16.6.2009 | 21:25
Enn ein staðfesting þess að AGS vinnur fyrst og fremst fyrir erlenda fjármagnseigendur
Það er afar athyglisvert að lesa þá frétt sem hér er til grundvallar. Annað hvort eru þessir menn grunnhyggnir kjánar, eða handbendi erlendra fjármagnseigenda. Kannski ætla þeir bara Íslensku þjóðina svona mikla aula að hún skilji ekkert áhrifaþátt vaxta á afkomuhæfni heimila og fyrirtækja.
Það sýnir ótúlega litla þekkingu á Íslensku efnahagslífi, það sem haft er eftir Franek Rozadowzki, í þessari frétt, en þar segir: Hann sagði áætlun íslenska ríkisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins byggjast öðru fremur á því að ná stöðugleika í gjaldeyrismarkaði, og takmarka skuldir íslenska ríkisins vegna hruns bankanna.
Ef AGS mótmælir því ekki að Íslenska ríkið skuldsetji sig með fyrirhuguðum hætti vegna IceSave reikninganna, eru þeir opinberlega að vinna gegn yfirlýstum áformum sínum, um að takmarka skuldir íslenska ríkisins vegna hruns bankanna.
Hvers vegna segi ég þetta. Grunnregla kröfuréttar er, þegar um að að ræða sjálfstætt fyrirtæki (hlutafélag eins og Landsbankin var), að áður en kemur til kröfugerðar á hendur meintum ábyrgðaraðila er lýst kröfu á hendur fyrirtækinu, stjórnendum þess og eigendum. Kröfuhafinn leggur sig SANNANLEGA FRAM um að ná til sín öllum verðmætum sem hægt er að ná frá fyrirtækinu og stjórnendum þess. Meintur ábyrgðaraðili á rétt á að fylgjast með framvindu mála til að gæta hugsanlegra hagsmuna sinna.
Enn eru Bretar ekki farnir að lýsa kröfum á hendur Landsbanka, stjórnendum hans eða eigendum, þannig að kröfulega séð er ekki enn komið að því að reyni á hvort meintur ábyrgðaraðili verði fyrir eðlilegri kröfugerð. Nýgerður IceSave samningur er því fjandsamleg þvingun, sem stjórnmálamenn okkar hafa ekki haft kjark til að beita sér gegn.
Það er bjálfagangur að halda því fram, við þær siðferðisaðstæður sem hér ríkir, að hægt verði á næsta áratug að gefa gjaldeyrisviðskipti frjáls. Þó IceSave skuldin væri ekki til staðar, eru erlendar skuldir þjóðarbúsins það miklar að fyrirsjáanlegur afgangur af gjaldeyristekjum okkar næsta áratuginn (þó sparlega verði farið með) mun ekki bera aukningu á erlendum skuldum.
Að starfsmenn AGS skuli ekki sjá þetta, bendir eindregið til þeirra ástæðna sem að framan er getið, kjánagangs eða að þeir séu fyrst og fremst í hagsmunagæslu fyrir erlenda fjármagnseigendur.
Það þarf afar litla greind og síst meiri þekkingu á afkomumöguleikum heimila og fyrirtækja, í þjóðfélagsaðstæðum eins og við búum nú við, til að skilja að hærri vextir en almennt gerist í samskiptalöndum okkar, er algjör dauðadómur yfir efnahagslífi þjóðarinnar.
Heimili og fyrirtæki eru það skuldsett nú þegar, að ómögulegt er fyrir þau að auka lántökur sínar, sé horft út frá eðlilegri bankastarfsemi. Háir vextir eru að sama skapi líklegasti þátturinn til að eyðileggja möguleika til að komast út úr því ástandi sem nú hefur skapast. Háir vextir halda heimilum og fyrirtækjum hins vegar sem lengst í mikilli skuldastöðu; sem þýðir að erlendir fjármagnseigendur fá um langa framtíð tvöfallt til þrefallt hærri vexti af því fjármagni sem þeir eiga hér, en þeir gætu vænst að fá í nokkuru öðru þróuðu ríki veraldar.
Þetta eru vinnubrögð AGS hér á landi. Mæli þeir gegn því að stýrivextir fari fyrir lok júlí n.k. niður í c. a. 5% og lækki síðan hægt þaðan niður í viðmiðun nágrannalanda fyrir lok ársins, opinbera þeir algjörlega hagsmunagæslu sína fyrir erlenda fjármagnseigendur, eins og að framan er getið.
Auðvelt er með setningu tímabundinna gjaldeyrsilaga, að stýra gjaldeyrismálum með þeim hætti að gegni krónunnar verði í ásættanlegu jafnvægi, með hagsmuni útflutnings- og innflutningsgreina að leiðarljósi.
Stýra þarf skipinu af varfærni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Heyr Guðbjörn!
Íslendingar [ráðmenn] eiga líka sök ef þeir ætla að endurreisa ófögnuðinn. Einfalt fjármálakerfi hentar best einhæfum atvinnuvegum.
Orðspor Íslensk almenning stórskaddað svo og efnahagur. Hann er ekki þjóðin,
svo glannaskapurinn sem olli þessu er þá ekki Landráð.
Júlíus Björnsson, 16.6.2009 kl. 21:49
Rétt Guðbjörn. Það þarf sömuleiðis ekki nema meðalgreind til að sjá hver tilgangur þessara ESB sendiboða er.
Árni Gunnarsson, 16.6.2009 kl. 21:55
Því miður er ekki til staðar MEÐALGREIND hjá SAMSPILLINGUNNI sá flokkur er stjórhættulegur íslensku þjóðinni - heimski hálfvitar sem þar sitja upp í brú. Alveg hárrétt hjá Guðbirni eins og ávalt þegar hanns segir réttilega m.a. eftirfarandi speki: "þeir séu fyrst og fremst í hagsmunagæslu fyrir erlenda fjármagnseigendur. Það þarf afar litla greind og síst meiri þekkingu á afkomumöguleikum heimila og fyrirtækja, í þjóðfélagsaðstæðum eins og við búum nú við, til að skilja að hærri vextir en almennt gerist í samskiptalöndum okkar, er algjör dauðadómur yfir efnahagslífi þjóðarinnar."
Þetta sjá allir nema þessi vita gagnlausa & auma ríkisstjórn. Þjóðar ógæfa hversu "heimska, spilta & lélega stjórnmálamenn við eigum" - það hálfa væri nóg...!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 17.6.2009 kl. 02:26
Hversu mörg hundruð prósentum hærri voru innlánsvextir á Icesave reikningnum en á markaðs innlánsvöxtum í GB? Hærri innlánsvextir kalla á hærri útlánsvexti sem kalla á áhættusamari skuldara.
Júlíus Björnsson, 17.6.2009 kl. 02:40
IMF varfærnin, bara að bíða þangað til allt er farið á hausinn. Þá má hirða restarnar.
Þorri Almennings Forni Loftski, 17.6.2009 kl. 04:15
Stýra þarf skipinu af varfærni til að engin af auðlindum Íslendinga sleppi og allar eignir rati til IMG. Með þessu áframhaldi geta erlendir auðhringar hirt eignir og auðlindir Íslands fyrir spottprís.
Jörundur Þórðarson
Jörundur Þórðarson, 17.6.2009 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.