Öll árin, að frádregnu því fyrsta, frá setningu laga um stjórn fiskveiða, hafa verið brotin lögin um úthlutun aflaheimilda í fiskveiðilandhelgi Íslands. Engin lagastoð er fyrir núverandi úthlutun og því vandséð hvernig eigi að setja lög um afturköllu lagafyrirmæla sem ekki eru til.
Eina lagastoðin um úthlutun aflaheimilda, var sett sem regla um úthlutun með fyrstu lögunum. Þar voru skýr fyrirmæli um að hverju sinni, verði úthlutað aflaheimildum sem meðaltali af afla hvers skips, næstu þrjú árin á undan úthlutunarári. Það er eina lagareglan sem er til um úthlutun aflaheimilda.
Halldór Ásgrímsson (útgerðarmannssonur) og þáverandi sjávarútvegsráðherra, fór hins vegar aðra leið (án lagaheimilda), til að tryggja ættarútgerðinni aflaheimildir. Það var hann sem kom þeirri ólögmætu framsetningu á flug, að úthlutun aflaheimilda ætti einungis að ná til þeirra skipa sem stundað höfðu veiðar þrjú síðustu árin fyrir fyrstu úthlutun. Önnur skip ættu engan rétt.
Frá fyrstu tíð hef ég óskað eftir, bæði við alla sjávarútvegsráðherra og allar sjávarútvegsnefndir, sem setið hafa, til ársins 2008, að þeir sendi mér afrit af lagaheimildum fyrir núverandi úthlutun aflaheimilda, sem og lagaheimildir fyrir því að útvegsmenn SELJI þær aflaheimildir sem þeim er fengin heimild til að veiða. Enginn hefur enn geta sent mér þessar lagaheimildir, og þó ég hafi hart nær 50 ára þjálfun í að leita í lögum og að lagaheimildum, hef ég hvergi geta fundið þessar tilteknu lagaheimildir.
Í þessu sambandi má einnig geta þess að frá 1. janúar 1994 hefur verið virðisaukaskattur á allri sölu fisks. Seldar (eða leigðar) aflaheimildir frá þeim tíma bera því í sér virðisaukaskatt, samkvæmt lögum nr. 50/1988.
Ríkissjóður hefur hins vegar aldrei innheimt þennan virðisaukaskatt hjá söluaðilum aflaheimilda, vegna ólögmætrar ákvörðunar Indriða H. Þorlákssonar, þáverandi Ríkisskattstjóra, um að sala aflaheimilda væri ekki virðisaukaskattskyld. Engin lög heimila Ríkisskattstjóra sjálfstæða breytingu á skattalögum, þar sem í 40. gr. stjórnarskrár segir skýrum stöfum að:
Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum.
Þrátt fyrir þetta skýra ákvæði stjórnarskrár, tekur Indriði sér vald til að afnema virðisaukaskatt af sölu aflaheimilda. Slík undanþága stenst ekki, og hefur það loks fullkomlega sannast nú í upphafi þessa árs.
Það er óneitanlega dálítið hlægilegt að Alþingi og stjórnmálamenn skuli vera að velta fyrir sér, að hugsanlega hætta að brjóta lög Alþingis á næstkomandi 20 árum, ef tilnefndur vinnuhópur komist að þeirri niðurstöðu að slíkt væri æskilegt.
Eru stjórnmálamenn með heilbrigða dómgreind og hugsun ?????????????
Treystir starfshópnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Sæll Guðbjörn. Þetta er athyglisverð færsla og þarf að skoða nánar. Núverandi sjávarútvegsnefnd ætti ekki að verða skotaskuld úr því að sýna þér þessa lagaheimild, þrælflinkur lögmaður í formannssæti þar.
L.i.ú., 2.10.2009 kl. 22:39
ja þetta er eitthvað það athyglisverðasta sem ég hef lengi séð ef satt reynist.annars er furðulegt að hafa ekki áður séð þetta neinsstaðar-kannski óþægilegt fyrir "eigendur"sameignarinnar að vera að flagga svona upplýsingum.
zappa (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.