15.9.2009 | 17:14
Hörð krafa um heiðarleika
Án þess að vilja fríja íslendinga af sínum hlut svona afbrota, hafa fregnir af innbrotum og þjófnuðum undanfarinna mánaða einkennst af fregnum af erlendum afbrotahópum, sem hér virðast hafa numið land.
Viðbrögð við slíku verða að vera harkaleg og afgerandi, því við höfum hvorki mannafla lögreglu, húsnæði í fangelsum, eða afgangs fjármagn, til að ala afbrotalýð annarra þjóða, við iðju þeirra hér.
Lausnin gæti verið þessi.
Þegar erlendur aðili hefur verið staðinn að afbroti er varðar refsilöggjöf (með myndbandsupptöku eða öðrum beinum sönnunum ), skal samstundis flytja hann fyrir dómara. Þar skal samdægurs kveðinn upp refsi- og brottvísunardómur og aðilanum samstundis vísað úr landi. Lágmarks endurkomubann í slíkum tilvikum verði 50 ár.
Sá refsidómur sem upp verði kveðinn, verði látinn fylgja aðilanum til þess lands er hann kom frá, er hann kom hingað, og lögreglu og dómsyfirvöldum þar látið eftir hvort refsingunni verði framfylgt eða ekki.
Með svona einbeittri og hraðri málmeðferð mun sú óáran sem hér hefur ríkt undanfarna mánuði fljótt fjara út, og við eiga sjáanlega von um að geta aftur endurheimt okkar gamla friðsæla kunningjasamfélag, þar sem alvarlegir glæpir verði fátíðir.
Um undirheima heimsbyggðarinnar eru fljótar að berast fregnir af því að hér á landi séu nánast engar varnir gegn svona afbrotum, og hér séu mikil verðmæti til að stela, og undankomuleiðir ótrúlega margar, þó um eyju sé að ræða. Við gætum því hæglega orðið í verulegum erfliðleikum hér, auk þess sem við höfum ekki efni á að borga (með aukinni álagningu á vöruverð eða hærri tryggingagjöld) það eignatjón sem þessir aðilar valda hér.
Við munum aldrei geta byggt upp slíkt varnarkerfi llögreglu, eða annarra eftirlitsaðila, að við getum varist erlendum afbrotahópum sem hingað vilja koma, til athafna sinna. Eina vitraæna leiðin er sú neyðarlausn sem ég bendi á hér að ofan, og að henni verði fylgt eftir af réttsýni, ákveðni, hraða og langtíma endurkomubanni. Öðruvísi er samfélag okkar á hraðri glötunarbraut.
Bíræfnir búðarþjófar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 6
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 165770
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.