30.9.2009 | 14:13
Er gamla fjárhættuspilaveldið að ná yfirhöndinni aftur ?????
Undanfarnar vikur hefur verið athyglisverð þróun í hinum pólitíska hluta þjóðarinnar. Indriði skrifar trúnaðarskal, fyrir allra augum, um höfnun breta og hollendinga á þeirri ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti. Greinilega pressar ESB blokkin Jóhönnu, sem því miður hefur lengi skort forystueðli. Þeir greinilega ógna henni með því að þjóðinni verði útskúfað frá þröngum hópi ráðandi ríkja í ESB.
Utaríkisráðherrar Bretlands og Hollands, sýndu utanríkisráðherra okkar greinilega ókurteisi á nýlegum fundi þeirra í Bandaríkjunum. Þó utanríkisráðherra okkar fjalli um málið hjá Sameinuðu þjóðunum, minnkar ekkert hrokinn og yfirgangurinn frá kjarnaþjóðum ESB, sem verða að halda svikamyllu verðmætalausra verðbréfa gangandi, svo spilaborg þeirra hrynji ekki líka.
Allir sem eitthvert skyn bera á þær Evrópureglur sem þjóð okkar er skuldbundin af, vita að þjóðin er ALLS EKKI skuldbundin til að taka á sig greiðslur vegna Icesave. Þeir Seðlabankastjórar í Evrópu, sem eitthvað hafa látið hafa eftir sér, eru allir á sama máli um að enginn tryggingasjóður í einu eistöku landi, myndi ráða við hlutfallslegt fjármálahrun, á við það sem varð á Íslandi. Seðlabankastjóri Hollands sagði að tryggingasjóður þeirra réði ekki við að einungis einn stærsti banki þeirra myndi hrynja jafn snögglega og bankarnir á Íslandi.
Öll rök í þessu máli hafa því legið í eina átt. Að þarna hafi orðið skelfilegt hrun verðmætalausra viðksiptapappíra, sem fyrst og fremst stafaði af fullkomlega ónothæfum reglum um frelsi á fjármagnsflæði milli landa. Einnig ræður þarna miklu fullkomið andvaraleysi ESB og ríkisstjórna einstakra ríkja, um þá breyttu fjármálastarfsemi innan lögsögu hverrar þjóðar, sem varð með tilkomu fjórfrelsisins.
Bretar hrópa hátt og benda á að við hefðum átt að hafa stjórn á fjármálastarfsemi bankastofnunar, sem þeir veittu sjálfir starfsleyfi innan sinnar lögsögu. Geta menn ímyndað sér viðbrögð Breta ef Íslenska fjármálaeftirlitið hefði farið að gagnrýna Breska fjármálaeftirlitið, og bent á að Breska eftirlitið hefði ekki nægilegt eftirlit með óhóflegri áhættutöku breskra sparifjáreigenda, þar sem þeir hrúguðu peningum inn á ávöxtunarreikninga sem engar tryggingar væru fyrir.
Ég er ansi hræddur um að Gordon okkar Brown hefði orðið ansi hvefsinn, og lítið kært sig um svona íhlutun í innanríkismál þeirra. Litið á þetta sem fullkomið vantraust á eftirlitsstjórnun ríkisstjórnar sinnar, frá utanað komandi aðila.
Hvernig getur í raun staðið á því að íslenska þjóðin á sér svona afar fáa verjendur innan stjórnmálastéttar landsins? Er það vegna þekkingarleysis á réttlæti, ábyrgðarþætti geranda í svona málum, eða er andlegur hæfileiki þeirra til viðamikilla stjórnunarstarfa ekki meiri en raun ber vitni?
Hver sem ástæðan er, finnst mér fullkomlega kominn tími til að þjóðin segi skýrum orðum við Breta og Hollendinga. - Við höfum reynt allt sem okkur er fært, og töluvert meira en það, til að hjálpa ykkur út úr ógætilegri meðferð ykkar á ykkar eigin fjármunum. Þið hafið haft þennan vilja okkar að engu. Þess vegna skuluð þið bara fara hina hefðbundnu innheimtuleið, að stefna innheimtukröfum ykkar fyrir dómstóla og láta þá um að hveða upp úr um réttarstöðu ykkar til þeirra krafna sem þið berið fram. Við munum una endanlegum niðurstöðu slíks úrskurðar.
Ögmundur segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.