Svikamyllan afhjúpuð

Það er gott að þessi svikamylla skuli afhjúpast svona. Þegar ég var að benda á útþennslu Kaupþings, var ég bara sagður ruglaður. Því miður upplýsast ekki öll svik á jafn áberandi hátt og þessi, en með því að hafa nauðsynlega aðgát á undirstöðum þjóðfélagsins, koma svikin oftast áberandi í ljós, nokkrum mánuðum eða árum eftir að þau voru gerð.

Ég vil taka fram, að ég tel einstakir starfsmenn Kaupþings, sem skráðir voru fyrir þessum hlutafjárkaupum með lánsfé frá Kaupþingi, hafi ekki verið sér meðvitaðir um hvaða svikamyllu þeir voru að hjálpa til að setja af stað. Þeir heilluðust greinileg af miklum arðgreiðslum, sem þeir fengu af þessum hlutabréfum. Leikmyndin sem sett var upp fyrir þá, var áreiðanlega á þann veg að arðgreislurnar myndu gera meira en borga lánin, þannig að þeir væri bara að græða á þessu.

En hvernig gerast svona hlutir og hvar fékk Kaupþing allt þetta fé sem skráð var sem útlán, en notað til kaupa á hlutafé í bankanum sjálfum? Það er einfallt að segja það. Til svona verka þarf EKKERT FJÁRMAGN.

Aðferðin er sú, að bankinn lánar út af eiginfjárstöðu sinni. Sama dag eru skráð kaup á hlutafé upp á sömu fjárhæð. Sú aukning á hlutafé skráist inn sem nýtt hlutafé, og kemur fram sem hækkun á eiginfjárstöðu bankans; sem aftur gerir hann verðmætari á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar.

Þar sem bankinn þurfti ekki að taka nein utanaðkomandi lán, til að lánveitinga til starfsmanna, til hlutafjárkaupa í bankanum sjálfum, varð talnaleg viðskiptastaða bankans betri. Hún sýndi aukna eiginfjárstöðu, án þess að skuldir eða kostnaður hefðu aukist á móti. Bókfærslulega séð þýddi það hagnaður af rekstri. Stjórn bankans skildi greinilega ekki hvernig þessi svikamylla var búin til. Hún samþykkti hagnaðarniðurstöðuna og ákvað að greiða arð í samræmi við það.

Það er afar ólíklegt að ég hafi verið einn um að sjá þessa svikamyllu, en það eitt er nú orðið víst að ég var einn um að vekja athygli á henni, og talinn vitlaus fyrir bragðið. Ég held að ég þurfi ekkert að skammast mín fyrir mitt vit, en það eru margir í þessu þjóðfélagi sem ættu að biðjast afsökunar, í stað þess að vera með stórar yfirlýsingar um þjóðfélagsmál.                  


mbl.is 22 fengu 23,5 milljarða að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er ólöglegt í augum alþjóðasamfélagsins. Eins og okkar sem reynum að lifa í sátt og samlyndi og virðum lög í þeim sama skilningi og þeir sem settu þau.

óeðlilegur vöxtur, óreiða, glannaskapur, ranghugmyndir um hæfi [snilli]. Eru forsendugrundvöllurinn  sem umræðan ætti að byggja á. Afleiðingar Fjármálastarfseminnar innlands og utan eru sýnilegar. Lítið mál fyrir hlutaðeigandi að beita réttvísinni af fullum þunga og hörku. [Dómsmálaráherra þegar afleiðingarnar varða þjóðina]

Í stað þess að semjum um að þjóðin:heimilin í landinu séu samábyrg. Einrómur því miður talsmanna Samfylkingarinnar.  

Júlíus Björnsson, 3.7.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband