Athyglisverðar fullyrðingar um getuleysi Hollenska seðlabankans.

Margt er undarlegt í þessari frétt, um getuleysi Hollenska seðlabankans. Einhvern veginn finnst mér eins og Holland hafi ekki verið búið að aðlaga lagaumhverfi sitt, fyrir fjármálastarfsemi, að hinum Evrópsku reglum um  frjálst flæði fjármagns milli landa. Lítum á dæmi. Í fréttinni segir: (Áhersluletur í fréttatextainnskotum er eftir höfund þessa pistils)

Hollenski seðlabankinn (DNB) gat lítið sem ekkert beitt sér til að stöðva vöxt Icesave-reikninganna í Hollandi þar sem eftirlit með þeim, og Landsbankanum, heyrði undir íslenska Fjármálaeftirlitið (FME). Því voru það stjórnendur Landsbankans og FME sem báru ábyrgð á vextinum.

Hér er á ferðinni eitthvað sem mér virðist ekki ganga upp. Lögum okkar, um starfsemi fjármálastofnana, var á sínum tíma breytt til að samræmast lögum um starfsemi slíkra stofnana í hinu Evrópska efnahagssvæði EES.  Ég man ekki betur en að í okkar lögum séu skýr ákvæði um að innlendar lánastofnanir, sem starfi jafnframt í öðrum löndum, starfi undir lögum, reglum, eftirliti og leyfum þess lands sem starfsemin fari fram í.

Á sama veg er með erlenda lánastofnanir sem hér myndu starfa. Þær myndu starfa undir Íslenskum lögum, undir eftirliti Fjármálaeftirlits okkar og með þeim leyfum sem þeim væri úthlutað.

Sé fullyrðingin í upphafi fréttarinnar rétt, lítur helst út fyrir að stjórnvöld í Hollandi hafi ekki verið búin að samræma lagaramma sinn, um starfsemi fjármálafyrirtækja, að reglum ESB, um frjálst flæði fjármagns.

Við þessa framsetningu vakna spurningar um hvort stjórnendur Landsbankans hafi verið búnir að átta sig á þessu getuleysi Hollenskra eftirlitsaðila til afskipta af starfsemi þeirra og það - ásamt mikilli þörf fyrir hraða aukningu innlána vegna lokana á lánamarkaði - skapað þeim færi á að setja af stað svona hraða söfnun fjármagns, í landi sem ekki hafði gætt þess að vernda fjármuni þjóðfélagsins fyrir svona áhlaupi.

Í fréttinni segir einnig:

Rannsóknarnefndin segir að Icesave-málið sýni að evrópskt fjármála- og eftirlitskerfi þarfnist algerrar endurskoðunar, sérstaklega til að koma í veg fyrir viðlíka alþjóðadeilu og uppgjör, sem Icesave hefur haft í för með sér. DNB sagði í yfirlýsingu í gær að bankinn styddi þá tillögu. 

Hér er það skýrt sett fram að Icesave-málið sýni að evrópskt fjármála- og eftirlitskerfi þarfnist algerrar endurskoðunar. Þetta er því ekki Íslenskt vandamál, heldur sameiginlegt vandamál alls EES svæðisins. Spurningin er hvor vandamálið eru ESB reglurnar, eða það að þjóðir EES svæðisins hafi ekki gætt nægrar varfærni í lagaumhverfi hverrar þjóðar, til að vernda eigið fjármagn.

Einnig virðist ljóst að seðlabanki Hollands gerir ekki ráð fyrir að samskonar óábyrg fjársöfnun sé MINNI Í HOLLANDI en var hjá Landsbankanum, því í fréttinni kemur fram eftirfarandi úr yfirlýsingu þeirra:

Það þyrfti að forðast með öllum tiltækum ráðum að ríki, í þessu tilviki Holland, þyrfti að bera ábyrgð á hruni fjármálafyrirtækis í gegnum innstæðutryggingakerfi sitt. 

Hvað er Hollenski seðlabankinn að segja hér.  Hann er í raun að segja að þeirra mat sé það, að innistæðutryggingakerfi þeirra myndi ekki ráða við að eitt fjármálafyrirtæki hryndi. Þetta segir okkur að þeirra mat er það, að útlánastarfsemi Hollenskra fjármálafyrirtækja sé með þeim hætti að einungis lítill hluti útlána muni skila sér til baka og eignir þeirra muni ekki duga fyrir innlánum. Og það sem meira er. Mismunurinn muni verða meiri en innistæðutryggingakerfi þeirra ráði við.

Neðarlega í fréttinni er eftirfarandi setningar:

Samkvæmt samkomulagi sem íslenska ríkið gerði við það hollenska fyrir skemmstu mun tryggingasjóður innstæðueigenda á Íslandi greiða 71 prósent af þeirri upphæð. Ef hann getur ekki greitt upphæðina mun íslenska ríkið greiða það sem upp á vantar. 

Hér hlýtur eitthvað að vera rangt með farið. Ég er nýlega búinn að fletta í lagasafni Alþingis, til að skoða hvaða heimildir Alþingi hafi samþykkt. Þessi umrædda heimild er ekki þar. 

Einnig verður ekki annað skilið af lögum um starfsemi lánastofnana og lögum um innistæðutryggingar, en að Íslensk lög nái einungis yfir starfsemi innlendra lánastofnana á Íslandi, en starfi þær í öðrum löndum, sé það undir lögum og reglum viðkomandi lands, þar á meðal er tryggingasjóður innistæðna þess lands, því þangað greiðir útibúið sín gjöld af innlánum.

Lögum okkar um innistæðutryggingar, hefur ekki verið breytt, enda er ekki hægt að breyta lögum aftur fyrir sig, þannig að Íslenska ríkið er ekki í ábyrgð fyrir öðru en innlánum hjá innlendum útibúum lánastofnana. Ef t. d. væri starfandi hér erlendur banki, sem tekið hefði við innlánum hér, væri innlánatryggingasjóður okkar í ábyrgðum fyrir þeim.

Ekki er með góðu móti hægt að lesa annað út úr svonefndum "neyðarlögum", en heimild til fjárútláta úr ríkissjóði til stofnunar nýs ríkisbanka í stað þeirra hlutafélagsbanka sem fóru í þrot. Heimildin nær til að víkja stjórnum þeirra til hliðar, tímabundið, og setja þeim skilanefnd.

Neyðarlögin ná því ekki til heimilda til fjárútláta vegna starfsemi gömlu bankanna, að öðru leiti en því sem þarf til að tryggja eðlilega starfsemi greiðslukerfa. Mér virðist því að annað hvort hafi fólk ekki yfirsýn yfir verkefnið, eða að stjórnmálamenn hafi látið blekkjast af tilraunum erlendra aðila til að setja ríkissjóð í ábyrgðarstöðu, sem hann befur enga heimild til að taka á sig.        


mbl.is Gátu ekki stöðvað Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Þakka þér Guðbjörn fyrir góða samantekt, það er ljóst að ESB kerfið skalf vegna hræðslu um að Ísland ætlaði að víkjast undan ábyrgð og íslensk stjórnvöld eru nú að gefast upp fyrir þvingunum þeirra. Hinsvegar er ljóst að ekkert þessara landa gæti staðið undir sömu kröfu ef allir bankar þeirra féllu. En þeir ætlast til að við uppfyllum þá kröfu. Einmitt á þessari forsendu, þ.e. veikleika ESB tilskipuninnar eigum við að neita þessum afarkostum.

Sigurbjörn Svavarsson, 17.6.2009 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 165584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband