Guð blessar Ísland ef..........?

Þó kreppan hafi á engan hátt snert mitt efnahagslíf, utan verðhækkana á vöru og þjónustu, finn ég til með þeim sem fastir eru í neti skuldafjötra. Ég sá, með margra ára fyrirvara, hvert var að stefna og kom mínum málum þannig fyrir að ég stæði utan við það hrun sem var fyrirsjáanlegt.

Reynsla mín af baráttu fyrir fólk í fjárhagserfiðleikum, á árunum 1983 -1993, sýndi mér á svo ótvíræðan hátt að stjórnvöld og lánastofnanir hafa ekki kjark né dug til að standa ábyrg gagnvart sínum eigin gjörðum. Þau standa til hlés og horfa í aðra átt, meðan alþýða fólks og fyrirtæki kveljast í þeim vítispotti sem stjórnvöld og lánastofnanir skipulögðu, þessum aðilum til handa.

Það er á vissan hátt sorglegt að nú, tæpu ári eftir hrun bankakerfisins skuli engin alvöru umræða hafa farið fram hér á landi, um meginástæður þeirra ófara sem yfir okkur dundu. Það er sárt að horfa uppá að stjórnmálamenn og þeir "sérfræðingar" sem mest eru áberandi í fjölmiðlaumræðunni, skuli koma fram við þjóðina eins og hún eigi sök á óförunum og framkalla með því sektarkennd og fórnarlambshugsun í allri umræðu.

Raunin er sú, að það sem gerðist á Íslandi var einungis það að snögglega skrúfaðist fyrir innstreymi erlends fjármagns til landsins. Þar sem viðskiptabankar okkar voru jafnframt fjárfestingabankar, hrundi viðskiptaumhverfið vegna þess að fjárfestingaumhverfið fór á hausinn, fyrir hreinan óvitaskap, eins og ég orðaði það jafnan í aðvörunum mínum. 

Þar sem flestar greinar útflutningstekna héldu starfsemi sinni óskertri, skertust ekkert hinar RAUNVERULEGU gjaldeyristekjur okkar, enda hefur það sýnt sig að flesta mánuði þessa árs hafa gjaldeyristekjur okkar verið hærri en gjaldeyrisnotkun vegna innflutnings.

Það er hins vegar ljóst, að ef við ætlum að halda sömu útþenslu þjóðfélagsins, eins og var meðan nokkur hluti þjónustuumhverfis var rekin fyrir erlent lánsfé, verðum við að auka verulega við atvinnusköpun útflutningsgreina, þar sem við verðum að afla meiri tekna til að veltuaukningin sé byggð á eigin tekjum, en ekki drifin áfram af innstreymi erlends lánsfjár, sem óhjákvæmilega þarf einhvern tíman að borga til baka.

Ef við komum þessari einföldu rökfræði inn í höfuðið á okkur, og knýjum stjórnmálamenn til að fara að stjórna á grundvelli kærleika og réttlætis, þá er engin vafi á að Guð muni blessa land og þjóð.               


mbl.is Þetta er bara allt farið í steik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband