22.8.2009 | 11:36
Væri ekki gott að leiðrétta verðtrygginguna í leiðinni ??
Frá upphafi hafa útreikniforsendur svokallaðrar verðtryggingar (fyrst lánskjaravísitölu) verið vitlausar, með þeim hætti að þær margfalda endurgreiðslu lánsfjár, langt umfram eðlilegar vísitölubreytingar. Á þetta hefur oft verið bent, en þar sem þessi "vitleysa" í útfærslum, skilar lánastofnunum umtalsvert hærri endurgreiðslu en eðlilegur útreikningur mundi gera, hefur verið slegin öflug skjaldfborg um þessar "vitleysur".
Ég á allar þessar vitleysur skýrt útfærðar og bauð t.d. kastljósi þær í lok síðasta árs, en eitthvað stöðvaði þá á síðustu stundu að kynna sér málið.
Í áranna rás hef ég iðulega vakið máls á þessum vitleysum, en aldrei hefur skapast áhugi fjölmiðla eða félagshópa á að kynna sér þessa þætti rækilega. Ég hef þó marglýst því yfir að ég sé tilbúinn að mæta á fundi hjá hópum til að kynna þessar vitlausu forsendur, en til slíks þurfi ég annað hvort skjávarpa eða glæruvarpa.
Ef þjóðin gæti sameinast um að leiðrétta núverandi lög (vitleysan var sett inn í lögin þegar sást hve vel hún gaf af sér fyrir lánastofnanir) og einnig útreikniforsendur skuldabréfakerfis lánastofnana, þannig að útreikningar verðbóta væru í samræmi við hina upphaflegu hugmynd, myndu ALLAR höfuðstólsupphæðir verðtryggða lána lækka verulega og framtíðar-afborganir vera í fullu samræmi við eðlilegar verðbreytingar í landinu.
Hvort ætli sé betra, fyrir farsæla framtíðarþróun lánaviðskpta, að leiðrétta vitleysur í verðbótaútreikningum, eða afskrifa hluta af höfuðstól núverandi skulda?
Ráðherra vill afskrifa skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 165771
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Það besta sem ég get séð í þessu er að koma þessum gögnum á Hagsmunasamtök Heimilanna.
Jóhann Elíasson, 22.8.2009 kl. 11:56
Endilega koma þessum gögnum til sem flestara hagsmunar aðila, sammála Jóhanni Elíassyni hér að ofan, einnig vil ég að Talsmaður neytenda beiti sér og umboðsmaður Alþingis, þetta eru í raun bara "ólög"sem "arðræna heila þjóð" og svona getur þetta ekki gengið lengur...!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 22.8.2009 kl. 12:09
ég tók lán hjá Íbúðalánasjóði upp á 14.8 milljónir...
í dag er þetta lán komið í nærri 20 milljónir á bara 2 árum.
ég get ekki borgað lán sem hækkar um rúmlega 2.5 milljónir á ári...
Arnar Bergur Guðjónsson, 22.8.2009 kl. 12:45
Alliar lánastofnanir og stjórnvöld hafa haft ÖLL þessi gögn í mjög langan tíma. Marg ítrekað verið gerð tilraun til að fá alvöru umfjöllun um þetta efni, en þar sem ekki hefur tekist að breikka hóp þeirra sem þrýsta á þessar breytingar, er ekkert hlustað á mig einan.
Ég er búinn að vera óþolandi, að mati aðila í banka- og stjórnkerfinu, í langan tíma og gerði m. a. Jón Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, rökþrota á fundi á Hótel Loftleiðum, rétt fyrir páska 1988, þar sem ég lét hann hafa forsendur fyrir rangri lánskjaravísitölu, sem hann gat ekki hrakið. Þarna voru ALLIR helstu fjölmiðlar landsins áheyrendur að þessu, en ENGUM þeirra datt í hug að nefna þessa pínlegu uppákomu ráðherrans, hvað þá að vekja athygli á því efni sem varð ástæða þess að maðurinn varð rökþrota.
Yfir Páskana breytti viðskiptaráðherra reglugerð um samsetningu lánskjaravísitölunnar, sem varð kveikja að stofnun Samtaka fjárfesta, sem Vilhjálmur Bjarnason er nú framkvæmdastjóri fyrir.
Það getur EKKERT leiðrétt vitleysuna í verðtryggingunni, nema almenn samstaða þeirra sem þessi vitleysa bitnar á.
Guðbjörn Jónsson, 22.8.2009 kl. 20:36
Leiðrétta eða samræma verðtryggingarvaxtaforsendur miðað við þær sem gilda almennt annar staðar utan Íslands.
Skilja á varnalegra langtímalána um 30 ár t.d. og óstöðugra skammtímalána um 3-4 mánuði t.d.
Sparifjár eigandi um 30 ára getur boðið venjulega almennum einstakling að ávaxta fyrir sig um andvirði 60 % af verði íbúðar t.d. segjum 20.000.000- í um ár. Eftir 30 ár hefur hann fengið um 120% af íbúðarverði greitt til baka. Þessi lán kallast Mortgage loans og eru verðtryggð með veði í íbúðarhúsnæði lántakans miðað við þróun fasteignaverðs á heimarkaði lánþega. Fasteignvísitölur. Leiðrétta má andvirði ógreiddra eftirstöðva láns t.d. einu sinni á ári miðaði við meðalhúsnæðisverð þess ár. Þannig að fasteignaverðtryggðar eftirstöðvar [höfuðstóll nafnvaxtanna] upphaflega höfuðstólsins sé í samræmi við meðalverð íbúðahúsnæðis þess ár. Varnalegt jafnvægi í efnahagstjórnun viðkomandi heimamarkað gerir og að verkum að á 30 áru er lítið um afföll og vanskil vegna slíkra lán að mati evru þjóða tildæmis. Nafnvextir að meðaltali um 2-5% á tímabilinu. Hrein eðlileg fasteignaverðtrygginga t.d. að mati evruþjóða.
Sparifjáreigandi getur líka verslað við miðil að fjárfest í skammtímabréfum þar sem lámarksvextir fylgja verði þess hverfanlegs neysluvarnings miðað við mánaðarleg útreiking í samræmi við kröfu alþjóðafjárfesta eða einokunar verðtrygginga vísitöluferlinum á Íslandi síðan um 1982 sem tekur mið að samsvarandi neysluverðsútreiknum á neysluverðsvísitölum.
Þess val kostur bíður sparifjáreigenda upp á viðskiptaafföll 4 sinnum á ári eða um 120 sinnum á 30 árum og ber því sannanlega mikið hærri ávöxtunarkröfu með réttu.
Af 100 sem keppa í 30 ár er einn t.d. með 5% ávöxtun [meðaltalið] einn með 100% og 50% kannski með 0% ávöxtun eða neikvæða.
Rökin eru ef EU [og USA] og getur gert þessi stöðugleikaskil og unnið með tvö efnahagsstjórnartæki í einu þá getum við það.
Rökin fyrir að hald áfram með óeðlilega eða rangláta verðtryggingarforsendu í garð áhættulausra Mortgage loans lána] almennings hafa hald verið tímasprengja sem gat sprungið að mati allra yfirgreindar matsaðila alþjóðsamfélagsins. Hugleysi fylgir oft lítill. þekkingu eða undiryfirgreind.
Tyrkir eru álíka hinsegin á Íslenskir ráðamenn og beita launavísutölu til leiðréttinga eftirstöðva höfuðstóls Mortgags loans. Brussel grætur þennan þröskuld eða verðbólguskrúfu ekki því það kemur í veg fyrir evru upptöku þeirra. Launavísitölu ferill fylgir [eltir] nefnilega neysluvístöluferilinn miðað við mánuðinn á undan. Batnandi manni er best að lifa.
Almennur skilningur grunnforsendna er lámarksforsenda til þess að almenn samstaða náist.
Verðtrygging venjulegra veðtryggðra 30 ára íbúðalána almennings á ekki að verðtryggja eða greiða niður skammtíma áhættu vaxtakröfu alþjóðafjárfesta.
Júlíus Björnsson, 23.8.2009 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.