1.7.2009 | 12:22
Undarlega lítið upplýsandi frétt
Engin leið er að lesa, út úr þessari frétt á Mbl.is, heildarmynd hagsmuna þjóðfélags okkar af framleiðslu málma hér á landi. Ekki kemur fram heildarverðmæti útfluttra málma og því síður að fram komi hve mikið af þessu heildarverðmæti skilar sér sem gjaldeyristekjur til þjóðfélagsins.
Fyrir skömmu kom fram í fjölmiðlum, í sambandi við skoðun Seðlabanka á gjaldeyrisskilum útflutningsgreina, að vegna mikils erlends kostnaðar málmframleiðslufyrirtækjanna, væru þau með undanþágu frá fullum skilum gjaldeyris. Í þeirri frétt kom fram að hinn erlendi kostnaður þessara fyrirtækja væri u.þ.b. 80% af sölutekjum þeirra. Í ljósi þessa eru það einungis 20% sölutekna þeirra sem koma til landsins sem gjaldeyristekjur.
Þegar litið er á hinar tilvitnuðu tölur Hagstofunnar um tekjur af útflutningi, kemur í ljós að flutt voru út 875 þúsund tonn af málmum, að verðmæti 196,547 milljarðar króna. Sé þessu skipt í samræmi við það skilahlutfall gjaldeyris sem fram kom í frétt um skoðun Seðlabankans, eru gjaldeyristekjur til þjóðfélagsins aðeins 20% af þessu söluverðmæti, eða kr. 39,309 milljarðar.
Í fréttinni er sagt að: Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2008 var 545 milljarðar króna. Reyndar er talan hjá Hagstofunni 545,464 milljarðar og inn í heildartölu útflutnings vantar verðmæti vegna sölu á 18,8 milljónum lítra af bjór og öðru öli, og 62,160 milljónum lítra af vatni. Hvaða verðmæti er í þessum útflutningsvörum eru enn ekki ljós, en hækka væntanlega nokkuð tölu útflutningstekna. En á móti kemur að inn í uppgefnum útflutningstekjum er 157,238 milljarðar vegna sölu málma; tekjur sem aldrei koma inn í veltutölur þjóðfélags okkar, þar sem þar er um að ræða erlendan kostnað álfyrirtækjanna. Rétt færðar gjaldeyristekjur þjóðarinnar á árinu 2008 gætu því verið 388,226 milljarðar, plús þau verðmæti sem koma út úr útflutningi á vatni og bjór.
Það er afar mikilvægt að fjölmiðlar fari að átta sig á mikilvægi þess að setja fram sem gleggstar og réttastar fréttir af efnahagsmálum, því við erum illa stödd ef almenningur fær fulla vantrú á upplýsingagildi frétta í fjölmiðlum.
Mikil aukning í framleiðslu málma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 165584
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Mér finnst fróðlegt að vita hvað fersksvatnsútflutningur er að skila.
Mér finnst Hagtíðindi ekki skilmerkileg að þessu leyti.
Júlíus Björnsson, 2.7.2009 kl. 10:00
Guðbjörn almenningi er slétt sama um upplýsingar um efnahagsmál og annað sem skiptir máli. Almenningur er ekkert að spá í hvort fjölmiðlar eru í eigu mafíósa og undir hæl stjórnmálamanna. Almenningur hefur ekki áhuga á að ná sér í þær upplýsingar sem er að hafa á netinu. Almenningur ætlar að kjósa Sjálfstæðis Samfylkingar og framsóknar-mafíuna yfir sig í næstu kosningum, sem verða fljótlega. Flokkana sem komu þjóðinni í gjaldþrot með sinni stefnu og stefnuleysi. Flokkana sem einkavinavæddu og stóriðjuvæddu, lögðu niður þjóðhagsstofnun, og komu í veg fyrir frjálsa fjölmiðlun í landinu.
Hverju skilar kárahnjúkavirkjun og málmfabrikkurnar í þjóðarbúið ef dæmið er reiknað?
Indriði H. Þorláksson, fyrirverandi ríkisskattstjóri hefur þetta um máið að segja:
http://www.dv.is/frettir/2009/2/2/litid-upp-ur-storidju-ad-hafa/
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.