfsmanna hjá siðmenntuðum þjóðum eru velskilgreindar í lögum, reglum og hefðum.  Allt er þetta okkar þjónar.

Lögfræðileg álit á völdum sinnar stéttar skiptar skipta engu máli því þau geta ekki verið hluthlaus. Það er álit hins almenna siðprúða borgar sem á að eiga fyrsta og síðasta orðið í þessum málum: þverskurðurinn af þjóðfélaginu. Lögfræðingar eru líka menn og ekkert greindari en aðrir á þeim sviðum sem tilheyra ekki verksviði þeirra hverju sinni.  

Í lögum er það Dómsmálaráðherra einn sem ákærir fyrir landráð.

Mér finnst eftirfarandi dæmi um síðari tíma siðspillingu: ákæruvald hverskonar vald er það?

er æðsti handhafi ákæruvalds 

Júlíus Björnsson, 14.6.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband