10.10.2009 | 13:01
Undarleg viðbrögð Jóhönnu
Af fréttum að dæma eru viðbrögð Jóhönnu, vegna viðræðna Höskuldar og Sigmundar Davíðs, við Norska stjórnmálamenn, um hugsanlega lánveitingu til Íslands, afar undarleg.
Í öllum fréttum hefur verið lögð áhersla á, að frá Íslandi hafi engin ósk borist um að Noregur láni Íslandi fé eftir öðrum leiðum en eftir stýringu AGS. En hins vegar, ef formleg ósk bærist frá Íslandi um slíka lánafyrirgreiðslu, yrði sú ósk tekin til jákvæðrar skoðunar.
Mikill munur er á því að fallast á formlega umsókn um lán, eða hinu - hvort Noregur sé tilbúinn að BJÓÐA ÍSALNDI lán. Spurning Jóhönnu, til forsætisráðherra Noregs var, samkvæmt því sem fram kom á Mbl.is, hvort Norsk stjórnvöld væru tilbúin að bjóða Íslandi lán, með öðrum skilmálum en í gegnum AGS.
Þetta var vægt til orða tekið kjánaleg spurning, því fram til þessa hafa Norsk stjórnvöld eingöngu talað um lán sitt, sem hluta af heildarláni AGS. Það væri því sérkennileg staða fyrir Norsk stjórnvöld, að fara nú AÐ BJÓÐA ÍSLANDI LÁN, eftir öðrum leiðum. Ekki hefur verið látið á það reyna formlega, hvort Ísland egi nú aðra möguleika en afarkosti AGS.
Þeir sem ekki skilja hve langur vegur er milli þess að bjóða af fyrra bragði lánafyrirgreiðslu, eða að taka til jákvæðrar skoðunar ósk frændþjóðar um aðstoð á neyðar- og ögurstundu, þeir eiga að mínu mati ekki mikið erindi í stjórnunarstörf á heilu þjóðfélagi.
Jóhanna beitti sér gegn láninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Ekki legg ég eina sekúndu trúnað á orð framsóknarmanns. Hef aldrei á langri ævi kynnst heiðarlegum framsóknarmanni. Held þeir séu einfaldlega ekki til.
Grjónapungur (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 13:27
Guðbjörn: væri ekki þjóðráð að Jóhanna birti nú bréfið sem hún sendi þeim norska, svo við hin getum glöggvað okkur á því hvað þeim fór í milli, ekki stóð á því hjá henni að birta vinnuplagg, sem Seðlabankinn hnoðaði saman í flýti, og kom svo Seðlabankastjóra í opna skjöldu þegar það var birt, og Steingrímur vissi ekki af hvað þá anað.
Því ef málið er eins og þú setur það upp hér að ofan, þá er illt í efni fyrir okkur hér á Landinu bláa.
Magnús Jónsson, 10.10.2009 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.