Hvers vegna er ekki talað um aulahátt þeirra sem létu blekkjast af Icesave reikningunum ???

Hvers vegna er ævinlega talað um Icesave reikningana sem venjulega innlánsreikninga? Er fólk enn hrætt við að tala um hin raunverulegu markmið með þessum reikningum, sem eru hin sömu og hjá fjölda annarra fjárglæfraaðila sem senda frá sér gilliboð um góða ávöxtun, án þess að baki slíkum gilliboðum séu neinar tryggingar eða von um endurgreiðslu.

Icesave reikningarnir áttu að bera nokkuð hærri innlánsvexti en í boði voru hjá traustum bankastofnunum. Það hefði fyrst og fremst átt að vekja varúð hjá Breksum og Hollenskum fjármagnseigendum.

Eðlilegt hefði verið að þeir könnuðu sjálfir tryggingastöðu þess fyrirtækis sem þeir voru að treysta fyrir miklum fjárhæðum af sparifé sínu. Er ekki eðlilegra að þeir sjálfir gæti varúðar gagnvart sínu fé, en ætlist ekki til þess að blásaklaust fólk á lítilli eyju úti í miðu Atlandshafi, verði vogunarsjóður fyrir það, svo það geti varúðarlaust tefla á djarfasta vað í fégræðgi, til að ná í örlítið hærri vexti á sparifé sínu.

Af hverju er EKKERT talað um ábyrgð þess fólks sem svona varúðarlaust kastaði sparifé sínu í fang bankastofnunar sem nýlega var komin inn á markaðinn hjá þeim, mjög eignalítil og án allra ábyrgða frá tryggingasjóðum þeirra sjálfra.

Hver var það sem var ábyrgur fyrir þeirra eigin ráðstöfun á sínu fé? 

Hvatti íslenska þjóðin þetta fólk til að ávaxta fé sitt á þessum Icesave reikningum?

Hafði íslenska þjóðin vald eða heimildir til að banna fólkinu sjálfstæða ráðstöfun þess á sínu eigin fé?

Gat íslenska þjóðin með einhverju móti verið meðvituð um þá miklu fjármuni sem þessir Bresku og Hollensku fégræðgishópar mokuðu inn á þessa reikninga? 

Það þarf ekki flóknar reikniformúlur til að sýna með óhrekjandi hætti að Icesave reikningarnir voru ALLS EKKI vengjubundnir innlánsreikningar. Ávöxtunarprósentan sýndi það mjög glögglega.

Hvers vegna haga íslenskir stjórnmálamenn sér eins og taugaveiklaðir ofsóknarsjúklingar, hræddir við haldlausa skuggamynd um afleiðingar þess að standa traustan vörð um hagsmuni þjóðfélagsins, af álíka festu og þeir sem að okkur sækja, standa vörð um hagsmuni sinna skjólstæðinga.

Íslenska þjóðin hefur ekkert til saka unnið. Fáið þessum aðilum það fólk til saksóknar gegn, sem stóð fyrir fjárglæfrastarfseminni, en fyrir alla muni hættið að ausa þessum aur og drullu yfir þjóðarheildina. Hún á ekkert í þessum fjárglæfrum og ber ALLS enga ábyrgð á afleiðingum óábyrgrar meðferðar þegna anarra þjóða, á því fé sem það á, eða ber sjálft ábyrgð á.          


mbl.is Icesave-málið þungt í skauti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel orðað. Það þar að koma vitinu fyrir þessa handónýtu Ríkistjórn sem er skipuð af samansafni að fíflum og gungum.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 18:03

2 identicon

Mjög gott atriði hjá þér, auðvitað brást fjármálaeftirlit UK & Hollands gróflega.  Þeim & neytum þessara landa hefði strax átt að vera ljóst að þessir VEXTIR gátu ekki staðist og þetta hlaut að tengjast áhættu, en því miður þá var einhver óskhyggja í gangi hjá "kerfinu & stjórnmálamönnum" - þeir veitu "óreiðumönnum - glæpamönnum frelsi sem þeir misnotuðu gróflega" og því fór sem fór.  Ég tel að þessi HARKA sem við upplifum frá UK & Hollandi tengist þeirri sorglegu staðreynd að flest ALLIR líta á eigendur & stjórnendur Landsbankans sem ótýnda GLÆPAMENN - því miður OKKAR glæpamenn, sem Forseti Íslands & ríkisstjórnin bakaði ávalt upp þegar þau voru spurð út í TRAUST á þessu siðblinda skítapakki...!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 18:28

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Athyglisvert sjónarmið, Guðbjörn, en þá er spurningin; hvernig voru Icesave reikningarnir settir upp þarna ytra? Sem hefðbundnir innlánsreikningar eða sem formlegir jafningjar íslensku bankasérsjóðanna?

Hérlendis töpuðu almennir sparifjáreigendur engu af höfuðstól en þeir sem lögðu inn í sérsjóðina hjá bönkunum töpuðu minnst 30% af inneign sinni og að sjálfsögðu ávöxtuninni líka.

Skyldi harka breskra og hollenskra stafa af því að sveitarfélög og góðgerðafélög séu þeir aðilar sem helst töpuðu þar ytra? Sem þýðir auðvitað pólitískur skandall og pólitískur þrýstingur þar á bæjum.

Kolbrún Hilmars, 26.9.2009 kl. 18:59

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Guðbjörn: þessar hugrenningar þínar minna man á þegar Bæjarfélag nokkuð ákvað, að ávaxta peninga Bæjarbúa í erlendum hlutabréfum, hér um árið með vægast sagt lélegum árangri, stjórnendur bæjarfélagsins töpuðu og ef minnið svíkur ekki, voru sveitarstjórnarlög sett sem bönnuðu fjárhættuspil með almanna fé, slík lög skortir greinilega hjá Bretum alla veganna.

Magnús Jónsson, 26.9.2009 kl. 21:17

5 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyrir athugasemdina Árni Karl.

Jakob Þór. Takk fyrir þitt innlegg. Alvarlegasta meinsemd frjálhyggjunnar er hið harða viðhorf þeirra gegn skýrum reglum. Áralöng togstreita þeirra um - að í raun sé enginn sannleikur til - hefur skila þeim árangri að allir efast um allt sem sagt er. Almenningur er því svolítið eins og áttavitalaus maður í þoku, á ókunnum slóðum; fer bara í þá átt sem næsti maður bendir honum að fara.

Þjóð okkar er í þeirri hættulegu stöðu, að þær kynslóðir sem harðast sækjast eftir valda- og stjórnunarþáttum þjóðfélagsins, eru nánast reynslulaust af lífsbaráttu. Fer iðulega beint úr langskólanámi í mikilvægar ábyrgðar- eða stjórnunarstöður.

Þetta eru fyrstu árgangarnir sem fengu allt upp í hendurnar og þekkja því einungis af afspurn raunverulega frelsis og sjálfstæðisbaráttu. Stéttarfélagsvitund er þessum hópum ókunn, enda ber staða stéttrfélaganna þess glöggt merki.

Af þessum ástæðum er nánast óþekkt að forystufólk komi fram af hógværð, festu og þekkingu. Framkoman litast mjög af málfundakeppni; snýst um að segja það sem flestir munu heillast af. Pólitíksa umhverfið er náttúrlega þarna alveg sér á báti; nánast eins og þegar maður var að byrja lærdóminn, með forskrift að öllu sem segja átti.

Sæl Kolbrún. Takk fyrir þína athugasemd.

Í sjálfu sér á það ekki að hafa nein áhrif á okkar réttarstöðu, hvernig Icesave reikningarnir voru settir upp. Það er ekki okkar að hafa áhyggjur af því hvort veiðimaðurinn hefur þrætt maðkinn á þennan eða hinn veginn á öngulinn. Það er fiskurinn sem á að bíta á maðkinn sem þarf að vara sig á gildrunum.

