Eyðileggingaröflin eins og englisprettufaraldur

Það er sorglegt að fylgjast með þeirri miklu heift sem ríkir í hugum afmarkaðs, en fyrirferðamikils hóps innan Borgarahreyfingarinnar. Það sorglega við þetta allt er, að þessir aðilar eru í hvert sinn að gefa ítarlegar yfirlýsingar um það hve illa þeim sjálfum lýði, innra með sjálfum sér.

Eftir að hafa lesið mikið af því sem þessi hávaðasami hópur hefur látið frá sér fara, er ljóst að þarna virðist á ferðinni hópur sem EKKERT hefur tileinkað sér hópvinnu, eða færar leiðir til farsælla breytinga. Þetta fólk virðist yfirhlaðið spennu; virðist upplifa sig kúgað, og þar sem það virðist hvorki hafa tengsl við reynslu eða jákvæðar tilfinningar, verða öll þeirra viðbrögð að árásum á þá sem þeir upplifa sem andstæðinga sína.

Það besta sem hent getur Borgarahreyfinguna, er að þessi hópur verði gerður áhrifalaus, með því að fólk sem hefur reynslu og þekkingu, þjappi sér saman í forystusveit, svo hægt verði að fara að vinna skipulega að þeim markmiðum sem grunnhugsun hreyfingarinnar er byggð á.

Æsingurinn út af bréfi Margrétar er svolítið dæmigerður fyrir það sem að framan er lýst. Ég get verið sammála því að óheppilegt var að Margrét skildi tjá þessar hugsanir sínar í bréfi (betra hefði verið að hringja) til vinkonu sinnar. Hún hefur gefið afar trúverðugar skýringar á hvers vegna bréfið fór til allrar stjórnarinnar.

Það sem hins vegar vekur mér meiri athygli, er að sumir stjórnarmanna mátu meira möguleikann á að eyðileggja fyrir Borgarahreyfingunni, með því að opinbera þessi mistök, en að eyðileggja bréfið og láta það falla í gleymsku.

Í þessu umrædda bréfi er á engan hátt vegið að mannorði neins, þó Þráinn kjósi að notfæra sér huleiðingar ótilgreinds sálfræðing, um þætti í fari Þráins sem honum sýndist bera einkenni tiltekins sjúkdóms, sem nokkuð hrjárir eldar fólk.

Sá sjúkdómur sem þarna er nefndur, er samnefni yfir mörg afbrigði af skerðingu á heilastarfsemi. Þessi sjúkdómur er að vísu ólæknandi enn, en með því að hann greinist tímanlega, er hægt að halda honum niðri með lyfjum, þannig að hann verði viðkomandi ekki til verulegra vandræða, um eitthvert árabil.

Af bréfi Margrétar mátti lesa umhyggju fyrir heilsu Þráins. Það var hins vegar hópurinn sem sá sér færi á að skapa illindi með því að dreifa bréfinu, sem vegna skorts á jákvæðum viðhorfum, hjartahlýju og mannkærleika, sá sér fært að fróa innri kvötum til að framkalla hjá öðrum sína eigin slæmu innri lýðan, sem í raun ætti að vera umræðuefnið i þessu tilviki.

Margrét er afar góður málsvari mannlegra og heiðarlegra vinnubragða í stjórnkerfi lands okkar. Ég vona því að hún láti ekki þennan hávaðasama og sjálfsóánægða hóp valda sér of miklu angri. Hún hefur ekkert gert af sér sem getur flokkast sem trúnaðarbrestur hennar gagnvat kjósendum sínum, þannig að ég sé enga ástæðu fyrir hana að stíga til hliðar; ekki sýst eftir að hafa lesið innslag varamanns hennar við þá frétt sem hér er til umræðu.

Ég hef trú á að Borgarahreyfingin verði sterk, að aflokinni endurskipulagningu.                   


mbl.is Margrét kalli til varamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Bara að benda á að starf þingmanns er vinna sem kallar á fulla heilastarfsemi. Það er því ekkert smámál fyrir þingmann að vera ásakaður um skerta heilastarsemi

Sævar Finnbogason, 16.8.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 165772

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband