10.9.2009 | 16:47
Hvernig sannar maður vatn í kjötinu sem maður borðaði í gær ???
Eitt af því sem ég tók mér fyrir hendur á yngri árum, var vinna í kjörvinnslu. Var það á margan hátt nytsamur lærdómur, einkanlega um meðferð matvæla.
Á síðari árum hefur mér iðulega fundist koma undarlega mikill vökvi á pönnuna, þegar steikt er nautahakk eða kjúklingar; meira en ég minnist að hafi verið í þeim nautum sem ég var að verka forðum.
Nokkrum sinnum hef ég hringt í viðkomandi framleiðendur og rætt við þá um þetta mikla vökvamagn. Undanbragðalaust hafa mér verið boðnar bætur, sem ég að sjálfsögðu þáði ekki, því ég vil ekki vera meðvirkur í einhverju sem hugsanlega er ekki heiðarlegt.
Þegar til þess er litið að merkingar á nautakjöti gefa til kynna að fituinnihald sé 8 - 12%, ætti það að gefa til kynna að rýrnun við hitun verði ekki mjög mikil. Vökvalosun nautahakks með umrætt fituinnihald, á ekki að vera mjög mikil, við eðlilegar aðstæður, en samt verður stundum töluverð vökvalosun við eldun svona hráefnis.
Kjúklingakjöt hefur einnig verið undarlega vökvamikið við eldun. Ber þar oftast mest á úrbeinuðu bringunum, sem æði oft falla einkennilega mikið saman við eldun. Hvaðan allur sá vökvi kemur, sem við slík tækifæri situr eftir á pönnunni, er kannski rannsóknarefni fyrir einhverja, en þegar maður horfir á að ekkert fer á pönnuna annað en bingubitarnir og svolítið smjör (eða olía), gæti litið svo út sem vökvinn hafi komið úr bringubitunum.
Hvernig við sönnum þessa þætti gagnvart því sem þegar hefur verið eldað og borðað, er kannski spurning, en líklega geta tæknimenn fundið aðferðir til að sanna, eða afsanna, að það hráefni sem við kaupum í dag, sé með að án undarlegs vökvamagns.
Alvarlegar ásakanir á hendur kjötiðnaði og verslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:14 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.