Athyglisverð frétt um varnarleysi Hollendinga gegn svikastarfsemi

Sú frétt sem hér er bloggað við vekur sannarlega athygli, í ljósi þess að Holland er eitt af ESB ríkjunum. Er það virkilega svo, að löggjöf ESB ríkja sé svo áfátt að EKKERT sé hægt að hamla gegn augljósri svikastarfsemi; líkt og reiknigsfærum mönnum mátti vera ljóst að IceSave fjársöfnun Landsbankans var.

Í ljósi þessa, er þá hægt að segja að það sé Íslensku þjóðinni að kenna, að eitt sjálfstætt fyrirtæki - þó í eigu íslenskra aðila væri - tæki upp á því að reka fjárplógsstarfsemi í Hollandi? Starfsemi þar sem peningar voru vélaðir út úr auðtrúa fólki, sem lagði fyrirhyggjuna til hliðar, í von um að græða meira á hinum erlenda banka, en heimabankarnir treystu sér til að borga í vexti.

Með sömu rökfræðinni væri það Hollensku þjóðinni að kenna ef Hollenskur ríkisborgari vélaði fé af Íslendingum? Margir erlendir aðilar hafa vélað fé af Íslendingum, en ég minnist þess ekki að okkur hafi dottið í hug að krefja ríkisstjórnir viðkomandi landa ábyrgðar á því fyrirhyggjuleysi landa okkar, að láta glepjast af svona gilliboðum.

Með sömu rökfræði er það seljendum áfengis að kenna að margir drekka of mikið af því og tapa heilsu og sjálfsstjórn. Einnig má með sömu rökfræði segja að offituvandamál vaxandi fljölda fólks í heiminum, sé seljendum matvöru að kenna. Svona röksemdafærsla er ekki boðleg þjóðum sem kalla sig þróaðar mennta- og menningarþjóðir; þó þessi rökfræði gæti gengið í ómenntuðu þróunarlandi, þar sem læsi og skilningur samskipta er takmarkaður.

Sé sú raunin, að löggjöf ESB sé svona vanþróuð og vitlaus, að stjórnvöld ríkja innan ESB geti ekki spornað við fjárplógsstarfsemi aðila frá öðrum þjóðum, hlýtur að verða að takast á við það verkefni að laga slíkt. Engin lausn felst í því að skella skuldinni af vitlausum lögum ESB, á þá þjóð sem var svo óheppinn að fáeinir þegnar hennar áttuðu sig á þeim möguleikum til svika, sem hin vitlausa löggjöf bauð upp á. Svikamöguleikarnir eru enn til staðar, meðan lögunum hefur ekki verið breytt, og útfærslumöguleikar svikastarfsemi er næsta óþrjótandi.

Sagt hefur verið að fjármálastarfsemi ESB ríkjanna muni ekki þola það að hver þjóð beri fulla ábyrgð á ALLRI starfsemi bankastofnana í sínu landi. Virðast þessi ummæli bera með sér að menn séu meðvitaðir um að álíka svikastarfsemi og Landsbankinn viðhafði, sé víða til staðar innan ESB svæðisins. Ætla má, að menn telji hana svo mikla að fjármálakerfi ESB muni riða til falls, ef slík starfsemi verði leidd fram í dagsljósið.

Eigi allar þessar vísbendingar sér stoð í raunveruleikanum; eða þó ekki væri nema einhver hluti þeirra, verður ekki með neinni skynsemi séð að þörf sé á að fórna um langa framtíð, fjárhagslegri afkomu komandi kynslóða okkar Íslendinga. Meint glæpastarfsemi í fjármálakerfum Evrópu hvorki breytast né minnkar við það.                      


mbl.is Gátu ekki stöðvað Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru svo sannarlega ekki meðmæli með regluverki og lagabálkum ESB að hafa ekki séð þetta fyrir. Því ef þetta stóra mál að geta ,,löglega" tekið fé af fólki endalaust án nokkurrar ábyrgðar, hvað þá um allt hitt sem er í rugli og þeir hafa bara ekki fattað enn?

merkúr (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 12:19

2 identicon

Þetta þóttu mér einnig tíðindi í þessari frétt, og að ég tel gríðarlega sterk rök fyrir íslendinga að samþykkja ekki þessa samninga, því skildi þetta litla land  verið þess umkomið að gera eitthvað í málinu, sem eru jú bundin af ESS eins og Hollendingar þegar hollendingar sjálfur segjast ekki hafa getað gert.

Og ætla íslensk stjórnvöl virkilega láta þetta hlaupa framhjá sér eins og ekkert sé.

Við hvað eru menn eiginlega hræddir???? 

(IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 13:26

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Merkilegt að ESB virðist ekki vilja taka neina ábyrgð á meingölluðu regluverki sínu og algjöru árangursleysi eftirlitsstofnana. Á sama tíma ætla nokkur af lykilríkjum sambandsins að láta okkur borga brúsann fyrir það, að hér á landi hafi ástand mála verið mjög svipað í þessum efnum. Brýtur það ekki líka í bága við einhverjar jafnræðisreglur? Það skýtur a.m.k. skökku við að yfirvöld þessara ríkja ætlast í raun og veru til þess að við björgum bankakerfum álfunnar frá meiriháttar áhlaupi, en virðast ekkert vilja koma til móts við okkur í staðinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.6.2009 kl. 13:50

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það sem mér finnst nýtt og vera merkilegt í fréttinni er. Að fram kemur að bæði seðlabanki fjármálaeftirlitið og stjórn létu sem ekkert væri.

Mér finnst það skína í gegn, að þessir aðilar hafi fengið athugasemdir án þess að það hafi verið gert opinbert.

Einnig hefur þegar komið fram, að það sama gerðist í Bretlandi. 

Kristbjörn Árnason, 17.6.2009 kl. 13:53

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég held því fram, að Hollendski Seðlabankinn sé að ljúga því að hann hafi ekki getað beitt sér til að tryggja Icesave-reikningana. Að vísu er talað um "stöðva vöxt" í fréttinni, en það var ekki megin vandamálið heldur að tryggja innistæðurnar. Ég segi í mínu blogg um málið:

Hollendska seðlabankanum (DNB) bar skylda til að vara eftirlitsaðila á efnahagssviði við framferði, sem gat stuðlað að óróa eða hruni á Hollendsku efnahagssvæði. Ef Íslendsk fyrirtæki áttu í hlut, var það skylda DNB að aðvara Íslendsk stjórnvöld, auk eftirlitsstofnana Evrópusambandsins.

Nú getur verið að hann hafi aðvarað einhverja, en almenningur mun væntanlega ekki fá af því fréttir, í samræmi við torgreinanlega peningastefnu seðlabankanna. Ef Seðlabanki Hollands aðvaraði eftirlitsstofnanir Evrópusambandsins og þær sinntu ekki málinu, hvar liggur þá sök ?

Skýrsla Seðlabanka Hollands til Hollendska þingsins bendir líklega til að hann hafi látið ógert að aðvara um ástandið. Sökin er þá Seðlabankans, en hann reynir að þvo hendur sínar og lýgur því að hann hafi ekki átt aðgang að löggjafa Evrópusambandsins.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.6.2009 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband