Undarlega lítið upplýsandi frétt

Engin leið er að lesa, út úr þessari frétt á Mbl.is, heildarmynd hagsmuna þjóðfélags okkar af framleiðslu málma hér á landi. Ekki kemur fram heildarverðmæti útfluttra málma og því síður að fram komi hve mikið af þessu heildarverðmæti skilar sér sem gjaldeyristekjur til þjóðfélagsins.

Fyrir skömmu kom fram í fjölmiðlum, í sambandi við skoðun Seðlabanka á gjaldeyrisskilum útflutningsgreina, að vegna mikils erlends kostnaðar málmframleiðslufyrirtækjanna, væru þau með undanþágu frá fullum skilum gjaldeyris. Í þeirri frétt kom fram að hinn erlendi kostnaður þessara fyrirtækja væri u.þ.b. 80% af sölutekjum þeirra.  Í ljósi þessa eru það einungis 20% sölutekna þeirra sem koma til landsins sem gjaldeyristekjur.

Þegar litið er á hinar tilvitnuðu tölur Hagstofunnar um tekjur af útflutningi, kemur í ljós að flutt voru út 875 þúsund tonn af málmum, að verðmæti 196,547 milljarðar króna. Sé þessu skipt í samræmi við það skilahlutfall gjaldeyris sem fram kom í frétt um skoðun Seðlabankans, eru gjaldeyristekjur til þjóðfélagsins aðeins 20% af þessu söluverðmæti, eða kr. 39,309 milljarðar.

Í fréttinni er sagt að: Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2008 var 545 milljarðar króna. Reyndar er talan hjá Hagstofunni 545,464 milljarðar og inn í heildartölu útflutnings vantar verðmæti vegna sölu á 18,8 milljónum lítra af bjór og öðru öli, og 62,160 milljónum lítra af vatni. Hvaða verðmæti er í þessum útflutningsvörum eru enn ekki ljós, en hækka væntanlega nokkuð tölu útflutningstekna. En á móti kemur að inn í uppgefnum útflutningstekjum er 157,238 milljarðar vegna sölu málma; tekjur sem aldrei koma inn í veltutölur þjóðfélags okkar, þar sem þar er um að ræða erlendan kostnað álfyrirtækjanna. Rétt færðar gjaldeyristekjur þjóðarinnar á árinu 2008 gætu því verið 388,226 milljarðar, plús þau verðmæti sem koma út úr útflutningi á vatni og bjór.

Það er afar mikilvægt að fjölmiðlar fari að átta sig á mikilvægi þess að setja fram sem gleggstar og réttastar fréttir af efnahagsmálum, því við erum illa stödd ef almenningur fær fulla vantrú á upplýsingagildi frétta í fjölmiðlum.                 


mbl.is Mikil aukning í framleiðslu málma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér finnst fróðlegt að vita hvað fersksvatnsútflutningur er að skila.

Mér finnst Hagtíðindi ekki skilmerkileg að þessu leyti.

Júlíus Björnsson, 2.7.2009 kl. 10:00

2 identicon

Guðbjörn almenningi er slétt sama um upplýsingar um efnahagsmál og annað sem skiptir máli. Almenningur er ekkert að spá í hvort fjölmiðlar eru í eigu mafíósa og undir hæl stjórnmálamanna. Almenningur hefur ekki áhuga á að ná sér í þær upplýsingar sem er að hafa á netinu. Almenningur ætlar að kjósa Sjálfstæðis Samfylkingar og framsóknar-mafíuna yfir sig í næstu kosningum, sem verða fljótlega. Flokkana sem komu þjóðinni í gjaldþrot með sinni stefnu og stefnuleysi. Flokkana sem einkavinavæddu og stóriðjuvæddu, lögðu niður þjóðhagsstofnun, og komu í veg fyrir frjálsa fjölmiðlun í landinu.

Hverju skilar kárahnjúkavirkjun og málmfabrikkurnar í þjóðarbúið ef dæmið er reiknað?

Indriði H. Þorláksson, fyrirverandi ríkisskattstjóri hefur þetta um máið að segja:

http://www.dv.is/frettir/2009/2/2/litid-upp-ur-storidju-ad-hafa/

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband