Fljótfærni, eða skortur á dómgreind ??

Tilvitnuð ummæli fjármálaráðherra Noregs, "að Íslendingar þyrftu að greiða reikninginn fyrir frjálshyggjutilraun hægrimanna" eru afar athyglisverð. Ber að skilja þessi ummæli þannig að Norska ríkisstjórnin, telji vera Norska ríkisábyrgð á fjárskuldbindingum allra hlutafélaga í Noregi?

Landsbanki Íslands hf. er eigandi Icesave reikninganna. Og ríkissjóður Íslands er ekki hluthafi í því hlutafélagi. Hann er hvorki með ábyrgð á hlutafélaginu né Tryggingasjóði innistæðueigenda. Hvaðan kemur Norska fjármálaráðherranum heimild til að kenna þessa skuldastöðu hlutafélagsins, við ALLA ÍSLENDINGA, eins og hún gerir í nefndu útvarpsviðtali?

Þessi ásökun Norska fjármálaráðherrans, á hendur almenningi á Íslandi er, vægt til orða tekið dónaleg. Þar sem þetta er rakalaus ósannindi í garð almennings á Íslandi, flokkast þetta vart vægar en sem ónauðsynleg, óverðskulduð og órökstudd, niðurlægjandi árás á Íslensku þjóðina.

Við svona framkomu á Norska ríkisstjórnin einungis eina útgönguleið.  Þeir verða að láta fjármálaráðherrann biðja íslensku þjóðina opinberlega afsökuna og undanbragðalaust láta hana taka pokan sinn og hverfa úr ríkisstjórn Noregs. Að öðrum kosti er Norska ríkisstjórnin saþykk þessari órökstuddu árás á íslenskan almenning.

Það er sorglegt ef dómgreind stjórnmálamanna er almennt að verða svo lítil, að þeir geri ekki greinarmun á einstöku sjálfstæðum hlutafélögum, frá sameiginlegum sjóðum allra landsmanna. Sé það svo, er víðar en á Íslandi komin tími til að koma skynsömu fólki að við stjórnun þjóðfélaga.

Ég vænti þesss að sjá ÁBERANDI viðbrögð Norsku ríkisstjórnarinnar.        


mbl.is Axli ábyrgð á hægritilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Guðbjörn: þú mátt giska þrisvar hver hefur verið norska ráðherranum innanhandar, með upplýsingar um Íslensk fjármál, og ástæðan fyrir vandanum hefur ekki vafist fyrir þeim " Jeckel eða Hide " fjármálaráðherra okkar, frekar en annað sem sá ágæti maður kemur að ( Icesave-ESB-Sjálfstæði Íslands), hann mun fyrr biðja þan norska afsökunar á ummælum þínum, en að finna að þeim sjálfur, þeim norska er greinilega "drullusama"=orðið er mér ekki tamt en læt það flakk í þetta skiptið það á vel við. 

Magnús Jónsson, 15.8.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 165772

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband