6.10.2009 | 22:18
Athyglisverð þröngsýni hagfræðinnar
Þegar ég les þessi ummæli Gylfa, mynnist ég einnig ummæla hans fyrir u. þ. b. ári síðan, þegar hann orðaði spá sem hann vonaði innilega að ekki myndi rætast, en rættist þó með undraverðri nákvæmni.
Líklega er ekki á hvers manns færi að skilja djúpa tóninn í þessum ummælum Gylfa, en þeim sem lentu í hringiðunni, ætti að vera hún ljós. Ég mynnist þeirra daga, á árunum 1986 og 1987, er ég var nánast handlama í lok vinnudags, eftir að árita fjallháa stafla af skuldabréfaútgáfum ýmissa aðila, til endurgreiðslu á komandi 5 - 10 árum eða svo, til ýmiskonar byggingaframkvæmda eða aukningar á ýmiskonar þjónustustarfsemi.
Þarna voru ekkert lágar upphæðir á ferðinni og í flestum tilfellum ekkert hugsað fyrir mögulegum endurgreiðslum. Áhuginn beindist allur að því að ná til sín verðmætagildum, til að koma áhugamálum sínum og væntingum í framkvæmd.
Þarna er í raun grunnástæðan fyrir því að ég vildi ekki gera bankastarfsemi að lífsstarfi mínu, því þar var einungis hugsað um að fjölga eignfærðum talnagildum, á ímyndaðri eignahlið, en ekkert hugasð um nýmyndun fjármagns í þjóðfélaginu, til að bera uppi þessa auknu "eignamyndun".
Gylfi túlkar vel svokallaða "frjálshyggjuhagfræði", þar sem fyrst og fremst er litið á hækkandi talnagildi ímyndaðrar eignahliðar viðskiptajöfnunnar, en lán og skuldirnir, séu einungis ávísun á meiri eignir. Þetta er dálitið flókið ferli í útskýringum, sem ekki verður reynt að kryfja til mergjar hér.
Nokkrir samverkandi þættir eru líklega undirstaða þess að Gylfi segir að: "Gríðarlegt tjón hefði orðið í bankahruninu en það væri í eðli sínu tjón á pappír...". Fyrst ber þar að nefna tilkomu tölvutækinnar, en þar skapaðist lánastofnunum alveg nýtt svigúm til að auka veltustöðu sína, án raungildisaukningar á peningum.
Margir muna líklega eftir því að á þessum tíma varð nánast útilokað að fá lán sem banki var að lána, greitt beint út í peningum. Regla var sett á fót um að öll ný útlán voru lög inn á innlánsreikninga og þaðan gat lántakinn tekið út lánsfjárhæð sína.
Ástæða þessa var, að sú veltuaukning sem tölvufærslan skapaði, þar sem samtímis var hægt að skrá útlán frá bankanum sem aukið innlán, skapaði bankanum umtalsvert aukið svigrúm til útlána, þó raunveruleg innlánaaukning eða raunveruleg eignastaða hefði ekkert aukist.
Þessi þróun vatt ótrúlega hratt upp á sig, og tíu árum síðar (1997) var fyrsti grunnurinn lagður að þeirri svikamyllu sem varð bankakerfinu að falli.
Það sem Gylfi flaskar á (eða sneiðir hjá viljandi), er að mínustala allra svona verðmætagjörninga, er raungildi framtíðar- verðmætasköpunar, en ekki talnagildi á pappír, sem afskrifuð verða af sjálfsdáðum vegna afkomubrests.
Skuldir venjulegs viðskiptamanns verða ekki þurkaðar út, þó eignavirði lánveitanda skuldabréfs eða viðskiptafærðs hlutabréfs, verði allt í einu verðmætalaust, og á kæruleysislegan hátt, BARA FELLT NIÐUR.
Þetta er í raun grundvallarþátturinn í hinni hættulegu óraunsæi svokallaðs "frjálshyggjuhagfræðings" að honum hefur ekki verið kennt að hugsa á grundvelli nýmyndunar fjármagns, í því hagkerfi sem hann er að vinna í.
Meðan þjóðin nær ekki að loka úti þessa villukenningu "frjálshyggjunnar" er ENGIN VON til varanlegra bóta á íslensku efnahagslífi.
Hrunið í eðli sínu tjón á pappír | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:32 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 165584
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Sæll Guðbjörn, heldurðu að Gylfi og ráðamenn flaski raunverulega á þessu? Því ef svo er þá sýnist mér almenningur vera í mun meiri vanda en þegar hefur komið upp á yfirborðið.
Magnús Sigurðsson, 6.10.2009 kl. 23:20
Það er líka mín skoðun Magnús.
Guðbjörn Jónsson, 6.10.2009 kl. 23:25
Magnús, almenningur ER í mun meiri vanda en komið hefur fram.
Jóhann Elíasson, 7.10.2009 kl. 09:24
Það sem háttvirtur viðskiptaráðherra á við er að þessi kreppa er einhverskonar ímyndunarveiki. Einkenni þessarar veiki eru meðal annarra að bankastarfsmenn og aðrir fjármálagerendur breyta tölum á pappírum og fá verri tölur en gott þykir. Þessu má einfaldlega kippa í liðinn með því að breyta tölunum aftur og þá er allt í góðu gengi á ný.
Það er alveg með ólíkindum hvernig þessi veiki hefur tröllriðið öllum heiminum og enginn fattað hvað sé raunverulega í gangi. Enn ótrúlegra er að við íslendingar séum í þann veginn að fatta þetta á undan öllum hinum og finnst mér líklegt að þetta geti verið okkur stórkostlegt sóknarfæri. Við getum breytt tölunum og verið ríkastir í heimi enn á ný. Ný og enn stórkostlegri útrás liggur fyrir fótum okkar.
Guð hefur blessað Ísland.
Jón (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 10:08
Flestar hagstjórnarkenningar alþjóða vinna út frá grunninum fólksfjölgunar vandamál. Þörfina til að skapa atvinnutækifæri sem er í réttu hlutfalli við náttúrauðlindir efnahagslögsögunnar sem um ræðir.
Magnið vegur þyngra en gæðin. Menn tala um að sníða sér stak eftir vexti. Ísland ætti að byggja alfarið á því að sjá kostina í sínum eigin náttúrulega grunni og leggja áherslu á ekki-fólksfjölgunar vandamál. Uppbyggingu eiginfjár og og innri arðsemi til langframa. Það er sníða sér góðan stak sem endist. Leyfa hinum þjóðunum að vaxa úr sínum.
Núverandi efnahagsgrunnur er rót allra vandamála hér enda innfluttur frá svæðum þar sem aðstæðurnar er allt aðrar.
Júlíus Björnsson, 7.10.2009 kl. 13:12
Ef ráðamenn átta sig ekki á því að það verður að leiðrétta skuldir almennings þá er vandinn óyfirstíganlegur. Þessi leiðrétting færi væntanlega best fram með afnámi verðtryggingar.
Ég er samála Jóni hér að ofan "að þessi kreppa er einhverskonar ímyndunarveiki" því ekki er hallærinu fyrir að fara. Ég held að það sé þessi ímyndarveruleiki sem viðskiptaráðherra á við, en ef ráðmenn gera ekkert með þá vitneskju er almenningur í verulega slæmum málum.
Hér er ágæt skýring á vandanum eins og ég skynja hann.
http://www.youtube.com/watch?v=peiTfY7Bx4c
Magnús Sigurðsson, 7.10.2009 kl. 13:58
Miða verðtryggingu vaxta miðað við veðið og lánstímann gildir hjá siðmenntuðum þjóðum. Umræðan hér um þessi mál ber vott um sérstöðu Íslands í þessum fræðum.
Styrkleiki og stöðuleiki samfélaga er í réttu hlutfalli við skuldlausar eignir almennings. Megin regla.
Allir í hinum siðmenntað heimi byggja tilvist sína á húsnæði. Þess vegna er meðal verðmæti þess mælikvarði á raunverulegar þjóðartekjur. Grunn verðtrygging vaxta almennings í EU og USA fylgir þessum stöðuleika grunni sem er upphaf og endir allrar eðlilegrar almennrar lánastarfsemi.
Þessi lánaflokkur langtíma veðöruggalána sem fylgir grunnstyrk samfélagins sem um ræðir kallast Mortgageog taka vextir hans alfarið miðað af vertryggingu veðsins sem hann byggir á. Það mætti kalla að verðtryggja miðað við meðalfasteignaverðsþróun í samfélagslegu samhengi, því samhengi sem er á þess eigin ábyrgð.
