20.8.2009 | 13:03
Stórhættulegt að samþykkja Icesave-ábyrgðina
Ég hef áhyggjur af því að mér finnst stjórnmálamenn ekki átta sig á mestu hættunni sem islensku samfélagi stafar af samþykkt ríkisábyrgðar þessa Icesave-samnings. Lítum á meginrökin.
Ríkissjóður er ekki, lögum samkvæmt, ábyrgðaraðili Landsbanka Íslands hf.
Ríkissjóður er ekki með neina beina ábyrgð á Tryggingasjóði innistæðueigenda og Tryggingasjóður kemur ekki til skjalanna fyrr en fyrirtækið (Landsbankinn) er komið í gjaldþrot.
Í stjórnarskrá okkar eru skýr ákvæði um að ALLIR skuli vera jafnir fyrir lögunum.
Fari nú svo að Alþingi samþykki ríkisábyrgð vegna skulda Landsbankans, myndast ófrávíkjanlegur kröfuréttur ALLRA kröfuhafa á íslensk fyrirtæki, vegna krafna sem þau ráða ekki við að greiða. Hvernig gerist það?
Taki ríkissjóður ábyrgð á skuld íslensks fyrirtækis, sem ekki hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, er forsendan - ALLIR skuli vera jafnir fyrir lögunum - orðin dómtæk forsenda fyrir því að slíkt hið sama VERÐI að vera meginregla gagnvart ÖLLUM ÖÐRUM FYRIRTÆKJUM Í LANDINU.
Ef menn hafa ekki enn áttað sig á því, hvers vegna erlendir kröfuhafar eru svona tregir til að ganga frá samningum um niðurfellingar skulda, þá bendi ég mönnum á að þessi þáttur er einmitt meginástæðan fyrir þessari tregðu. Samþykki Alþingi ábyrgðina vegna Icesave-samningsins, þurfa engir erlendir kröfuhafar að afskrifa neitt af kröfum sínum, því jafnræðisregla stjórnarskrár veitir þeim rétt til að sækja greiðslur sínar til ríkisins, vegna samþykktar ríkisábyrgðar á skuld íslensks fyrirtækis, sem er komið í greiðsluþrot, en hefur ekki enn verið tekið til gjaldþrotaskipta, og skiptin kláruð.
Það þarf ekki fólkna speki til að sjá þetta, því þetta er fyrir framan augun á manni, ef maður einbeitir sér að einföldu beinu brautinni, undir öllu orðagjálfrinu, sem stjórnmaálamenn skilja ekki einum sinni sjálfir.
Frávísun myndi valda stjórnmálaóreiðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 165584
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.