Undarlegt viðhorf Samfylkingar- stjórnmálafræðings

Undarlegt er að lesa þetta viðtal við Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðing. Hann segir að hér sé þingræði, en segir í sama viðtali að ríkistjórnin eigi að fá fram sinn vilja hjá þinginu. Hann segir að "Ögmundur virðist draga upp mynd af stjórnarstarfi sem er ekki hér, hér er þingræði,“  

Gunnar Helgi hlýtu að vita að í áratugi hefur ekki verið þingræði í framkvæmd hér á landi. Hér hefur verið viðhaft hið kommoníska fyrirkomulag að framkvæmdavaldið (ríkisstjórnin) segi þinginu fyrir verkum og afhendi þinginu málin fullfrágengin, til samþykktar, með hraði. Minniháttar breytingar eru þinginu heimilar, ef það raskar ekki áformum ráðstjórnarinnar.

Ef Gunnar Helgi sér ekki hve þetta fyrirkomulag er langt frá grundvallar skipulagi stjórnskipunar í lýðveldi okkar, er áreiðanlega eitthvað skrítið við skynjun hans og skilning. Í viðtalinu er eftirfarandi haft eftir honum:

„Ögmundur virðist ætlast til þess að hlutur af fólki geti orðið hluti að ríkisstjórnarsamstarfi eins og hann væri sérstakur flokkur, en það er ekki hægt, þannig gerast hlutirnir ekki. Það er spurning hvort þá þyrfti ekki bara nýjan stjórnarsáttmála, til að taka á slíkum aðstæðum,“  

Þarna er líklega um afgerandi HEIMSKULEGAN útúrsnúning að ræða hjá Gunnar Helga, því ætla má að gáfnafar hans sé á hærra plani en svo að hann hafi ekki skilið hvað Ögmundur var að segja.

Ögmundur lýsti í afar skýru máli eðlilegri framgöngu lýðræðislegra skoðanaskipta á hinum "þingræðislega" vettvangi, sem Alþingi er. Hann lýsti einnig afar skýrlega, að hann hefði alla tíð gert skýran greinarmun á stjórnun þjóðfélagsins annars vegar, en hins vegar hinu svokallaða Icesave máli. Kannski Gunnar Helgi hafi ekki andlega burði til að skilja slík lýðræðisviðhorf, og ber þá að sjálfsögðu að virða það.

Hvað sem allri "gráglettni" líður, er óhætt að segja að með þessu viðtali hafi Gunnar Helgi stimplað sig rækilega út úr samfélagi heiðarlegra fræðimanna og gerst óheiðarlegur pólitíkus, sem vegur í ódrengskap að persónum þeirra sem þeir telja vera á annarri skoðun en þeim sjálfum hentar.

Ég vorkenni svona aumri sál.              


mbl.is „Hér er þingræði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ögmundur er góður stjórnmálamaður, hann er einn af fáum Alþingismönnum sem ég ber virðingu fyrir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.10.2009 kl. 00:46

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stjórnmálafræðingar er óþarfir í virku lýðræði.  Samneyslan snýst um fjármál að öllu leyti. Það ætti að láta frambjóðendur fara í fjárlæsistest fyrir næstu kosningar. Ég sigldi með einum grashausnum fyrir mörgum árum fyrir þegar hann ætlaði í fræðin um haustið.

Er ekki skera þennan kostnað niður svo sem fjármálafræði.

Júlíus Björnsson, 1.10.2009 kl. 03:17

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Er ekki hægt að skera 

Júlíus Björnsson, 1.10.2009 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband