Það virðist ekki mikið ljós á skynsemisperunni hjá OR-mönnum

Ég skal strax viðurkenna að ég hef ekki lesið samning OR við Magma Energy, en af fréttum að dæma virðast OR menn ekki vaða í viti og fyrirhyggju. Ég get því tekið undir þær aðvaranir sem Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra hefur látið falla um þá vitleysu sem þarna virðist á ferðinni.

Athyglisvert er, að lánið sem OR veitir Magma, vegna 70% kaupverðs, er sagt vera í USA dollurum, þrátt fyrir að þeir fjármálasérfræðingar sem spáðu, fyrir nokkrum árum, hruni íslensku bankanna, spá því nú að Bandaríkin muni innan fárra ára lenda í miklum skuldavanda og USA dollarinn muni hrynja meira en 50% í verðgildi. Lánið hefði verið tryggara, annað hvort í Ísl. krónum eða í Kanadadollar.

Svo ganga menn aftur í þá grifju að einu tryggingar skuldarinnar sé í fyrirtækinu sjálfu. Ferlið verður því flótlega hið sama og hjá útrásarvíkingunum, að þetta fyrirtæki (Magma Energy) mun, á næsta eða þarnæsta ári, selja öðru fyrirtæki í eigu sömu aðila, megnið af eignum Magma, ásamt orkuréttindum, og skilja Magma Energy eftir eignalítið en yfirskuldsett, þannig að í því verði engin trygging fyrir skuldinni við OR.

Niðurstaðan verður því sú, að um svipað leiti og þjóðin þarf að fara að greiða af IscSave skuldunum, mun OR þurfa að afskrifa skuldina við Magma Energy vegna sölunnar á hlutnum í HS-orku, þar sem Magma verði eignalaust.

Eignarhluturinn í HS-orku, ásamt orkuréttindum, verður hins vegar orðin eign annars fyrirtækis, sem tekið hafði þessar eignir upp í tilbúnar skuldir Magma við þetta nýja hlutafélag. Við munum því ekki eiga neina möguleika á að ná eignarhaldi aftur á þessum orkuréttindum, eða eignarhlutnum í HS-orku.

Hve mikið skildum við eiga af samningsaulum hér á Íslandi ???

Skildu þeir allir hafa verið teknir í þjónustu opinberra aðila ????? 

                     


mbl.is Vaxtamunurinn eðlilegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðbjörn, það er eins og íslenskir skilji ekki lengur neitt nema lánsloforð!  Hér áður fyrr þótti nú alltaf betra að hafa einn fugl í hendi en tvo í skógi.

Ætli það hafi nokkurn tíma hvarflað að nokkrum samningsmanni að segja "við seljum ekki nema gegn staðgreiðslu"?  Vita íslendingar ekki lengur hvað staðgreiðsla þýðir?

Kolbrún Hilmars, 1.9.2009 kl. 22:35

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Þú ættir að lesa fyrst áður en þú ferð að gagnrýna.

það er náttúrlega eina vitið hjá Orkuveitunni að festa lánið í dollurum. Það er engin gengisáhætta í því - þar sem Orkuveitan mun að sjálfsögðu nota peningana til að greiða niður lán sem hún hefur tekið í dollurum. Verðbólguáhætta og gengismunsáhætta því engin. Fullkomið "hedge"

Ekki heldur gleyma því að að Orkuveitan er ekki einungis með veð í þeim 70% sem hún lánar til - heldur í öllum hlutabréfum Magma.

Einnig ættir þú að lesa samninginn svo þú sjáir að það eru tryggingar á þann veg að ef gengið fer niður fyrir skilgreint mark - þá þarf Magma að bæta veð - eða greiða mismuninn strax.

Viltu nú ekki kynna þér málið betur - og hlusta ekki um of í bullið í VG og Degi!

Hallur Magnússon, 1.9.2009 kl. 22:53

3 identicon

Með fullri virðingu fyrir Halli að þá stendur samt eftir að veð fyrir láninu er í hlutabréfunum sjálfum. Það er engin trygging fyrir að það væri ekki búið að koma eignunum út úr fyrirtækinu og eftir standi bara skuldirnar með veði í verðlausu fyrirtæki. Hins vegar held ég að það sé ekki neinir "samningsaular" þarna á ferðinni heldur tel ég miklu frekar að að einhverjir "útrásarvíkingar" séu báðum megin við borðið (eða með vini og vandamenn öðru megin við borðið). Það veit engin hver á þetta fyrirtæki (og á kanski að vera leyndarmál svo auðveldara sé að plata okkur aulana hér). Síðan eins og fleyri hafa bent á spurning af hverju OR er að lána fyrir kaupunum?? Nú fyrir hrun að þá fengu "Útrásarvíkingarnir" lánin fyrir yfirtökum og kaupum á fyrirtækjum hjáí föllnu bönkunum (kanski þessvegna sem þeir féllu). Nú geta þeir ekki farið þangað og þá er nátturulega næst að mjólka OR (sem söluaðila). Af hverju eru kaupin ekki fjármögnuð af Banka?? Ég er mjög efins um að þarna sé um heiðarlega sölu að ræða, held að þarna sé verið að koma þessu til einhverja vina (eins og með bankana forðum). Svo má tala um vextina af lánunum (bæði þá sem OR borgar vegna kaupa af HS og svo vegna sölu á sömu hlutum til Magna). Ég held að þarna sé eitthvað annað á ferðinni. Menn nýta líka mjög vel þau rök að OR var dæmt til að selja hlutin (sem er auðvitað rétt) en ég held að þrátt fyrir það að þá held ég að sé ekkert sem bannar að OR taki ekki þessu tilboði og skoði málið betur.

Kjarri 

Kjarri (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 02:11

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Hallur, og takk fyrir athugasemdina.

Eins og ég sagði í upphafi skrifa minna, var þetta álit mitt byggt á því sem fram hafði komið í fjölmiðlum. Ég fór hins vegar í gærkvöldi að lesa samninginn. Ég  var ekki kominn langt þegar ég fékk svo pottþétta sönnun fyrir því sem ég hafði verið að skrifa, að frekari vitna þurfti ekki við. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum á þær vitleysur sem fram koma í samningnum, en einungis benda á grein 2.3 í samningnum, sem hljóðar svo:

"Seljandinn afsalar sér hérmeð öllum forkaupsrétti sem hann hefur í sambandi við
Hlutabréf Seljandans samkvæmt samþykktum Félagsins eða með öðrum hætti í
sambandi við það framsal Hlutabréfa Seljandans sem áformað er samkvæmt þessum
Samningi.   Ennfremur afsalar Seljandinn öllum forkaupsrétti sem hann hefur eða kann að hafa í sambandi við öll hlutabréf útgefin af Félaginu sem heimila Kaupandanum að eignast slík hlutabréf í Félaginu.

Hvaða heilvita maður myndi setja svona ákvæði í samning sem inniheldur mikilvæga hagsmuni heils þjóðfélags????

Bara út frá þessu ákvæði einu, er opin leið til að færa öll verðmæti burtu frá Magma Energy, án þess að OR eða borgaryfirvöld geti nokkra rönd við reist.

Það eru einungis örgustu fífl sem gera svona samninga.  

Guðbjörn Jónsson, 2.9.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 165772

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband