10.10.2009 | 17:53
Háspilum Íslendinga hent í ruslið.
Varla fer það fram hjá nokkrum skynsömum manni að Bretar og Hollendingar hafa beitt þjóð okkar harðri þvingunarskrúfu, sem fyrst og fremst er til komin vegna óvarkárni þeirra eigin þegna í meðferð fjármuna sinna, sem og fjármuna annarra, sem þeir báru ábyrgð á.
Reynt er að klína sök á íslensku þjóðina vegna regluverks sem ESB setti um svonefnt "fjórfrelsi"; regluverk sem nú er orðið sannað að gengur ekki upp í raunveruleikanum.
Íslenska þjóðin hafði engin tök á að verjast þeim skaða sem hún er sögð bera ábyrgð á. Hins vegar höfðu bæði Bretar og Hollendingar alla varnarþætti í sínum höndum. Bæði hvað varðar raunverðgildi þeirra ábyrgða sem væru að baki innlánasöfnun Landsbanka á svonefnda IceSave reikninga, sem og hverjir það voru sem fyrst og fremst voru ábyrgir fyrir reglusetningu ESB, sem þegar árið 2007 var orðið ljóst að ekki stæðist raunveruleikapróf.
Sem huglausir vesalingar, þorðu Bretar og Hollendingar ekki að snúa sér beint að þeim sem ábyrgð báru á óförunum (sjálfum sér, ESB og stjórnendum bankanna), heldur ákváðu að ráðst gegn lítilli þjóð sem þá hafði engin spil handbær, sér til varnar.
Það þarf sérstaka manngerð, til að berja harkalega á og misþyrma aðila sem - án sakarvitundar - hefur verið sleginn flatur á vegferð sinni.
Við þekkjum nú þessa manngerð nokkuð vel í dag. Það sorglega er hins vegar, að ráðamenn okkar koma fram eins og lang-kúgaðir þrælar, og lúta í auðmýkt harðneskju og pyntingum þeirra, sem sjálfir bera mesta ábyrgð á þeim óförum sem yfir þjóð okkar hafa gengið undanfarið ár.
Í samræmi við þá undirgefni sem hér er vikið að, keppast forystumenn núverandi stjórnar okkar við að eyðileggja vígstöðu okkar, í hvert skipti sem reynt er að skapa þjóðinni varnarstöðu.
Það fyllir mann næstum skelfingu að annar stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar, skuli svo heltekinn af þrá eftir að geta setið til borðs með samliggjandi þjóðum Evrópu, þar sem misvitrir stjórnmálaleiðtogar þeirra gera aumkunarverða tilraun til að búa til yfirvald, sem skipað geti fjölda ólíkra þjóða að hlýða fyrirmælum.
Fyrirmælum sem eru álíka gáfuleg og t. d. svonefnt "fjrófrelsi". Slíkt hefur í raun ekki gengið upp enn, og það er afar mikil vanþekkingi á íslensku eðlisfari, að telja þjóðina fylgja auðmjúka valdboði frá erlendum og ókunnum valdsherrum.
Það hefur verið afar sorglegt að fylgjast með því hvernig pólitísk forystusveit Samfylkingarinnar hefur opinberað vankunnáttu sína í skylmingum stórra samningsmarkmiða, er þeir af heimskulegum klaufaskap eyðilögðu þá vístöðu sem Framsóknarmenn sköpuðu, annað hvort ómeðvitað eða sem mikilvægan varnarleik þjóðarinnar, á afar mikilvægum tíma.
Þung pressa liggur á Bretum og Hollendingum að fallast á fyrirvara þá sem Alþingi setti, við ríkisábyrgð á svonefndum IceSave skuldum. Þessar þjóðir krefjast frekari fórna af hendi þjóðar okkar, án þess að vilja að nokkru leiti líta til eigin ábyrgðar á meðförum þeirra sjálfra á sínum eigin fjármunum.
Kröfu sinni halda þessar þjóðir fyrst og fremst, svo hart til streitu, vegna þess að þær telja sig hafa íslensku þjóðina í klemmu, sem geti leitt til greiðsluþrots þjóðar okkar, fari hún ekki að vilja þeirra.
Á götumáli heitir þetta fjárkúgun hinna sterkari, og er aðallega þekkt meðal þeirra sem kunna vel til verka í undirheimunum
Ef skynsamt fólk hefði ráðið för í Samfylkingunni, hefði orðrómurinn um hugsanlegt lán frá Noregi verið blásið upp sem hugsanleg leið út úr sjálfheldunni, sem Bretar og Hollendingar beita þjóð okkar með tryggum stuðningi AGS.
Hefði þessu verið haldið vel á lofti, sem möguleika á nýrri leið til endurreisnar efnahags þjóðarinnar, og að þar með væri hægt að gefa áætlun AGS upp á bátinn og senda þá heim. Þá er ég handviss um að fljótt hefði komið annað hljóð í strokkinn hjá Bretum og Hollendingum. Því enginn vafi er á að þeir vita hve réttlítil krafa þeirra á hendur þjóð okkar er, þess vegna vilja þeir ekki dómstólaleiðina.
Að vaða beint fram og loka því varnarvígi sem Framsókn skapaði þarna, óvart eða að einhverju leiti vitandi, jaðrar við barnaskap eða einfeldningshátt.
Vel er hægt að skilja hræðslu undirmálshópsins sem nú virðist stýra Samfylkingunni, sem alls ekki treystir íslensku þjóðinni til að stýra efnahagsmálum sínum sjálf. Sú eina von sem þessi undirmálshópur sér, eru hyllingar liðinna tíma, þegar ALLAR þjóðir ESB höfðu neitunarvald og því var hlustað á raddir allra. Löngu er ákveðið að slíkt verði ekki í framtíðinni, þá verði atkvæðavægi látið ráða.
Á undanförnu ári hefur vel komið fram hversu margraddaður kór hefur verið innan ESB, okkar þjóð til varnar. Enginn úr forystusveit ESB hefur stigið fram. Fáróma og frekar hjáróma eru þeir meðreiðarsveina forystusveitanna í ESB sem hafa viljað sýna málstað þjóðar okkar velvilja og skilning.
Ef sú raungreind sem þjóðin sjálf, og stjórnmálafólk okkar hefur sýnt undanfarin ár, er spegilmynd þeirrar skynsemi sem þessi langmenntaða þjóð hefur yfir að ráða, þá tel ég ástæðulaust að berjast meira um vegna IceSave skuldanna.
Með álíka framhaldi og verið hefur, er afar litlar líkur á að þjóðin verði fjárhagslega sjálfstætt lýðveldi árið 2024. Allt stefnir í að Ísland verði orðin ósjálfstæð nýlenda, með mikinn fjölda langmentara einfeldninga, haldna afar rírri raungreind og takmörkuðu fjármálalæsi.
Er þetta sú framtíðarsýn sem sjálfræðis-flóttaliðið vill að blasi við heiminum, þegar Ísland ber á góma, eða ætlar kjark- og raungreindarfólk þjóðarinnar að rísa upp og hrekja tækifærissinnana út úr valda- og forystusveitum stjórnmálaflokkanna?
Mun ekki biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 18:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Ég á varla orð yfir þessa færslu!
Hún er eins og segir í textanum "jaðrar við barnaskap eða einfeldningshátt"
Svarar Jónsson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 19:19
Fín grein hjá þér Guðbjörn. Það er verið að henda háspilunum og því miður virðist það viljandi gert. Svei.
Sigurður Þórðarson, 11.10.2009 kl. 02:45
Varðandi Noregslánið hef ég hugleitt eftirfarandi.
1. Norðmenn hafa ítrekað sagt að umleitun hafi ekki komið frá Íslandi.
2. Er eðlilegur frmgangsmáti að leita eftir 2000 milljörðum með tölvupósti?
3. Er trúlegt að stoltenberg hafi lekið slíkum tölvupósti?
4. Er hugsanlegt að Æsseif/EB tengingin trufli verklag Jóhönnu?
Sigurður Þórðarson, 11.10.2009 kl. 03:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.