Stórhættulegt að samþykkja Icesave-ábyrgðina

Ég hef áhyggjur af því að mér finnst stjórnmálamenn ekki átta sig á mestu hættunni sem islensku samfélagi stafar af samþykkt ríkisábyrgðar þessa Icesave-samnings. Lítum á meginrökin.

Ríkissjóður er ekki, lögum samkvæmt, ábyrgðaraðili Landsbanka Íslands hf.

Ríkissjóður er ekki með neina beina ábyrgð á Tryggingasjóði innistæðueigenda og Tryggingasjóður kemur ekki til skjalanna fyrr en fyrirtækið (Landsbankinn) er komið í gjaldþrot.

Í stjórnarskrá okkar eru skýr ákvæði um að ALLIR skuli vera jafnir fyrir lögunum.

Fari nú svo að Alþingi samþykki ríkisábyrgð vegna skulda Landsbankans, myndast ófrávíkjanlegur kröfuréttur ALLRA kröfuhafa á íslensk fyrirtæki, vegna krafna sem þau ráða ekki við að greiða. Hvernig gerist það?

Taki ríkissjóður ábyrgð á skuld íslensks fyrirtækis, sem ekki hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, er forsendan - ALLIR skuli vera jafnir fyrir lögunum - orðin dómtæk forsenda fyrir því að slíkt hið sama VERÐI að vera meginregla gagnvart ÖLLUM ÖÐRUM FYRIRTÆKJUM Í LANDINU.

Ef menn hafa ekki enn áttað sig á því, hvers vegna erlendir kröfuhafar eru svona tregir til að ganga frá samningum um niðurfellingar skulda, þá bendi ég mönnum á að þessi þáttur er einmitt meginástæðan fyrir þessari tregðu. Samþykki Alþingi ábyrgðina vegna Icesave-samningsins, þurfa engir erlendir kröfuhafar að afskrifa neitt af kröfum sínum, því jafnræðisregla stjórnarskrár veitir þeim rétt til að sækja greiðslur sínar til ríkisins, vegna samþykktar ríkisábyrgðar á skuld íslensks fyrirtækis, sem er komið í greiðsluþrot, en hefur ekki enn verið tekið til gjaldþrotaskipta, og skiptin kláruð.

Það þarf ekki fólkna speki til að sjá þetta, því þetta er fyrir framan augun á manni, ef maður einbeitir sér að einföldu beinu brautinni, undir öllu orðagjálfrinu, sem stjórnmaálamenn skilja ekki einum sinni sjálfir.            

            


mbl.is Frávísun myndi valda stjórnmálaóreiðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 165584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband