Óttast að stjórnmálamenn skilji ekki viðfangsefnið.

Því miður óttast ég að félagsmálaráðherra og aðrir stjórnmálamenn skilji ekki eðli og umfeng þess verkefnis sem þeir boða breytignar á.

Líklega eru verðtryggð og gengistryggð skuldabréf, sem mánaðarlega eru keyrð í skuldabréfakerfi Reiknistofu bankanna, verulega á þriðju milljón talsins, eða jafnvel fleiri.

Skuldabréfakerfið hefur einungis einn útfærslumöguleika á hverju skuldabréfi. Annað hvort er skuldabréfið verðbætt með einni verðbótavísitölu, eða tilbúinni gengisvog gjaldmiðla, sem kerfið er látið taka sem viðmið, í stað neysluvísitölu.

útilokað er að reiknigrunnur skuldabréfakerfis Reiknistofunnar ráði við þá hugmyndafræði sem ráðherra heyrðist kynna, að annars vegar verði reiknað út frá neysluvísitölu en hins vegar út frá launavísitölu. Greiðslan miðist síðan við launavísitölu en uppsöfnun höfuðstóls við neysluvísitölu.

Af þessari hugmyndafræði sést það best að stjórnmálamenn, og þeirra helstu ráðgjafar, viðast í raun ekki skilja hvað felst í raun í svokallaðri verðtryggingu.

Grundvöllur verðtryggingar hefur alla tíð verið sá, að lánveitandi fái greitt til baka raunvirði þess fjár sem hann lánaði. Glöggt má sjá þetta í títtnefndum "Ólafslögum", þar sem sagt er að "verðbæta skuli greiðsluna" þ. e. greiðslu afborgana hverju sinni, með vísitölu greiðslumánaðar, sem aukningu frá vísitölu lántökumánaðar.

Ef skuldir heimila og fyrirtækja væru leiðréttar og færðar í réttan útreiknifarveg, myndu afborganir lækka verulega og það sem meira er um vert. Höfuðstóll eftirstöðva mundi lækka verulega.

Á greiðsluseðli eins íbúðaláns sem ég hef endurreiknað til samræmis við RÉTTAN ÚTREIKNING, kemur fram að eftirstöðvar lánsins nú um mánaðarmótin ættu að vera kr. 4.969.449.  Á greiðsluseðlinum fyrir september stendur hins vegar að eftirstöðvar, með verðbótum, séu kr. 10.244.230.

Rétt útreiknuð hefði greiðsla (afborgun) þessa mánaðar átt að vera kr. 44.634, en á greiðsluseðlinum er greiðslan sögð kr. 54.954.

Það lán sem hér er vísað til, var tekið vorið 2000, og var þá að upphæð kr. 6.400.000, til endurgreiðslu á 40 árum.

Mismunurinn sem felst í réttum útreikningum og þeim útreikningum sem notaðir hafa verið frá upphafi, eru þeir að sama aðferð er notuð við útreikning á afborganalánum eins og þeim lánum sem endurgreidd eru með einum gjalddaga.  Á þetta hef ég bent síðan 1983, en hingað til enginn viljað hlusta á eða rannsaka. 

ÞARNA HEFUR LÍKLEGA VERIÐ FRAMINN MEIRI ÞJÓFNAÐUR AF HEIMILUM OG FYRIRTÆKJUM LANDSINS, EN ÚTRÁSARVÍKINGUNUM TÓKST AÐ KLÓFESTA.        


mbl.is Greiðslubyrði lána færð aftur til maí 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

GUÐBJÖRN !

TAKK FYRIR FRÁBÆRAR PISTIL , en má eg biðja þig að skella honum inná eitthver dagblaðið á morgun ,svo almenningur sjai og geti lesið . allar vantar svo upplysingar i dag , hinn almenna borgara   , þvi bið eg þig , okkar vegna    kv rh

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 165771

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband