24.9.2009 | 00:26
Eru grunnreglur ESB byggðar á traustum undirstöðum ???
Ég er líklega ekki einn um að hafa velt fyrir mér hve traustar undirstöður séu undir leikreglum ESB, eftir að fjármálakerfi heimsins hrundi eins og spilaborg, ekki síst vegna óraunveruleika sem hófst með tilkomu tölvunotkunar.
Það sem ég hef einkum verið að horfa til að undanförnu, er hvaða heildarhugsun búi að baki hugtakinu um "fjórfrelsið" svokallaða.
Að mínu viti halda undirstöður þess hvorki vatni né vindi. Greinilegt er að reglur þessar eru byggðar upp af mönnum með afar skipulagða hugsun og skýra sýn á þau markmið sem ætlað var að ná.
Lítum fyrst á þann þátt sem oftast er talinn mikilvægastur innan hins svokallaða "fjórfrelsis", en það er frelsi fjármagns.
Hverju sjálfstæðu hagkerfi er mikilvægast, til viðhalds stöðugleika, að hafa trausta yfirsýn yfir hreyfanleika fjármagnsins innan hagkerfisins. Að fjármagn innan hverrar greinar fyrir sig, sé í réttu hlutfalli við hlut hennar í þjóðarframleiðslunni og hlutföll megingreina hagkerfisins breytist ekki hraðar en nýmyndun fjármunalegra verðmæta beri.
Ef frelsi til flutnings fjármagns, út úr hagkerfinu, er meira en innstreymið er í það, minnkar lausafé hagkerfisins. Afleiðingar þess eru að einhverjir verða afskiptir og geta ekki staðið í skilum með eðlileg rekstrargjöld sín. Inn kemur þá nýr útgjaldaliður, sem ekki er í "normal" hringrás fjárstreymisins, sem eru dráttarvextir.
Venjuleg lausn óraunveruleikans á þessum vanda, er að taka meiri erlend lán, til að auka fjármagið sem er í umferð. Það hins vegar bætir við öðrum aukaútgjöldum, sem eru vextir af þessu lánsfé, sem greiða þarf, án þess að innstreymi fjármagns komi til greiðslu þeirra erlendu útgjalda. Slíkt kallar því annað hvort á samdrátt í veltu þjóðarbúsins eða skuldasöfnun.
Hvað varðar ríkisstjórnir, sem litla þekkingu og hugsun hafa á heildarhagkerfinu, virkar aukið fjárstreymi með auknu lánsfé, sem aukning á þjóðarframleiðslu, þar sem velta þjóðfélagsins eykst, þó sú aukning sé borin uppi af erlendu lánsfé, sem í raun sé ógreiddur kostnaðar.
Sú hugsun, að koma á kreik viðhorfi "frelsis", á afar greiða leið að hjarta fólks sem búið hefur við höft á frelsisþrá sinni. Hugsanlega einnig við stjórnvöld sem alið hafa á meiri lífsgæðavæntingum en eðlileg efni þjóðfélagsins stóðu undir.
Svo er ævinlega einnig til staðar þessi sígildi veikleiki mannsins, að nota fengin völd og áhrif, sér og sínum í hag, þó það verði á endanum á kostnað heildarinnar.
Þegar ákveðin öfl í þessum heimi urðu ítrekað að gefast upp við að ná yfirráðum yfir Evrópu með stríðsátökum og ófriði, kveiknaði sú hugsun að láta Evrópu koma til sín, undir yfirskini verndar og fjárhagslegrar velgengni.
Á þessum tíma var Þýska markið stöðugasti gjaldmiðill heims, og með samstarfi mið-Evrópusambands (Þýskaland Frakkland), væri þetta leið sem ekki kostaði neinar mannfórnir. Stórútgjöld í formi styrkja yrðu fjármögnuð með skuldabréfaútgáfu, sem framtíðarkynsslóðir þyrftu að klást við.
Megin viðfangsefnið var að gera - helst allar - Evrópuþjóðir háðar miðstýringunni, þannig að sjálfstæðiskvötin væri brotin á bak aftur.
Markmiðinu að rústa sjálfstæðum fjárhag hinna ýmsu hagkerfa, var álitið að best næðist með því að boða frelsi fólks til ferðalaga og dvalar hvar sem væri innan sambandslanda. Þrá fólks eftir því að ferðast og skoða ný lönd og nýja menningu, myndu loka fyrir hugsun fólks um heildaráhrif þessara fyrirmæla.
Enginn myndi leiða hugann að því hvaða áhrif það hefði t. d. á lítil hagkerfi eins og hér á landi, að fá á skömmum tíma inn í hringrás fjárstreymis síns, mikinn fjölda erlendar ríkisborgara, sem hagkerfið yrði að veita allan sama rétt og heimafólki.
Þar sem lögheimilisland þessa innflutta fólks, þurfti ekkert fjármagn að leggja til, þeim til framfærslu, fölgaði einungis, í hagkerfi dvalarlands, þeim sem þurftu fjármagn sér til framfærslu, án þess að raunveruleg verðmætaaukning hefði orðið í hagkerfinu. Afleiðingin varð sú að fjármagn í umferð varð minna en eðlileg þörf krafðist, sem sftur kallað á að ekki gátu allir staðið í skilum með eðlileg rekstrargjöld sín.
Þetta sáu skipuleggjendurnir fyrir. Og með tíð og tíma yrði öll úthéruð Evrópu orðin fjárhagslega háð miðjuvaldinu. Við slíkar aðstæður væri öll þjóðremba og sjálfstæði komin út fyrir sjóndeildarhring meginþorra þjóðanna, sem horfði vonaraugum til miðjuvaldsins, sem loksins réði yfir ALLRI EVRÓPU.
Við stefnum hraðbyr í þessa dúnmjúku himnasæng.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Evrópumál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:59 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Tölvan átti spara fólk nú virðist hún slæva sjálfstæða heilavirkni.
Í augum Risa fjárfesta er Ísland arður til langframa sem heild. í Hans augum skiptast þjóðartekjur í hans tekjur og nauðsynlegan kostnað.
Lítum á Kína og Ísland.
Sjálfbært og skiptir ekki máli kostnaður við Landbúnaður og Fiskveiðar. Kína 43% mannaflans og 3% á Íslandi.
Nauðsynlegur kostnaður Iðnaður með neðri mörk miðað við brennslugen launþegans: Kína 25% og Ísland 19%
Þá kemur hrein óþarfakostnaður sem freistar ekki Risafjárfesta Þjónustugeirinn það sem eftir er mannaflans. Kína 32% og Ísland 78% .
EF risin getur lækkað 78% niður í 32% þá hefur hann aukið arðsemi af svæðinu í sínum augum.
Indland gerir betur þjónustu geirinn 28%.
Hverja á að skera niður núna? Einmitt flesta stuðningsaðila EU á Íslandi. Furðulegt hvað fræðin eru orðin flókin sem sannar þetta með heilavirknina.
Júlíus Björnsson, 26.9.2009 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.