Þetta eru 80-100% allra lána almennings sá sem veðja á að þessi grunnur sé tilstaðar eftir 30-50 ár. Miðar sína vexti miðað við þennan verðmætisgrunn. Annað væru dylgjur um verri lífskjör framtíðannar almennt.
Gerum eins og USA og EU nákvæmlega eins, Miðum verðtryggingu vaxta miðað við verðmæti veðsins í okkar samfélagslega samhengi. Til þess þarf að fylgjast með fasteignaverði til að safna tölum sem gætu vísað á vexti fram í næst 30-50 ár.
Útfærslur sem byggja á öðrum en USA og EU forsendum er rýtingur í bakið á almenningi og bera þeim sem bera þær upp vitni.
Júlíus Björnsson, 7.10.2009 kl. 16:42
Almenningur fyrst eða alþýðan ætti að vera forgansröða allra alþingismanna.
Hvað græðir Fylkinging á því að tengja 80% af lánum almennings við bólguvístölu í stað þessa að tengja þau fasteignavísitölu að hætti USA og EU?
Þegar EU fellir gengið þá verður almenningur eignalaus.
Hversvegna var einokun bólguvísitala tekin upp af Jóhönnu m.a. um 1982.
Sagt til að tryggja innlánsvexti ?
Fasteignavístala hefði gert það sama.
Þurfti að tryggja verðtryggingu útlánsvaxta að meðaltali.?
Nei, eigið fébankann jókst samfellt , undantekning Alþýðubankinn.
Hvervegna brunnu námlán upp?
vegna þess að þau voru styrkur eða fjárfesting þegar skortur var á menntamönnum: vextir lágir að meðaltali yfir lánstímann.
Hversvegna lækkuð afborganir af íbúðalánum almennings þegar leið á lánstímann.
Vegna þess að í byrjun voru tímans voru þeir nógu háir.
Eina sem þurfti að setja í lög voru reglur um verðtryggingu sparifjár.
Bankar hafa aldrei verið í vandræðum með að leggja vexti á útlán og þeir eru alltaf ríflega verðtryggðir m.t.t. heildar útlána og lánstíma.
Annars fá Bankastjórarnir skömm í hattinn.
Á Íslandi mun hafa gilt að ef Forstjóri fær lán að upphæð 1.000.000.000. fyrir hf. fyrirtæki sitt. í 30% verðbólgu með 40% vöxtum.
Þá gat hann fengið persónulega fengið 10.000.000 með 20% vöxtum.
Bankastjórinn gat fengið nýjan bíl með 20% vöxtum.
Það er nefnilega hægt að okra og millifæra í verðbólgu.
Það er líka hægt að okra með vitlausri vístölu, fela svo okrið með millifærslum.
Hversvegna er ekki búið að aftengja bólguvístölu af 80% lána almennings:
þegar fasteignavísitölu tenging er í EU og USA?
Til þess að EU geti fellt gengið.
Hvernig fellir EU gengið?
Lokar lánalínum.
Ríkistjórnir almennings í USA og Þýkalandi og Bretlandi vernda sín heimili fyrir gengisfellingum af hálfu erlendra þjóða.
Bankar erlendis sem tengja fasteignlán við fasteignavístölu lána ekki fé til nýbygginga út í loftið. Offramboð lækkar nefnilega vexti allra eldri lána í krónum frekar en prósentum. Fasteignverð fellur.
1 ár af 30 árum samvarar að nýju lánin eru 3% í körfunni.
Hvað gerir banki til að hald upp fasteignverði, hann mætir á uppboð til að tryggja sem hæstaverð.
Laun fylgja neyslu og fasteignaverði á 30 árum. Fasteignverð tekur hinsvegar eins miklar sveiflur milli mánaða það er mælikvarði á stöðuleika.
Bjóða fólki að skipta á bólgu og launvístölu tryggir ekki að sumir hækki meira í launum en aðrir. Étur líka upp allar launahækkanir þeir sem búa ekki í tjaldi.
Hversvegna ekki að bjóða fólki það sama og Ríki EU bjóða sínu fólki, þetta er ekki bundið í lög í EU að einoka með bólguvísitölu eða launvísitölu, þetta þykir hálfvitalegt. Hæfir skel kjafti.
Ef ég hefði verið að pæla í þessu fyrir 20 árum væri ég ekki búsettur á Íslandi í dag. Svona er að treysta stjórnmálamönnum einkavinnum Bankastjóranna.
Júlíus Björnsson, 8.10.2009 kl. 05:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.