Hvað varðar formlega ákvörðun Alþingis eða stjórnvalda um að innistæður skuli tryggðar, þá er slíka ákvörðun hvergi að finna í þingsamþykktum. Hins vegar liggur ljóst fyrir að Alþingi þarf að leggja til fjármagn til endurreisnar bönkunum. Þegar slík ákvörðun verður tekin, er ekki ólíklegt að þar komi fram, ákvæði eða viljayfirlýsing, um slíkt framlag verði að hluta til tryggingar á innistæðum íslensrka ríkisborgara í hinum hrundu bönkum. Hvernig sú útfærsla verður nákvæmlega, er ekki hægt að segja til um nú.

Ég hef sömu tilfinningu og þú, fyrir hörku Breta og og Hollendinga varðandi hið tapaða fé.  Það eru áreiðanlega pólitískt mikilvægir menn sem létu gróðafíknina leiða sig á glapstigu, með fjármuni margra sveitarfélaga og ýmissa góðgerðarfélaga.

Til að þurfa ekki að beina gagnrýni gegn þessum aðilum, fyrir andvaraleysi og græðgi, sópar pólitíkin upp eins miklu moldviðri og hún getur, gegn okkur.  Þessa leikfléttu þekkjum við vel úr pólitíkinni hérna heima, þegar andstæðingar leggja sannleikann og réttsýnina til hliðar, í því augnamiði að koma samherja í skjól, en reyna þess í stað að koma höggi á andstæðinginn.

Sæll Magnús og takk fyrir þína athugasemd.

Því miður er það rétt sem þú segir þarna, og því miður ekki aðeins um eitt tilfelli að ræða, varðandi alvarleg græðgisglappaskot þeirra sem fara með almannafé. Ég hef á tilfinningunni að þegar greiðast fer úr öllum þeim flækjum sem búnar hafa verið til, utan um bankahrunið, muni ýmislegt miður fallegt koma fram í dagsljósið.   

Guðbjörn Jónsson, 26.9.2009 kl. 22:38

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar einhver leitar upp 30 meginlands búa úr millistétt sem er nýbúin að erfa afa sinn um 30. milljónir og býður honum 1% hærri raun ávöxtun fyrir varasjóð hans sem hann gæti arfleitt barnbarn sitt að. þá reikar hann dæmið til enda.  1% ofan á 3%  jafngild 33% hækkun á ávöxtuninni. Sumir mun hafa talað við ábyrga í Bretlandi sem kváðu þetta fínan banka. Eftir 30 ár eru þetta margar milljónir. 

Hinsvegar er þetta almennt loforð sem hefði haft hryllilegar afleiðingar ef aðrir banka á Bretlandi hefðu leikið þetta eftir.    Menn dæla nú ekki beint gullinu í stórum stíl frá nýlendunum til London. Fjárlæsi Íslendinga hefur aldrei borið þess bætur eftir hér var tveggja stafa verðbólga um tíma. Svo virðist engin skilja að prósent gengur út frá forsendunni 100 sem má skipta. 1% af 2 stykkju er ekki vísindalegt. 

Mig grunar að skipulega hafa verið leitað að fýsilegum ginningarfíflum  í ljósi hve stórri upphæð var hægt að safna á stuttum tíma.

Mammon er mjög dregur á að upplýsa almenning um einfaldleika hefðbundinnar bankastarfsemi. Gróðin felst í áhættusækni viðskiptavinanna og væntingum þeirra.  Hefðbundir Bankar innbyrðis hafa milli sín þegjandi samkomulag að óþarfa rembingur skaði alla og eru ekki áhættusæknir eða fullir af væntingum.

Á Íslandi voru þetta samansafn af nýgræðingum með viðskiptapróf og þaulreyndum féflétturum.

Júlíus Björnsson, 27.9.2009 kl. 05:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 165757

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 141
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband